Verkamaðurinn

Eksemplar

Verkamaðurinn - 21.05.1938, Side 3

Verkamaðurinn - 21.05.1938, Side 3
3 VERKAMAÐURIN Vinniiíatnaiiiryí'isiiíiBrar^Lu: að söguleg .straumhvörf séu í vasndum í enskum stiórnmálum* Er þess að vænta að »Dagur« og önnur íslensk blöð, sem telja sig bera hugsjónir samvinnustefn- unnar fyrir brjósti, skýri lesend- um sínum frá þessari stórmerku ályktun enskra samvinnumanna, sem stingur svo mjög i stúf við skrif Framsóknarblaðanna og hinna óstjórnlegu tilrauna Hriflu- mannsins til að mynda stjórn með Breiðfylkingunni. Skirrist t.d. »Dagur«, sem hefir þó verið ólatur við að þýða úr enskum blöðum, enn við að skýra frá þessum ákvörðunum enskra samvinnumanna, verður þögn hans ekki skilin á annan veg en þann, að það sé eitthvað annað en samvinnuhugsjónin og verndun iýðræðisins, sem hann ber fyrir brjósti. Við sjáum hvað setur. Hvenær Ihtu hægri menn AlþýHuflwkksílns; ? Á siðasta bæjarstjórnarfundi fór fram kosning á aðalmanni og varamanni í Mjólkursölunefnd. Kaus Framsókn Sig. E. Hiíðar með íhaldinu, sem aðalmann, en gekk fram hjá Erl. Friðj., baejar- fulltrúa þess ílokks, sem hefír gert málefnasamning við Fram- sókn. Er þetta eitt dæmið enn um það, hvernig afturhaldið í Framsókn notar hægri menn Alþýðufl. og sparkar svo í þá, er því þóknast. „fslenzkur aðall“, hin nýja hók Þórbergs Þórðarsonar kom út í gær. Bókin kemur hingað með fyrstu ferðum. Félagar í »Mál og menning* fá hana með afslætti. Næturvörður er í Stjömu Apóteki þessa viku. (Frá n.k. mánudegi er næt- urvörður í Akureyrar Apóteki). Rafveitu- málið. Á fundi bæjarstjórnarinnar s.l. laugardag voru samþyktar þær tillögur rafmagnsstjórnar og fjár- hagsnefndar, er skýrt var frá í siðasta tölublaði. í nefndina, er kosin var til að fara til Reykja- víkur, 'ásamt bæjarstjóra til að ganga frá rafveitumálunum við rikisstjórnina, voru kjörnir: Stein- grímur Aðalsteinsson, Jónas Þór og Indriði Helgason. Fór netndin ásamt bæjarstjóra áleiðis til Reykjavíkur s. 1. mánudag. Er þess að vænta að för þessara fulltrúa verði giftudrjúg, því fram- tíð Akureyrar næstu ár veltur nú að miklu leyti á því, hvernig af- staða rikisstjórnarinnar verður til aðaláhugamáis höfuðstaðar Norð- urlands um þessar mundir. Væri algerlega óverjandi að neita um ríkisábyrgð fyrir láninu til raf- veitunnar, eins og ástandið er hér á Akureyri. 20 ára aímæli Siglufjarðarkaupstaðar Siglufjarðarkaupstaður átti 20 ára afmæli í gær og 12 ár voru þá liðin síðan bann öðlaðist verslunarréttindi. í tilefni af þessu efndi bæjar- stjórn Sigluíjarðar til hátíðahalda. Fluttu þar m.a. ræður: Bæjar- fógeti, Þóroddur Guðm. og Erl. Þorsteinsson. Hélt bæjarstjórnin 500. fund sinn i gær og sam- þykti þar m.a. að beita sér fyrir stofnun útgerðarfélags og veita til þess 10 þús. krónum. Umiæli K. K. Laxness um skrif borgarablaðanna um Tíðindamaður æskulýðsblaðs- ins átti tal við Halldór Kiljan Laxness skömmu eftir að hann kom heim eftir dvöl sina í Sovét- lýðveldunum. M. a. lagði tiðindaniaðurinn eftirfarandi spurningar fyrir Lax- ness. Hvað segir þú uni skrif blaðanna hér um rétf- arhðldin i Moskva? Svar Halldórs Kiljans var svo- hljóðandi: »Eg he!i ekki lesið hvað stað- ið hefir í dagblöðunum hér um réttarhöldin, í Moskva, en eg las að jafnaði Norðurlandablöð um réttarhöldin, meðan eg var eystra. Það var undantekning, ef rétt var skýrt frá nokkru atriði, er réttarhöldin snerti. Eitt stærsta og þekktasta blað Norðurlanda hafði á hverjum degi 5—10 dálka »símskeyti« um réttarhöldin, en það kom hér um bil aldrei fyrír, að i öllum þessnm >simskeytum« fyndist satt orð. »Skeytin« báru það eitt með sér, að maðurinn, sem skrifaði þau (en. þau voru dagsett í Varsjá í Póllandi), hefir aldrei til Rússlands komið, og allra síst meðan á réttarhöldun- um stóð, 1 jafn hlutlægu atriði eins og lýsingunni á salnum, þar sem réttarhöldin fóru fram, stóð ekkert orð rétt hermt, sá salur, sem blaðið lýsti, var skrifaður úr frjálsu ímyndunarafli sim- skeytamannsins. menn geta fai - ið nærri um þau atriði, sem skiftn meira máli! Yfirleitt hefir aldrei, siðan um byltingu, verið háð jafn hatramt og hoiffn^Vgt

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.