Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 1
XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 16. apríl 1938. | 22. tbl. rædd í bæjarstjórn. Var samþykt með 9 sam- hljóða atkvæðum að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að aukinni útgerð héðan og kynna sér möguleika fyrir því að fá keypt að minsta kosti eitt nýtt vélskip. Nefnd sú, sem kosin var af bæjarstjórn s.l. vetur til að rann- saka afkomumöguleika fyrir tog- araútgerð héðan, skilaði skýrslu s.l. vor, sem bygð var á rekstrar- skýrslum 30 togara sunnanlands árin 1934—1936. Var þar gert ráð fyrir, við athugun á rekstraraf- komu hinna nýrri skipa, að tak- ast mætti að reka hallaiaust ný skip með bestu tækjum til hag- nýtingar öllum tiskiúrgangi og úrgangi lýsis. Og að útgerð eins togara veitti — með 8V2 mán. rekstri — um 250 þús. krónur í vinnulaun (sem er vetrarafkoma fyrir 70 til 80 meðal heimila). Var sömu nefnd svo falið s.l. sumar, að kynna sér verð skipa og að gera tillögur til bæjarstjórn- ar, hvort ráðist skyldi í útgerð (Framh. á 2. síðu). Starfsemi Pöntunarfélagsins og árangur hennar 1 siðasta blaði var sagt nokk- nð frá reikningslegri afkomu Pöntunarfélagsins s.l. ár, og sýndi hún, að félagið er í jötnum en stöðugum vexti — þrátt fyrir þá örðugu aðstöðu sem það hefir. En árangurinn af starfsemi fé- lagsins kemur engan veginn allur fram i þessu reikningslega yfir- liti. Um það voru lika félags- menn sammála, á aðalfundinum, og var, í því efni, sérstaklega undirstrikað, að umfram það, sem reikningarnir bæru með sér um afkomu félagsins sem fyrir- tækis, og það, sem félagsmenn þektu til hinna sérstaklega VÖndUÖU vara og hins lága varuveiðs hjá. því, þá hefði félagið þegar haft mikil (Framh. á 3. siðu). Velkominn heim! Karlakór Akureyrar kom heim úr söngför sinni í fyrradag, eftir nálega 3 vikna söngför til Vestur- og Suðurlands. Hélt kórinn 3 opinbera samsöngva i Reykjavík, 1 í Hafnarfirði, auk þess söng hann tvívegis i Útvarpið og í nokkrum sjúkrahúsum i Reykja- vik og nágrenni, og tvívegis á {satirdi. Aðsókn að samsöngvun- um í Reykjavik og Hafnarfirði var ágæt og viðtökur áheyrenda hinar bestu. Hlaut kórinn prýði- lega dóma i biöðum höfuðstað- arins og var tekið með framúr- skarandi gestrisni. Má þar m. a. í þvi sambandi nefna Karlakór alþýðu, Eggert Stetánsson, söng- vara, Samband íslenskra karla- kóra, bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórn. Hélt Eggert Stefánsson kórnum samsæti í Stúdentagarði og Samband is- lenskra karlakóra með aðstoð bæjarstjórnar Reykjavikur hélt kórnum annað samsæti að Hótel Borg, en ríkisstjórnin sá kórn- um fyrir ókeypis farkosti heim á 1. tarrými á »Drottningunni«. Er óhætt að fullyrða að Karla- kór Akureyrar hefir aukið veg- semd Akureyrar með þessari söngför sinni. Syngur kórinn i Nýja Bíó á 2. i páskum og gefst þá bæjarbúum m. a. kostur á að volta kórnum . þakklæti sitt fyrir mikið og veglegt starf í menningarlifi bæjarins._ Næturvörður er i Akureyrar Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt- urvörður í Stjörnu Apóteki).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.