Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 23.04.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.04.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 23. apríl 1938. | 23. tbl. verl Er líiii til rafveifunnar » næstu grösum? aðrar kjarabætur. Samkomulag hefir nú náðst milli verkamannafélagsins ^Þrótt- ur« á Siglufirði og atvinnurek- endafélagsins um kjör verka- manna. Hækkar dagvinnukaup yfir sumarið úr kr. 1.35 upp í kr. 1.45. Dagvinnukaup yfir vetur- inn, úr kr. 1.25 upp í kr. 1.35. Sumartaxtinn gildir i 4 mánuði i stað 3 áður. Eftirvinna við almenna vinnu hækkar úr kr. 200 upp í kr. 2.15. Skipavinna úr kr. 1.50 upp í kr. 1.65 og eftirvinna við skip úr kr. 2.00 upp í kr. 2.25. Mánaðarkaup fyrir 1—2 mán. vinnu verður kr. 365 og fyrir 2—4 mán. vinnu kr. 355 og er það 30 kr. hækkun. Mánaðakaup fyrir 4 — 6 mán. vinnu hækkar um kr. 25. Beykiskaup bækkar úr kr. 1.60 upp í kr. 1.75 (dagvinna), en eftirvinna verður kr, 2.40 i stað kr. 2.20 áður. Eftirvinna i kolum verður kr. 2.50 og er það 50 aura hækkun. Vinna við laust salt, sement og losun bræðslusíldar er greidd eins og kolavinna, Aður trygðu atvinnurekendur »föstum« mönnum 6 vikna vinnu, en nú 625 kr. »þénustu« á 6 vikum. Veturinn er nú liðinn, ef vet- ur skyldi kalla. Dag eftir dag, viku eftir viku og jatnvel mán- uð eftir mánuð hafa verkamenn gengið atvinnulausir. >Máttar- stólpar« þjóðfélagsins, »athafna- mennirnir«, sem hafa sópað til sin fjármagni þjóðarinnar hafa ekki getað varið athaínaleysi sitt með því að ekkert hafi verið hægt að láta gera vegna fann- komu og frosta. Enda hefir sú »röksemd« þeirra aldrei verið annað en tylliástæða. I allan vetur og lengur hafa verkamenn beðið eftir marglof- uðum framkvæmdum i rafveitu- málinu. Svo virðist nú sem eitt- hvað sé að rofa til á þessu sviði. Eins og kunnugt er fór bæjar- stjóri utan 10. f. m. til þess að reyna að fá lán til virkjunarinn- ar. Fregnir herma að honum bafi nú tekist að fá tilboð um lán til virkjunarinnar og fram- kvæmd hennar. Hefir tilboðið verið sent Rafmagnseftirliti rikis- ins til umsagnar, og er von á umsögninni nú um helgina. Er tilboðið væntanlega svo aðgengi- legt að bæjarstjórn gangi að því, ekki sist þar sem ekki munu vera miklar Iikur til að bæjar- stjórnin hafi mikla sinnu á að fara aðrar leiðir til að reyna að ráða bót á öngþveiti bæjarmál- anna og bjarga bænum frá gjald- þroti. Verði tilboði hins erlenda fé- lags tekið, verður m.a. að leggja kapp á það að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst, virkjun- inni lokið á þessu ári og bæjar- menn látnir sitja fyrir vinnunni. Samfylking alþýðunnar um allt land, verður að takast 1. maí. Á fundi »Dagsbrúnar«, stærsta verklýðsfél. landsins.var S.f.m.sam- þykt einum rómi ályktun um sameiginlega kröfugöngu og sam- eiginleg hátiðahöld verklýðsflokk- anna og verklýðsfélaganna 1. mai og jafnframt var skorað á full- trúaráðið að beita sér fyrir sam- eiginlegum hátíðahöldum. Verkamannafélagið »í*róttur« á Siglufirði hefir einnig ákveðið að beita sér fyrir sameiginlegum há- tiðahöldum verklýðssamtakanna 1. maí. Má þvi telja fullvist að verkalýður þessara tveggja bæja gangi samfylktur um göturnar 1. mai. Alþýða Akureyrar verður að ganga sömu leið. Sundrung verkalýðsins er aðeins vatn á myllu þeirra, sem vilja eyðileggja verklýðssamtökin og önnur sam- tök alþýðunnar. Gai^ifiiæðaskóla Akmeyrar var slitið 16. þ. m. Luku S gagnfræða- prófi að þéssu sinni. 17 tóku próf upp í III, bekk en s6 upp i II. bekk.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.