Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 30.04.1938, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 30.04.1938, Qupperneq 1
XXI. árg. I Akureyri, laugardaginn 30. apríl 1938. J 24. tbl. Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. Fyrsti maí alþjóðlegnr baráffn- dagur verkalýðsins. I nærri hálfa öld hefir 1. naaí verið sameiginlegur hátíðis- og kröfugöngudagur verkalýðsins um heim allan. Sú ytri ástæða, sem í fyrstu olli því að verkalýðurinn ákvað þennan alþ|óðlega baráttudag, var þáverandi krafa heimsverkalýðs- ins m 8 stunda vinnudag. En þau eiginlegu rök slíkrar ákvörðunar eru þó fyrst og fremst undirstrikun þess skiln- ings, að verkalýðurinn um heim sllan eigi réttindi sin og hags- muni að sækja í hendur drottn- andi auðvalds — og að það verði ekki gert nema með viðtækum, einörðum og harðsnúnum sam- tökum verkalýðsins sjálfs. Þessvegna heldur 1. maí áfram að vera baráttudagur verkalýðs- ins um allan auðvaldsheiminn, þó krafan um 8 stunda vinnudag hafi víðast náð fram að ganga fyrir nokkru siðan. Þvi svo lengi sem auðvaldið drottnar, svo lengi eru hagsmunir verkalýðsins fyrir borð bornir - svo lengi er þörf samstiltrar og einarðrar baráttu alls verkalýðs. Hér á landi, þar sem verklýðs- félaga samtökin eru svo langt á eftir tímanum, að hin upphaflega krafa 1. mai-kröfugangnanna — átfa stunda vinnudagur — er enn ekki uppfylt, er hin mesta nauðsyn, að verkalýðurinn almennt tileinki sér 1. maí sem sinn eig- in baráttudag. Að verkalýðurinn þennan dag streymi óhikað út á götuna og augliti til auglitis .við stéttarandstæðing og auðvald, stilli kröfum um réttindi sín og frelsi í þjóðfélaginu — um »dag- legt brauð« og almenn þroska- skilyrði fyrir þá, sem með orku sinni skapa öll þau verðmæti, sem til þessa þarf. Og að verka- lýðurinn ekki aðeins stilli slikum kröfum þennan dag — heldur um leið ásetji sér, í fullri alvöru, að fylla samtök sin þeim krafti, sem býr í einingu fjöldans, og sem megnar að knýja fram virkilegar hagsbætur hins vinn- andi tólks — veitir þvi rétt sinn, frið og frelsi. Þessi nauðsyn er því meiri nú, sem tilraunir afturhaldsins til að svifta verkalýðinn þegar unn- um réttindum — verða æ á- kveðnari. 1. mai 1938 þarf islenski verkalýðurinn ekki aðeins, einu sinni enn, að stilla kröfunni um 8 stunda vinnudag—heldur éinnig að mótmœla kröftuglega vinnulöggjöfinni, sem afturhald- ið erað skapa sér sem eittþýð- ingarmesta tœkið til að hindra hagsmunabardttu verkalýðsins — þar á meðal baráttu fyrir 8 stunda vinnudeginum. (Framh. á 2. síðu). Vinnudeila. Deila stendur nú yfir milli stýrimanna og Eimskip og ríkis- skipa hinsvegar, út af launakjör- um o. fl. Er verkfall bafið á þeim skipum, sem komin eru til Rvíkur. Eru stýrimenn m. a. af- aróánægðir yfir frumv. Bergs Jónssonar, sem fer fram á, að kunnátturnönnum sé fækkað á skipum, til þess að draga úr ör- yggi sjómanna. 1. in a í i Reykfavík. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík gengst fyrir sameigin- legri kröfugöngu verklýðsfélag- anna, Kommúnistaflokksins og Alþýðuflokksins. Kommúnistafl. og Alþýðuflokkurinn höfðu sam- eiginlegan fund í gær til að und- irbúa 1. mai. Sagt er að hinir fylgislausu þingmenn Alþýðufl. ætli að ganga í halarófu kringum Hriflu-Jónas og sverja honum trúnaðareiða. heitir blað, sem kemur út í dag í Reykjavik. í það skrifa m. a.: H. K. Laxness, Jóhannes úr Kötl- um, Gunnar M. Magnússon, Arn- ór Sigurjónsson, Héðiiyi Valdi- marsson, Kristinn E. Andrésson, Einar Olgeirsson, Þuríður Frið- riksdóttir o. fl. Blaðið er gefið út at 1. maí- nefnd verklýðsfélaganna.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.