Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 3
TERKAMAÐURIN 3 Samþykt meirihluta Alþýðu- samband«stjórnarinnar uói að reka Héðinn Valdimarsson úr Alþýðuflokknum hefir, að von- um, vakið feikna athvyli. tVtta tiltæki Jóns Bald. & Co. er ein- göngu rökstutt með því að Héð- inn hafi beitt sér meira en nokkur annar meðlimur Alþýðufiokksins fyrir því að Alþýðufl. og Komm- únistafl. yrðu sameinaðir i einn öflugan alþýðuflokk. Hægri menn- irnir f Alþýðuflokknum, undir forustu Jóns Baldvinssonar hafa þannig afhjúpað rækilegar en nokkru sinni fyr fjandskap sinn gegn einingu alþýðunnar. Þeir hafa beitt öllum hugsanlegum ráðum til að reyna að hindra sameiningu verklýðsflokkanna. Þegar þeir, á Alþýðusambands- þinginu s.l. haust voru oiðuir i minnihluta, þá hótuðu milli 20 — 30 þeirra að kljúfa flokkinn, ef þingið samþykti tillögu þa. er Héðinn V. og fleiri b>ru fram i sameiningarmálunum. Slikar að- farir sina ve! heilindi þessara þjóna ólafs Thors og Hritlu- Jónasar við alþýðusamtökin. Til þess að hindra klofning i flokkn- um greiddu þvi vinstri mennirnir atkvæði með tillögu Vilmundar en lögðu jafnframt fram skriflega yfirlýsingu er var undirrituð at 75 þingfulltrúunum (meirihlutan- um) að þeir greiddu tillögu Vil- mundar aðeins atkvæði til að hindra að klofningshótun Jóns Bald. &. Co. kæmist i framkvæmd. Fullyrðing bægri mannanna nú, að barátta Héðins og annara vinstri manna Alþýðufl. eltir þingið, fyiir sameiningu verklýðs- flokkanna, sé i algjörðri mótsögn við vilja og stefnu þingsins er því reginfjarstæða. Sú staðreynd að hægri mennirnir voru i minni- hluta á Alþýðusambandsþinginu og siðan aftur i fulltrúaráði verk- lýðsfélaganna i Rvik þegar af- staða var tekin þar til samvinnu við Kommúnistaflokkinn við bæj- arstjórnarkosningarnar, mun hafa sannfært Jón Bald. & Co. um það, að sameining verklýðsflokk- anna yrði ekki hindruð með lýð- ræðissinnuðum aðgerðum. Þessvegna er það sem hægri mennirnir grípa i það hálmstrá að samþykkja f sambandsstjórn að reka Héðinn Valdemarsson, samkvæmt skilyrðislausri kröfu Hriflu-Jónasar, úr Alþýðuflokkn- um. t*að var örþrifaráð þeirra til að reyna að hindra einingu alþýðunnar. Halmstráið brast. Verkalýður- inn t þýðingarmestu faglélögun- um hefir nær einróma fordæmt athæfi hægri mannanna. Alþýð- an vi11 einingu samtaka sinna en ekki sundrung. Og hún krefst þess að alþýðusamtökunum sé beitt tíl varnar og sóknar hags- munum hennar, én að þau séu ekki notuð til að vega aflan al- þýðunni eins og t.d. var gert í sjómnnnadeilunni og deilu iðn- verkalólks hér á Akureyri. Al- þýðan vill ekki að samtökum hennar sé stjórnað af Jónasi frá Hnflu og Lindshankaklikunni. „Jafnvæoi í sálailíf. í 9. tbl. »Dags« var birt grein eftir Jónas Jónsson. f sambandi við bírtingu gieinarinnar segir »Dagur« m. a.: »Hver veit nema hið óstöðuga jafnvægi i sálarlífi andstæðinganna komist í lag við lestur greinarinnai ?« f 10. tbl. »Dags« birtist svo grein, sem ber þess glögg merki að sálarró ritara »Djgs« hefir gengið úr skorðum, svo tvisýnt er að það komist nokkru sinni framar í jafnvægi. Væri nú ekki reynandi fyrir I. Eydal, Hólmgeir tra Hrafnagili og aðra ritara »Dags« að reyna að lægja storm- inn i sálum slnum með þvi að lesa gaumgæfilega »Auðmagnið« eftir Karl Marx og önnur fræðirit Marxismans, til þess að vera t. d. betur við þvi búnir þegar kommúnistar ná allri bæjarstjórn- inni og nefndum hennar á sitt vald? Fyrirspuro til Vinnumiðlunar* skrifstofunnar, Akureyri. Er það með samþykki Vinnu- miðlunarskrifstofunnar að yfír- maðurinn við grjótsprengingu. bæjarins gerir samverkamenn sína við fyrnefnda vinnu verklausa, með því að banna þeim að vinna við sprenginguna á meðan hann fer í kolavinnu eða aðra vinnu, og að hann tefur þannig einnig með þessu móti fyrir því að verka- næiin, sem eiga að fá „skamt“ vi5 grjótsprenginguna, fái þessa vínnu? Verkamaður. AðalfuiÉr »Eininpþ'. Verkakvennafélagið „Eining“ hélt aðalfund sinn fimtud. 10. þ.m. í stjórn voru kosnar: Elísabet Eiríksdóttir, formaður. Elísabet Kristjánsdóttir, ritari. Lísibet Tryggvadóttir, gjaldkeri. Meðstj ómendur: Jóna Gísladóttir. Margrét Vilmundardóttir. Varastjóm: Áslaug Guðmundsdóttir, form. Elísabet Geirmundsdóttir, gjaldk. Sigríður Ósland, ritari. Meðstjórnendur: Margrét Magnúsdóttir. Kristjana Sigurðardóttir. Endurskoðendur: Ragna Pétursdóttir. Elísabet Jónsdóttir. »Nýtt land«. Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur hefir breytt tímariti AF- þýðuflokksins, »Nýtt land«, í blað. Kom það fyrst út s. 1. laugardag og seldust 5000 eintök í Rvík. 1 blaðið skrifuðn Héðinn Valdimarsson og fleiri Alþýð»- flokksmenn. »Nýtt land« kemur hingað til Akureyrar með fyrstu ferð. Næturvörðnr er í Stjörnu Apoteki þessa viku. (Frá n. k„ mánudegi er næturvörður i Ak- urevrar Apote’;?)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.02.1938)
https://timarit.is/issue/176722

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.02.1938)

Aðgerðir: