Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 26.02.1938, Síða 3

Verkamaðurinn - 26.02.1938, Síða 3
VERKAMAÐURIN 3 sérstökum pólitískum flokki að undanteknum einum, sem er í Framsóknarflokknum. Þá er það líka andstætt því,- sem samþykt var á Alþýðusambandsþinginu 1936, því þar var lögð áhersla á við fulltrúana að þeir ynnu að því að sameina þau félög, er voru klofin. Jafnvel Jón Sigurðsson er- indreki hefir sagt, að hann sæi ekkert á móti því að mennirnir væru teknir inn í félagið. Sést því betur af þessu að Þorsteinn vinnur altaf á móti anda og samþyktum verklýðssamtakanna. Fyíirspurnir til »Dags-. Vegna greinar í »Degi« 24. þ. m. um oddvitakosninguna á Húsavik hefir blaðið vetið beðið fyrir eftirfarahdi fyrirspurnir til »Dags«: 1. Hvaða ílokkur kom Húsavík á barm gjaldþrotsíns? 2. Hverjir hafa haft völdin í hreppsnefnd Húsavíkurhrepps undanfarin ár? P. t. Akureyri. '' Tveir Húsvikingar. (»Verkam.« mun bráðlega birta ýtarlega grein um fjármálaástand- ið í Húsavikurhreppi og oddvita- kosninguna). Frá Húsavík. 20. þ. m. hélt Verkamannafé- lag Húsavikur aðaifund. í stjórn félagsins voru kosnir: Árni Jóns- son, formaður, Kristján Júlíus- son, ritari, Guðmundur Jónsson, gjaldkeri. Varastjórn: Páll Kristjánsson, Jón Guð- mundsson, Stefán Pétursson. Fuiltrúar á Alþýðusambands- þing voru kosnir: Björn Kristjánsson, Árni Jóns- son, til vara: Jón Guðmundsson. Árið 1913 voru gefin út 2.201.000 eintök af tæknibókum í Rússlandi, en 1936 voru prentuð ,þar 66,896,- 000 eintök af tæknibókum. Porrablót í blerárporpi. Laugardaginn siðastann i þorra þ. á. efndi Kvenfélagið nBaldurs- brá« til þorrablóts i garala skóla- húsinu í Glerárþorpi. Meðan setið var undir borðum fluttu þeir ræður: Pélur Finn- bogasonskólastjóri.jóhann Schev- ing kennari og Stefán Sigurjóns- son fræðslunefndarmaður, Enn- fremur voru af þeim frú Guðrúnu Jóhannsdóttur (frá Ásláksstöðum), Marteini Péturssyni og fleirum lesnar upp smásögur. — Njáll Jóbannesson flutti frumsamda kveðlinga, þar að auki var kveð- ið og sungið og dansað þar til góa gægðist upp á loft. Beinhnútur voru ekki á lofti hafðar nema þegar étið var af þeim og andlegar hnútur treystu sér ekki inn fyrir dyr, fyrir of- urmagni hófs þessa og samstiltrar glaðværðar. Um 80 manns var þarna sam- ankomið. Vegna ókunnugleika tek eg lít- ið hér fram um starfsemi Kven- félagsins »Baldursbrá« en eg veit að það er orðið æði gamalt, og mun hafa fyrst lengi haft með höndum gjafir til nauðstaddra og aðra líknarstarfsemi. Félagið er enn á framfarastigi, því auk þess, sem áður getur, hefir það tvo undanfarna vetur haft saumanámsskeið tyrir stúlk- ur og tvö siðastliðin sumur félags- rækt á landspildu er félagið tók á leigu til þess. Formaður félagsins nú er Sigur- veig Jónsdóttir. Eg óska svo þess að Kvenfélagið „Baldursbrá“ megi lengi lifa til hags og gengis fyrir aldna og ó- boma kynslóð. Og að það, sem fé- lag, hafi ávalt jafn mikinn lífs- þrótt og þrautseigju til umbóta starfa, — þó skilyrðin kimni að verða stimdum erfið, — eins og nafna þess baldursbráin, sem flestra blómjurta er harðgerðust og lægnust að nota sér hina ís- lensku mold sér til lífsframdrátt- ar, en vekur þó geisla í auga bæði yngri og eldri ár frá ári á veggj- um og húsþökum hinna mörgu og: lágu torfbæja okkar lands. Þakka eg svo kærlega boðið fyr- ir mína hönd og konu minnar. Einn af gestunum. Erlendar fregsir. S:ðan í október 1936 hefir at- vinnuleysingjum í Bandaríkjunum fjölgað um 2.800.000. Sovétstjómin hefir nú endan- lega gengið frá áætluninni fyrir þxmgaiðnaðinn 1938. Samkvæmt á- ætluninni á brúttóframleiðslan að- aukast um minst 16% — og er það aukning sem ekki getur átt sér stað í nokkm auðvaldsríki. Þegar Hitler komst til valda vom rúmlega 5000 vísindamenn starfandi við þýska háskóla og rannsóknarstofnanir og 120.000 stúdentar. Nú em ekki, nema 60.000 stúdentar í þýskum háskól- um og af hinum 5000 vísinda- mönnum hafa 2.500 verið réknir frá starfi sínu. Hafa 1,800 þýskir prófessorar flúið úr landi, en eign- ir þeirra hafa verið gerðar upp- tækar. Þessir 1800 vísindamenn vom sérfræðingar í 60 mismun- andi vísindagreinum. Sovétríkin em nú að undirbúa ferðasýningu frá heimskautalönd- um Sovétríkjanna. Sýningin verð- ur haldin í Bandaríkjunum, Frakklandi og Englandi þetta ár, og sýnir flugin um norðurheim- skautssvæðin, lifnaðarhætti Papa- nins og félaga hans á ísnum og brotamyndir af sigrum Sovétríkj- anna í Norðurvegum. Síðastliðið ár voru 804 prestar fangelsaðir í Þýskalandi. Kolaskip kom til K. E. A. í siðasti. viku. Hefir félagið lækkað verðið ofan r 50 kr. tonnið. Aðrir kolasalar bæjarins selja kolin á. 52—53 kr. tonnið.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.