Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 06.04.1938, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 06.04.1938, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Rógur Hriflunga um Eskifjörö Eftir Arnfinn Jónsson. (Niðurlag). Margir af fylgendum Alþýðu- flokksins á Eskiflrði voru í fyrstu tregir til að taka þátt í nýjum hreppsnefndarkosning- um, en sáu þó fljótt, að þeir gátu ekki leyft sér slíkt ábyrgð- arleysi. Kommúnistarnir einir hikuðu ekki eitt augnablik. Gegn undir- róðri íhaldsins héldu þeir þvi fram, að sá aumingaskapur að hlaupa í fullkomnu ábyrgðar- leysi frá málefnum hreppsins á neyðartímum, væri stimplandi fyrir alla íbúa hans og að svo voluð ríkisstjóm gæti væntan- lega aldrei til orðið í landinu, sem umbunaði nokkru hrepps- eða bæjarfélagi fyrir það að gefa alt upp á bátinn þegar erf- iðast var í ári og svíkjast undan öllum borgaralegum skyldum í sínum eigin málum í trausti þess að fjarlæg stjórnarvöld tækju þær á sínar herðar. Töldu þeir að hver ríkisstjórn mundi líta svo á að slíkt bæjarfélag væri bygt af svo voluðum vesaling- um, að þeir ættu engrar við- reisnar von, enda lægi nær að setja einhver víti við slíku at- hæfi en að verðlauna það. Afstaða kommúnista varð ofan á innan verklýðsflokkanna og létu þeir fram fara prófkosn- ingu meðal kjósenda sinna. Úr- slit hennar urðu þau að kosnir voru 2 alþýðuflokksmenn 2 kommúnistar og 3 óflokksbundn- ir alþýðumenn og urðu þeir allir sjálfkjörnir i hreppsnefndina, þar sem enginn annar listi kom fram.................. . . . Áður en skilst við þetta kosningamál tel eg rétt að fara nokkrum orðum um hrepps- nefndarkosningarnar á Eskifirði 30, janúar. Skömmu áður en framboðs- frestur fyrir kosningarnar var út- runninn, spurði mig framsóknar- maðurinn Stefán prófastur Björns- son, hvort við mundum vilja samvinnu við Framsókn í kosn- ingunum og játaði eg því hiklaust ef vinstri menn (eins og hann t. d.) yrðu hafðir í kjöri af hálfu Framsóknarflokksins. Þegar mjög var liðið á framboðsfrestinn og engar tillögur höfðu komið fram frá Framsókn spurðist eg fyrir um hvað þeim liði og fékk það svar, að Framsóknarflokkurinn hefði ákveðið að hafa sérstakan lista í kjöri. Var þá ákveðið at fulltrúum Álþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins að undir- búa sameiginlegan framboðslista fyrir þessa flokka með prófkosn- ingu eins og 1936 og voru í skyndi sendir út nokkrir kjör- seðlar og ákveðið, að prófkosn- ingunni skyldi lokið á einum degi án tillits til þess hvort hægt væri að ná til allra viðkomandi kjósenda. 108 kjósendur tóku þátt í prófkosningunni og var vilji þeirra svo ótvíræður að ekki þótti ástæða til að leita álits þeirra, sem ekki hafði náðst til, enda var raðað á samfylkingar- listann i fullu samræmi við úrslit prófkosningarinnar. Allir efstu menn Framsóknar- listans voru ákveðnir vinstri menn. Var því auðgert fyrir okk- ur kommúnista og Alþýðuflokks- menn að taka afstöðu til þeirra. Við vorum altaf ákveðnir í því að reyna að sameina öll vinstri öfl hreppsfélagsins um velferðar- mál þess. Þessvegna ákváðum við strax að gera ekkert til þess að fella framsóknarmennina frá kosningu og lofa jafnvel mörg- um þeirra, sem þátt tóku í próf- kosningunni, að standa í þeirri trú, að með henni væri kosning- unni lokið — eins og 1936 — enda fór svo, að aðeins rúmur helmingur deirra kom á kjörstað. Þetta má hver lá okkur sem vill, en eg fullyrði, að með þessu höfum við sýnt þá mestu ábyrgð- artilfinningu, sem hsegt er að Rykfrakkar karlm. Verð frá kr. 40.00 Braun§-Verzlun Páll Sigurgeirsson krefjast af nokkrum stjórnmála- flokki.*) Á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu hreppsnefndar fór fram oddvita- kosning. Við gátum auðvitað bú- ist við, að Frarasóknarflokkurinn hefði lagt fyrir fulltrúa sína að kjósa oddvitann úr sínum hópi og voru reiðubúnir til að semja við þá um stuðning við hann, enda bárum við fyrirfram fult traust til beggja fulltrúa Fram- sóknar í hreppsnefndinni um vel- vilja og einlægni í málefnum hreppsins. En taki nú ritstjóri Dags vel eftir: Báðír framsóknarmenn- irnir kusu odtívita úr hópi kommúnista. Vill »Dagur« e. t. v. halda því fram að þeir hafi gert þetta í gríni eða af andvaraleysi. Eg er sannfærður um að svo var ekki. Eftir þá fundi, sem þegar hafa verið haldnir í hreppsnefndinni gæti mér síst dottið í hug að þeim hafi gengið undirhyggja eða alvöruleysi til að kjósa þannig, heldur hefi eg fulla ástæðu til þess að óska, að í öllum bæjar- og hreppsfélögum landsins væru jafn einlægir vinstri menn við stjórn og nú eru í hreppsnefnd- inni á Eskifirði........ En að þessu sinni læt eg nægja að íræða »Dag« um það, að það eru tilhæfulaus ósannindi, að Eskifjörður sé ómagi á ríkinu, þvi til þess að það væri rétt, þyrfti ríkið að greiða Eskfirðing- * Eins og kunnugt er urðu úrslit kosning- anna þau að í hreppsnefndina komust 2 Alþýðuflokksmenn, 2 framsóknarmenn og 3 kommúnistar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.