Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 07.05.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.05.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 7. maí 1938. 25 tbl. Ossietzky dáinn. 1. maí hátíðahöldin. Kröfuganga verklýðsfélaganna og verk- lýðsflokkanna í Reykfavík íar fafn glœsileg og grafarganga klofningsniannanna var hryggileg. Aknreyri: 1. mai hatíðahöldin hófust hér é Akureyri með f|ölmennum úti- fnndi við Verklýðshúsið. Fluttu þar ræður: Sigþór Jóhannsson, Tryggvi Helgason og Steingrimur Aðalsteinsson. Að loknum fund- inum var farið í kröfugöngu. Var gengið niður Strandgötu, út Hriseyjargötu, upp Eiðsvalla- götu, suður Norðurgötu, upp Gránufélagsgötu, upp Oddeyrar- götu, niður Kaupvangsstræti, út Hafnarstræti og staðnæmst við Nýja-Bió og hófst þar þá inni- skemtun. Karlakór Akureyrar og kvennakórið »Harpa«, sungu nokkur lög, Elísabet Eiriksdóttir flutti ræðu, Ungherjar skemtu, og að lokum var sýnd kvik- myndin »Madrid í björtu báli«r. Var skemtunin i Nýja-Bió ágæt- lega sótt. 1 kröfugöngunni tóku þátt á 3 hundrað manns. Merki ▼oru seld um daginn til ágóda fyrir spönsk börn. Um kvöldið ▼ar dansskemtun í Verklýðshús- inu. Verklýðsfélag Akureyrar hafði innisamkomu i Samkomuhúsinu nm kvöldið og merkjasölu um daginn til ágóða fyrir björgunar- skútu. Sá hinsvegar enga ástæðu til að gera kröfur til valdhafanna um atvinnu eða annað. lteykjavík. Hátíðahöld alþýðusamtakanna i Reykjavik hófust með barna- skemtun í Nýja-Bíó kl. 10 um morguninn. K1 2 hófst útifundur á Lækjar- torgi og Lækjargötu. Fluttu þar ræður Sigfús Sigurbjartarson og Halldór Kiljan Laxness. Að lokn- um fundinum hólst kröfuganga ura borgina. Gekk lúðasveitin »Svanur« í broddi fylkingar. Var það sú fjölmennasta kröfuganga, sem enn hefir sést í Reykjavik og voru þátttakendur á 3. þús- und. Að lokinni kröfugöngunni hófst útifundur á Austurvelli. Fluttu þar ræður: Héðinn Vald., Brynjólfur Bjarnason, Friðleifur Friðriksson, Jón Guðlaugsson, Björn Bjarnason, Petra Péturs- dóttir, Jón Magnússon og Einar Olgeirsson. Var útifundurinn á Austurvelli geysilega fjölmennur. Síðar um daginn voru svo skemt- anir í Nýja-Bió og K. R-húsinu. Klofningsmennirnir, — eða öðru nafni »beinaverksmiðjan«, — efndu til »hópgöngu« í kirkju- garðinn. Er taiið að ca. 250 hræður hafi gengið til grafarinnar. Seinna um daginn boðaði »beina- verksmiðjan« til fundar i Gamla- (Framh. á 2. síðu). Carl von Ossielzky, hinn heims- kunni rithöfúndur, er dáinn. Naz- istarnir í Pýskalandi fangelsuðu hann strax eftir að þeir brutust til valda og hefir hann verið i varðhaldi og undir strangri gæslu siðan. Ossietzky hlaut friðarverð- laun Nobels 1935. Aðbúnaðurinn og meðferð í fangaklefum naz- istanna hafði að lokum þær af- leiðingar að lifskraftar Ossielzkys þrutu algerlega. samþykti einum rómi á fundi sinum .24. f. m. mótmæli gegn vinnulöggjöt og gerðardómslög- unum frá í vetur, i sjómanna- deilunni. Hafa þá 6 verklýðsfé- lögin hér á Akureyri mótmælt vinnulöggjöfinni en 1 (Verklýðs- fél. Ak.) tjáð sig fylgjnndi henni. STEINN STEINSEN, bæjarstjóri, er kominn heim úr för sinni til útlands. U. M. F. A. heldur dansteik annað kvöld f Skjald- borg. Haraldur spilar. I. H. Krestanoff professorf espcr- anto er væntanlegur hingað til bæjarins með »Esju«. Blandaða kórið, undir stjórn hr. Roberts Abrahams, heldur satnsöng i morgun f Nýja B'ó kl. 3 e. h. Aðgöngu- miðar kosta aOelm 1 krónn. Þart ekki að eta að húsfyllir verður, þvf kórið hefir ekkert að bjóða nema hið besta, bæði hvað viðfangsefni, meðterð og stjórn snertir. Er það mikill fengur fyrir mcnn-ngarlif Akureyrarbúa að fá aðnjóta hinna ágattu hæfileika hr. Roberts Abrahams.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.