Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Page 1

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Page 1
XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 25. júní 1938. 32. tbl. Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. Állsherjaratkvæðagreiðslan i Dagsbrún. Fyrir hálfum mánuði siðan fór fram allsberjaratkvæöagreiðsla i verkamannafélaginu »Dagsbrún«, um nokkrar breytingar á lögum félagsins og um það hvort hægri fulltrúar félagsins og aðrir trún- aðarmenn þess skyldu svittir umboði, ef þeir neituðu að hlýða samþyktum félagsins. Lagabreytingarnar, sem greitt var atkvæði um voru aðallega á þessa leið: 1. Auk #núverandi trúnaðar- mannaráðs verði myndað annað minna, sem skipað sé 4 félags- mönnum ásamt stjórninni. Þessi breyting sé nauðsynleg vegna vinnulöggjafarinnar, sem sviftir félagsstjórn réttindum til að á- kveða vinuustöðvanir. 2. Fundur, sem 300 Dagsbrún- armenn sækja sé ályktunarfær. 3. Sérstök kjörstjórn í Dags- brún úrskurði kosningu í stað Alþýðusambandsstjórnarinnar. 4. Trúnaðarmönnum og full- trúum félagsins skal skylt að hlýða lögum þess og samþyktum. Atkvæðagreiðslan fór á þá leið að 647 greiddu atkvæði gegn lagabreytingunum en 619 með, 17 seðlar voru auðir og 15 ó- gildir. Tillagan um umboðssvift- inguna var feld með 639 atkv. gegn 594, 48 seðlar voru auðir og 14 ógildir. Um 1300 manns tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og er það meiri þátttaka en nokkru sinni áður í Dagsbrún. »Skjald- borgin« neytti allra bragða til þess að fella tillögurnar, gaf meira að segja úl falsbréf, þar sem sagt var að atkvæðagreiðsl- an væri m. a. um það, hvort hækka skyldi félagsgjöldin í Dagsbrún úr 16 kr. upp í t. d. 41 kr. hjá verkamanni, sem hefði 2500 kr. árstekjur. En »sigur« »Skjaldborgarinnar« var þó fyrst og fremst fólginn í dyggilegum stuðningi Ihaldsflokksins og aft- urhaldsins i Framsókn. Einn af þektustu kosningasmölum Ihalds- flokksins í Reykjavík, Jakob Sigurðsson, bílstjóri, var nú á þönum fyrir Jón Axel og Co. Ríkisskrifstofur voru notaðar sem kosningaskrifstofur »Skjald- borgarinnar«, fastir starfsmenn tryggingastofnana á endalausu spani um bæinn. Á þennan hátt tókst »Skjaldborginni« að merja það í gegn að tillögurnar voru feldar, með atkvæðum kaup- manna úr fhaldsflokknum og annara þeirra, sem aldrei sækja fundi í Dagsbrún eða vinna að málum félagsins. Áhugaleysingj- arnir og andstæðingar verklýðs- samtakanna voru látnir ráða úr- slitum í stærsta verkamannafé- lagi landsins. Eftir að þessi »glæsilegi sigur« var unninn, hafa (Framh. á 2. síðu). fyrir 1650 þús. kr. láni erlendis til rafveitunnar. Á aukafundi bæjarstjórnarinnar í morgun var tilkynt að ríkisá- byrgð hefði verið veitt fyrir 1650 þús. kr. láni í erlendri mynt til byggingar rafveitunnar við Laxá. En þar sem ríkisábyrgð er ófáan- (Framh. á 4. síðu). Strikumlandráða- mennioaiít. Eins og grein 1 blaðinu i dag frá formönnum tveggja iþrótta- félaga í bænum, ber með sér, þá hefir undirbúningur hátíðahald- anna 17, júnf verið með þeim hætti, að algjörlega er ósamrým- anlegt og ósamboðið rninningu Jóns Sigurðssonar og hinni göf- ugu iþróttastartsemi. En auk hins ódrengilega undirbúnings var framkvæmd hátíðahaldanna 17. júní á þann veg að sumu leyti, að svartur bletlur var settur á minningu hins glæsilega foringja þjóðarinnar. Maður, sem daglega les aðal málgagn Hillersstjórnar- innar, stjórnarinnar, sem braut á bak aftur nú nýskeð sjálfstæði einnar smáþjóðar, og skipuleggur morð barna og kvenna á Spáni, — þessi aðdáandi einræðis- og ofbeldisstjórnarinnar, er fenginn til þess að mæla fyrir minni sjálfstæðisbetju smáþjóðar, minn- ingu drengskaparmannsins Jóns Sigurðssonar. Það er alkunna að (Framh. á 2. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.