Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURIN N BASAR heldur verkakvennafélagið »Eining« í Verklýðs- húsinu, síðasta vetrardag, kl. 3 e.h. Margir á- gætir munir verða til sölu. Ágóðinn rennur i Barnahælissjóðinn. N e f n d i n TIP TOP er besf i a 1 1 a n þ v o ( t p....-.— ........... Námskeið í tijúkrun og lieiligðiíiluiii. 2. þ. m. lauk námskeiði þvi, sem haldið var að tilhlutun verkakvennatélagsins »Eining«. Stóð námskeiðið í S kvöld (2 tímar í einu) og fór þar fram fræðsla um heilbrigðimál. Frk. fsatold Teitsdóttir, hjúkrunar- kona Rauða-Krossins, sýndi band- tök við hjálp í viðlögum og veitti ieiðbeiningar um alment hrein- Jæti, umbúnað á sjúkraherbergj- um o. fl. Fimm af læknum bæj- arins fluttu ágæt erindi. Jóhann Þorkelsson um heilsuvernd og berklavarnir, Árni Guðmundsson um meðferð ungbarna, Pétur Jónsson um krabbamein, Jón P. Geirsson um sjálfráðar barneign- ir og Guðmundur Karl Péturs- son um igerðir (fingurmein, hand- armein o. þ. h.). Hjúkrunarkon- an og læknarnir eiga miklar þakkir skilið fyrir fræðslu sina, sem var veitt alveg ókeypis. Töluvert á annað hundrað konur sóttu námskeiðið, alt al- þýðukonur. Sýnir þessi mikla aðsókn að tólkið vill fræðast, ef það aðeins á völ á því og óbætt er að fullyrða að sú fræðsla, er fram fór á námskeiðinu var í fylsta máta nauðsynleg og nyt- söm, mörgu öðru fremur. Þarf að leggja áherslu á að endur- taka þessa fræðslu næsta vetur og auka, ef þess verður kostur. Á »Eining«, sem skipulagði þetta námskeið og kostaði það að svo miklu leyti sem þurfti (húsaleiga, Ijós og hiti), bestu þakkir skilið fyrir brautryðjenda- starf sitt á þessu sviði. Barnaheimilisstarf »Einingar«. Verkakvennafél. »Eining« hefir nú nýlega breytt sjúkrasjóði sinum i sjóð með nýju nafni og hlutverki. Hlutverki bans sem sjúkrasjóðs var lokið, þegar sjúkrasamlagið tók hér til starfa. Hinn nýi sjóður heitir Barna- heimilissjóður »Einingar«. Er hlutverk hans að kosta fátæk, heilsulitil verkamannabörn á hressingarheimiii lengri eða skemri tíma að sumrinu í sveit. Er mikill áhugi iyrir þessu máli innan félagsins og munu félagskonur leggja krafta sína fram til að afla honum tekna. Félagið hefir ákveðið að hafa framvegis 19 júni sem söfnun- ardag fyrir sjóðinn. Einnig munu verða haldnar hlutaveltur og basarar árlega til ágóða fyrir hann. Nú á síðasta vetrardag verður haldinn basar í því skyni í Verklýðshúsinu. Verður þakk- samlega tekið á móti munum á hann frá öllum velunnurum þessa máls. Happdrætti Njúklin^a i Kristneshseli f JSjúklingar i Kristneshæli hafa stofnað til happdrættis til ágóða fyrir bókasafn sitt og skemtisjóð. Vinningar eru alls 12. (Hæsti vinningurinn er 400,00 króna virði en sá lægsti 5o,oo kr ). Sala happdrættis- miðanna er byrjuð og fást þeir hjá Versl. Norðurland, Bókaverslun Gunnl. Tr. Jóns- sonar, Söluturninum við Norðurgötu og hjá Jóhanni Jónssyni skósmið. Hver miði kostar aðeins 50 aura. Dregið verður 1, nóv. n. k. hjá bæjarfógeta. »Verkam* vill hvetja sem flesta til að kaupa happdrætt- ismiða Hæliiins, Pöntunarfélag vetkalýðsins. Nazisíi skýtur 2 skotom á danska dómsmála- fáilíiano. Fyrir nokkrum dögum siðan gerðist sá atburður i danska þing- inu, að skotið var 2 skotum á Steincke dómsmálaráðberra Dana, þegar hann var að halda ræðu um svonefnd innflytjendalög, en gegn þeim lögum hafa nazistarnir i Danmörku barist. Skotin sök- uðu ekki ráðherrann. Sá, sem skaut á ráðherranu, var 25 ára nazisti, að nafni Ernst Wester- gaard (?). Er hann yfirlýstur naz- isti og kvaðst hafa gert þetta fyrir áeggjan ónafngreindra flokks- bræðra sinna, en annars liti hann á þetta, sem einn hluta af út- breiðslustarfsemi sinni. Þingið samþykti að láta fara fram róttæka og gagngerða rann- sókn á starfsemi nazista i land- inu. Auglýsið í Abyrgðarmaður Þóroddur Guðmundsson. Prentverk Odds Bjömssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.