Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 16.04.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURIN 3 ,Madrid í bförfu báli‘ Svo nefnist kvikmynd, sem sýnd verður í Nýja-Bíó n. k. þriðjudagskvöld. Fyrsti þáttur myndarinnar sýnir þær viðtökur, er sendinefnd frá Spáni fær i Sovétríkjunum. Hinir þættir myndarinnar sýna hina dásamlegu vörn Madrid- borgar og aðra þætti styrjaldar- innar. öldungurinn Miaja her- höfðingi, sem hefir stjórnað vörn Madridborgar sést m.a. á mynd- inni. Konur, börn og gamal- menni sjást jafnvel önnum kafin við að bjálpa til við að hlaða skotgarða og grafa skotgratir. Hinar þýsku og ítölsku sprengi- flugvélar þjóðernissinnanna sjást koma inn yfir höfuðborg lýðveld- isins, og sprengikúlum og eld- sprengjum rignir yfir nær því varnarlausa íbúana. Stórhýsi gjöreyðileggjast. Lik og limlest fólk er grafið i rústunum. Grimd- aræði fasistanna kemur þó einna best i Ijós þegar flugvélar þeirra gera áfás á algjörlega varnarlaust sveitarþorp. Og þó hefir sú árás ekki verið nema örlitil spegilmynd af hryðjuverkunum í Guernica. Myndin sýnir einnig starfið i hergagnaverksmiðjum stjórnar- hersins og í klæða- og sauma- vinnustofum hersins. Hver einasti bæjarbúi, sem ann lýðræði, menningu ogtrelsi verður að sjá þessa mynd og læra af. Starfsemi Pöntunarfélagsins (Framhald af 1. síðu). áhrif ÚT Á VIÐ á vöruverð i bænum og verslunarhætti al- ment. Tvær meginreglur i starfsemi félagsins eru: 1) Sem allra lægst vöruverð. 2) Staðgreiðsluviðskifti. Sem dæmi um áhrif félagsins á vöruverð, alment, má nefna, að rétt eftir að Pöntunarfélagið færði út kviarnar, i haust, og flutti i »París« — lælkaði I- E. R., sem annars hefir undanfarið ráð- ið verðlagi í bænum (og lækkaði það frá þvi, sem mundi verið hafa með kaupmannaverslun einni saman) verð ð helstu neytslu- vðrum all-verulega — eftir að hafa fyrst hringt t Pöntunarfélagið og fengið að vita um verð þess d sömu vörutegundum. Pó fór K.E A. ekki í öllum til- fellum niður í verð Pöntunar- félagsins, eins og meira að segja V. Pór viðurkendi, á aðalfundi K. E. A., þegar hann kom með verðsamanburð, sem einmitt var frá þessum tíma. Um hitt atriðið er það að segja, að auk þess sem Pöntunarfélagið sjálft viðhefir næstum eingöngu staðgreiðslu viðskifti, upplýsti V. Pór, á aðalfundi K. E. A. — og var mjög hreykinn yfir — að á s.i, ári hefðu slaðgreiðsluviðskilti K. E. A. vaxið um 45%, en önnur viðskifti (skuldaverslunin) mjög lítið. Er enginn efi á, að þessi þróun viðskiftanna hjá K. E. A. er fyrst og fremst fyrir áhrit frá Pöntun- arfélagsstarfseminni, og þeim áróðri, i þessa átt, sem förmaður Pöntunarfélagsins og aðrir full- trúar verkalýðsins hafa haldið uppi á fundum K. E. A., og með blaðaskrifum. Fyrir þann áróður, og annan stuðning við málstað verkalýðsins i bænum, hefir formaður Pönt- unarfélagsins verið rekinn úr K. E. A. — En réitur málstaður ryður sér tíl rúms, eigi að síður. Sannleikurinn verður ekki með öllu burtu rekinn, það sannast í þessu máli, sem viðar. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefir vörusala Pöntunarfélags- ins, það sem af er þessu ári, vaxið um 65 prc., og er það meiri vöxtur en var á s.l. ári. — En það verða menn að muna, að þvi meiri, sem þeir gera umsetn- ingu Pöntunarfélagsins, því meiri tök hefir það á að lækka vöru- verðið — þvi betri viðskifti getur það boðið. Þessvegna verkafólk og önn- ur alþýðaf Gangið i Pöntunarfélagið og verslið við það. — Með þvi tryggið þið ykkur góðar v u r u r, með svo Idgu verði, sem unt er. — Með þvi styrkið þið ykkar eigin stétt. Með þvl hafið þið dhrif til umbóta d almennum verslunar- hdttum i bœnum. Halldór Kiljan Laxness á hnimleið. Halldór Kiljan Laxness, rithöf- undur, er nú á leiðinni heim tii íslands eftir4*/a mán. dvöi i Sovét- lýðveldunum. 1 viðtali hefir hanu skýrt frá veru sinni þar eystra. Kvaðst hann hafa heimsótt mörg samvinnubú, verið á rithöfunda- þingi Sovétríkjanna, verið við- staddur hin rýlega afstöðnu rétt- arböld i Moskva (yfir Buch— arin & Co.). Flutti Laxness erindi í útvarpið i Mpskva, og lél þar m. a. í ljós álit sitt um réttar- höldin. Meðan Laxness dvaldi i' ríki sósialismans, skrifaði hann framhald af »Ljós heimsins« og heitir sá hluti sögunnar, »Hölí sumarlandsins«. Pá befir hann i smiðum nýja bók um Sovétlýð- veldin, en eins og kunnugt er skrifaði hann bókina »í Austur- vegi« um tyrri ferð sína til Sovét- lýðveldanna. Leiðrétting. » f greininni, »RETTARMORЫ DAGS, f siðasta tbl. voru m. a. þessar prentvillur: a. síðu, efst i s. dálki stóð: >um hlutverk. og verkefni félaganna«, átti að vera: >uu hlutverk og verkefni Iagf6laganna«. Neðar f sama dálki stóð: »Fyrsta daginn efti* byltinguna«, átti að vera: »Fyrstu dagani eftir byltinguna . . . .< TEIKNISÝNINGU heldur línskólinn n.k.. mánudag f húsi skólans.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.