Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 07.05.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.05.1938, Blaðsíða 2
1 2 Laugardagskvöldið kl. 9: Rússneska kvefið. Sunnudagskvöldið kl. 9: Undir iáoooi tveggja pjóða. Sunnudaginn kl. 5: S|á göfnauglýsingar 1. maí hátíðahöldin (Framhald af 1. síðu). Bió og sóttu fundinn um 200 sálir. Vestmannaeyjar. f Vestmannaeyjum var sam- eiginleg kröfuganga og hátíðahöld verklýðsféiaganna og verklýðs- flokkanna. í kröfugöngunni tóku þátt um 600 manns. Á útifund- inum töluðu, m. a1: Pall Þor- bjarnarson og Jón Rafnsson. Um kvöldið var skemtun í Alþýðu- húsinu. Siglufjörðnr. Verklýðsfélögin og verklýðs- flokkarnir höfðu sameiginieg há- tiðahöld og kröfugöngu. I kröfu- göngunni tóku þátt á 3. hundrað m mns, Fjölmennur útifundur var haldinn á Skólabalanum. Fluttu þar ræður: Þóroddur Guðm. og Jón Jóhannsson. Um kvöldið var skemtum í Alþýðu- húsinu. Sauðárkrókur. Verklýðsflokkarnir og Fram- sóknarflokkurinn höfðu sameigiu- leg hátiðahöld. Var haldiun fjöi- mennur útifundur og siðan inni- skemtun, fyrir troðfullu húsi. A VERKAMAÐBRINN fundunum töluðu, m. a.: Friðrik Hansen, oddviti (Framsóknarmað- ui). Pétur Laxdal (kommúnisti) ogÁrni Hansen (Alþýðufl maður). ísafjerður, Verklýðsflokkarnir höfðu sam- eiginleg hátíðaböld. Vegna þess hve veður var slæmt fórst úti- fundurinn fyrir. Aftur á móti var fjölmenn inniskemtun. Sfokkseyrl. Verklýðsfélagið »Bjarmi« gekst fyrir innitundi og síðar kvöld- skemtun. Akranes. Verklýðsfélag Akraness efndi til skemtisamkomu. Borgarnes. Verklýðsfélag Borgarness gekst fyrir kvöldskemtun í samkomu- húsinu. M. a. ílutti Ásgeir Blön- dal ræðu. Uin 200 manus sóttu skemtunina. TF »Örn«, hin nýja flugvél Fluglélags Akureyrar, koin til bæjarins s.lt mánudag eftir 2 klst. og 15 mfn. flug frá Rvik. Flug- vélin er af amerískri gerð. Getur hún flutt 4 menn ank flugmanns. Fiugvélin er úlbúin með sjóskið- um en hægt er að breyta henni í landflugvél. Flugmaður er Agn- ar Kofoed-Hansen, flugmálaráðu- □autur ríkisstjórnarinnar. óðar en bæjarbúar urðu varir við komu flugvélarinnar safnaðist múgur og margmenni saman til að fagna komu hennar og flug- manninum. Hélt forseti bæjar- stjórnar ræðu i þessu tilefni, og flugmanninum var færður blóm- vöndur. Er það mjög þýðingarmikið spor, sem stigið hetir verið með kaupum og komu flugvélarinnar og er þess að vænta að flugsam- göngur innan lands haldist óslitnar uppi hér eftir. Hér með tilkynnist að maður- inn minn, taðir okkar og tengda- taðir, ulafur V. Arnason, andað- ist á heimili sinu Aðalstræti 4, þann 4 þ.m. Jarðarförin ákveðin mánud 9. þ.m. og hefst kl. I. Akureyri 5. maí 1938. Jóhanna Asgeirsdóttir, Halldór ó'afsson, Kristjana Ólafsdóttir, Einar Eiríksson. Skátafélagið »Fálkar« hefir ráð- ist í það — undir handleiðslu Jóns Norðfjörð, leikara — að setja ásvið tvo gamla og vinsæla gamanleiki: »BpakÖttínn< og »GrÍ8 lrakkann«. Var fruinsýning á þess- um leikjum, f Samkomuhúsiriu, s.l. fimtudagskvöld — við góða aðsókn og ágætar viðtökur leik- hússgesta. »Falkarnir« eru með þessarj starfsemi að afla sér íjár, til þess að geta komist á skátamótið, sem háð verður á Þingvöllum fyrri hluta júlímánaðar næstk En um leið gefa þeir bæjar- búum kost á að fá sér hressandi hiáturstund í leikhúsiou — og verður það án efa vel þegið, eftir þá deyfð, sem verið hefir i leik- starfsemi bæjarins i vetur. Hér skal ekki farið út í ad dæma meðferð leikendanna, hvers um sig, á hlutverkum slnum. En segja má, að fyrra stykkið, »#pa- kðlturinn<, hafi yfirleitt verið prýði- lega leikið. Enda er það stykki betur samið og meira að inni- haldi, en hitt, þó hvorutveggja séu gamanleikir. »>Gráj trakkinn« er frá höfundarins hendi fjörugt stykki, en heldur sundurlaust að byggingu. Meðferð þess var heldur ekki eins góð og á »Apakettinum« — enda fleiri viðvaningar, sem þar léku. — Fé var leiknum ágætlega tekið, enda var hann allvel borinn uppi af Jóni Norðfjörð, sem lék aðal- hlutverkið. r*að er sjálfsagt fyrir þá, sem hafa ráð á, að sækja þessar leik- sýningar »Fálkanna«. — Feir munu áreiðanlega skemta sér vel.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.