Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 26.03.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.03.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. Akureyri, laugardaginn 26. mars 1938. I 18. tbl. XXI. árg. I 8 stunda vinnudagur. Islenski verkalýðorinn efiirbátnr annarra þjóða. Undir framleiðsluskipulagi auð- valdsins, þar sem »eigendur« at- vinnufyrirtækjanna hata úti allar klær til þess að fá vinnuorku verkafólksins fyrir sem allra lægst verð, er lengd vinnudagsins eitt af höfuðatriðum stéttabaráttunnar. Með hraðvaxandi tækni siðustu tima bafa afkastamöguleikar verkamannsins margfaldast, og vinnuhraðinn vaxið gifurlega. Þó Akureyri sé ekki sérlega »moderne« eða framtakssöm á sviði athafnalifsins, þurfa þó full- orðnu verkamennirnir hér ekki að líta mörgáraftur i tímann til þess að sjá þann geysilega mun, sem orðinn er á vinnuhraðanum hér, t.d. við byggingavinnu og við höfnina. Ná tekur t. d. ca. 2 daga að skipa upp kolafarmi, sem fyrir fáum árum tók heila viku, enda þólt miklu fleiri menn ynnu að því þá. Þessi aukni vinnuhraði þýðir auðvitað, að með óbreyttum vinnudegi og daglaunum, lækka rannveiuleo vinnulaun veikamannsins stór- iega. Þessvegna hafa lika verklýðs- samtökin, víðsvegar um heim, leitast við, um undanfarna tugi á r a, að mæta að nokkru hinum vaxandi vinnuhraða með kröf- unni um slyttan VÍODUltag, án skerð- ingar á dagkaupi. Baráttan fyrir 8 stunda vinnu- deginum var hafin af pýska verka- lýðnum á árunum 1860 70- Á árunum 1880-90 stóð þungamiðja þessarar baráttu í Ameríku, og urðu þar harðvítug verkföll út af lengd vinnudagsins. Árið 1890 hefst skipulögð, alpjðð- leg barátta fyrir 8 stunda vinnu- deginum með því, að 1. maí er — samkvæmt ákvörðun 1. þings II. alþjóðasambandsins — gerður að alþjóðlegum kröfu- göngu- og baráttu-degi verkalýðs- ins fyrir því að lögboðinn verði 8 st. vinnudagur. Síðan hefir barátta verkalýðs- ins fyiir styttingu vinnudagsins staðið óslitið. 1 öllum menning- arlöndum er 8 stunda vinnu- dagurinn nú löngu viðurkendur. — í Sovétrikjunum er vinnu- dagurinn aðeins 6—7 stundir og 5 daga vinnuvika. 1 auðvalds- löndunnm stillir nú verkalýður- inn kröfunni um 42 Stunda vinnu- viku, og hefir fengið henni fram- gengt i Frakklandi, undir stjórn »Alþýðufylkingarinuar«. En íslenski verkalýðurinn er hér eftirbátur. Að vísu er all-langt siðan ís- lensku verklýðssamtökin fóru að ræða kröfnrna um 8 st. vinnu- dag, og á þingi Alþsb. 1930 voru ' (Framh. á 2. síðu). Hallddr Kiljan Laxness, rithöfundur, flytur fyrirlestur í útvarpið í Moskva í kvöld kl. 9 eftir íslenskum tíma. Bakarasveinafélag lslands kol- feldi tillögu, sem kom fram nm að félagið lýsti stuðningi sinum við vinnulöggjafHrfrumvarpið. — Verklýðsfélag Borgarness mót- mælti frunivarpi Sigurjóns ft Co. með 29 atkv. gegn 18. — Sveina- félag múrara i Rvik mótmælti frumvarpinu með öllum greidd- um atkvæðum gegn 1. — »Dags- brún« mótmælti báðum vinnu- löggjafarfrumvörpunum með 384 atkv. gesn 64. — Verklýðsfélag Norðfjarðar mótmælli vinnulög- gjöfinni einum rómi. sömuleiðis Verklýðsfélag Eskifjarðar. — Verkamannafélagið »Hlif«, Hafn- arfirði, mótmælti vinnulöggjöf- inni með 53 atkv. gegn 25. — Verkakvennafélagið »Snót« i Vest- mannaeyjum mótmælti vinnulög- gjöfinni með öllum greiddum atkvæðum gegn 3. 54 voru á fundi. — Verklýðsfélagið »Hvötc á Hvammstanga mótmælti vinnu- löggjöfinni með 32 atkv. gegn 4. — Málarasveinafélagið i Rvik mót- mælti einum rómi vinnulöggjöf. lagði af stað í söngför til Reykja- víkur, með »Drotningunni« i gær- kvöldi. Auk þess sem kórinn syngur í Rvik, syngnr bann vænt- anlega í Hafnarfirði, ísafirði og Siglufirði. »Verkamaðurinn« árnar kórnum hugheilla óska.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.