Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 19.02.1938, Blaðsíða 4
4 Spurningar. Hvað á þjóðfélagið að gera við tvo bæjarfógeta vinnandi á sama stað, sem eru 20 daga að koma sér að 3ja mínútna verki? Hvað gera lögin við stærstu skuldunauta bankanna á sama tíma sem leigjandi er borinn út, íyrir 200 kr. húsaleiguskuld, eins og átti sér stað 11. þ. m. í Brekku- götu 23 á Akureyri? Ofanrituðu er vörður laga og réttar á Akureyri beðinn að svara 4 einhverju af blöðum bæjarins, strax og vífilengjulaust. Bæjarbúi. Alþingi var sett 15. þ. m. Það eina markverða sem enn hefir gerst þar, er það, að liðs- tnenn Jóns Bald. útilokuðu Héðinn Valdi- marsson úr nefndum, sem hann var í iður, vegna þess að hann vill sameina verkalýðinn í einn öflugan alþýðuflokk, sem ekki starfi eftir geðþótta Hriflu- Jónasar og Ólafs Thors. Jónas er nú á góðum vegi með að innbyrða Jón Bald. og þingflokk hans, en ólafur togar lát- laust í Jónas, sem brosir meir og meir til hægri. Það má því fara nærri um hvað þingið gerir í þetta sinn alþýðunni til gágns. Aðalfundur verkamannafél. »Dags- brún« f Reykjavík var haldinn 13, þ. m. M. a. voru á fundinum tilkynt úrslitin i stjórnarkosningunni og kosningu í trún- aðarmannaráð félagsins, en þessar kosn- ingar fóru fram utan fundar og hófust 13. jan. s. 1. Stjórnarkosningin fór þann- ig: Héðinn Valdimarsson formaður tneð .664 atkv. Guðjón B. Baidvinsson vara- formaður, 661 atkv. Kr. F. Arndal, ritari, 626 atkv. Þorsteinn Pétursson (kommún- isti), fjármálaritari, 464 atkv. Sigurbjórn Björnsson, gjaldkeri, 646 atkv. I trúnað- armannaráðið voru kosnir 77 Alþýðu- flokksmenn og 11 konimúnistar. Samtímaskák tefldi Guðm. Arnlaugs- son, s. I. sunnudag í Verklýðshúsinu, við 42 menn úr Skákfélagi Alþýðu. Vann Guðm. 22 skákir, gerði 7 jafntefli og tapaði 13. Hlaut hann þannig 25% vinn- ing en Skákfélagið 16%. tn ,a a h fTSí v VERKAMAÐURINN Erluntíar fregnir. Áriö 1929 voru smíðaðar 1702 bifreiðar í Sovétlýðveldunum, en árið 1937 nam framleiðslan 200,- 000. Þegar hinar voldugu bíla- verksmiðjur í Gorki eru fullgerð- ar getur aðeins þessi eina verk- smiðja framleitt 500.000 bíla ár- lega. Prófessor William Dodd, sem nýlega sagði af sér sem sendi- herra Bandaríkjanna í Berlín, hélt nýlega ræðu í New-York, þar sem hann lét þessi orð meðal annars falla um Hitler: „Á 5 árum hafa næstum því jafn margir af persónulegum and- stæðingum hans verið drepnir, eins og enski konungurinn Karl II. lét taka af lífi á 20 árum, á 17. öldinni“. Stjórnin í Mexiko hefir veitt fé til að byggja allmarga verka- mannabústaði, með sama sniði og verkamannabústaðirnir í Sovét- lýðveldunum. Við kosningar í næststærstu borginni í Venezuela, Maracaibo, sem er eitt af mestu olíumiðstöðv- um heimsins, hafa vinstri flokk- arnir, þrátt fyrir ógurlegt ofbeldi hægri flokkanna, unnið glæsilegan kosningasigur. Fengu vinstri flokkarnir 27.875 atkvæði gegn 13.451 atkv. hægri flokkanna, og gátu þannig tekið alla stjórn borg- arinnar í sínar hendur. í byrjun þessa árs verða margar bækur hinna norsku heimskauta- rannsóknarmanna, Friðþjófs Nan- sens og Roalds Amundsens gefnar út í Sovétlýðveldunum. Fyrsta bindið af bókum Nansens kom út á rússnesku 1932 og í því var m. a. „Á skíðum yfir Grænland“. Ein af fyrstu bókunum, sem gefnar verða út í ár verða „Fram“ yfir heimskautshafið." Þrjú bindi af bókum Amundsens komu út 1936 —37 og hin rit hans koma út nú á þessu ári. Verkakvennafélagið »Eining« hefur opna skrifstofu í Verk- lýðshúsinu á mánud., mið- vikud. og föstudögum kl. 4 — 6 eftir hádegi. Sljórnin. Sameiginlegan luntí balda Verkakvennafélag Akureyr- ar og verkakvennafél. »Eining« í Verkalýðshúsinu sunnud. 20. þ. m. kl. 3,3Ö e. h. D A G S K R Á: 1. Fjármál Verklýðshússins. 2. Árshátíð verklýðsfélaganna 3. Rafmagnsmálið. S t j ö r n i n. ÓSKA eftir ibúð til leigu frá 14 mai n. k., 2 her- berei og eidhús. Jngólfur Árnason, Grundart'ötu 4. Karlmannafataefni Peysur, karla Milliskyrtur Handklæði Mislit léreft Leikfimisskór Pgntunarlélagið. Hið stóra ameríska heildsölu- firma Woolworth & Co. hefir til- kynt, að það versli ekki lengur með japanskar vörur, þar sem amerísku verklýðssamtökin og önnur félagssamtök hafa samþykt að leggja bann á japanskar vörur. Abyrgðarmaður Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Bjðrnssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (19.02.1938)
https://timarit.is/issue/176722

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (19.02.1938)

Aðgerðir: