Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 14.05.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 14.05.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 14. maí 1938. 26 tbl. Rafveitumálið. óhætt er að fullyrða að aðalá- hugamálbæjarbúaogaðalumræðu- efnið um þessar mundir, er raf- veitubyggingarmálið. Þegar menn hittast á götu er algengt að heyra i þéssar spurningar: Hvað liður rafveitumálinu? Hefirðu nokkuð frétt af þvi? Heldurðu að það verði byggt í sumar? Sérstaklega eru það þó verkamenn, sem eru búnir að ganga atvinnulausir mánuðum saman, er spyrja hvorn Á næsta ári telur her Kínverja IO miljónir manna. 1 viðtali, sem kínverski biskup- inn Paul Yu-Ping frá Nanking og dr. Sun Fo, sonur Sun Yat Sen, áttu um miðjan s.l. mánuð við blaðamenn i Loudon, skýrðu þeir frá þvi m. a. að ca. 8,500,000 kinverskir hermenn væru nú nær því fullæfðir í ýmsum héruðum Kína. Kinverjar hafi nú 2—3 miljónir hermanna, en á næsta ári muni þeir hafa 10 miljón manna her á vigstöðvunum. Af ca. 1 miljón manna her, sem Japanir hafa sent til Kina hafi ca. 300,000 særst eða fallið, og séu því að- eins um 600,000 japanskir her- menn i Kina. Kína mun sigra — segir dr. Sun Fo — Kinverjar berjast sem hetjur, sem píslar- vottar, sem striðsmenn fullir af eldmóði. — Kínverjar munu ekki byrja á friðarsamningum fyr en Japan hefir flutt alla japanska hermenn burtu úr kínverskum héruðum. — Biskupinn skýrði ennfremur frá því að verið væri að leggja veg sem tengir Birma við Transsibiriujárnbrautina, og verður þessi nýja samgönguleið vigð i þessum mánuði. Verður þjóðvegur lagður frá Birma til Sjengtu í Setsjuan (Szecbwan)- fylki. Járnbraut frá Sjentu til Lan-chow i Kansi-fylki og þjóð- vegur frá Lansjovfu til Alma-Ata (í Sovétlýðveldunum), sem er við Transsibiriujárnbrautina. — Þegar þessari vegalagningu er Iokið, verður ókleift fyrir Japani að ætla sér að einangra Kina, þvi þegar þessar samgönguleiðir eru fullgerðar, hefir Kina aðstöðu til þess að afla sér hernaðartækja frá útlöndum, og á meðan það er hægt getur Japan aldrei unnið Kina. annan og aðra, hvernig gangi með undirbúning rafvirkjunar- innar — þeir eru — og það myndu flestir verða i þeirra spor- um — orðnir langeygðir eftir verklegum framkvæmdum í mál- inu. En hversu langt er þá komið undirbúningi rafveitnbyggingar- innar við J^axá? I-án til virkjunarinnar er fáan- legt hjá Handelsbanken og dönsk- um firmum. Hin væntanlega lánsupphæð nemur 2 milj. króna. Lánstimi 25 ár. Engar afborg- anir 3 fyrstu árin. Raunverulegir vextir ca. 5V4%. Lánveitendur gera ráð fyrir að nota % láns- upphæðarinnar af fé, er Danir eiga hér innifrosið. Ríkisábyrgð og 1. veðréttur í rafveitunni er sett sem skilyrði fyrir láninu. í sambandi við lánstilboðið hafa ýms dönsk tlrma gert tilboð um vélar, efni og byggingu rafveit- unnar að miklu leyti. Samkvæmt tilboðum dönsku firmanna yrði virkjunin nokkru dýrari en gert var ráð fyrir í á- ætlununum. En með þvi að draga nokkurn hluta út úr til- boðunum og láta bæinn fram- kvæma þann hluta er hægt að draga verulega úr þeim mismun. Einnig er hægt á annan hátt að minka mismuninn, eða allsniður í ca. 6°/0. Þegar þess er gætt að áætlanir íslenskra verkfræðinga hafa iðulega farið töluvert fram úr áætlun, jafnvel alt að því 50%, þá virðist, þegar ennfremur er tekið tillit til hinnar brýnu þarfar á nýrri raforkustöð og at- vinnu í sambandi við hana — og engin tilboð hafa enn fengist hetri — þrátt fyrir mikla og

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.