Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Frá Usbekistan. Brunabótafélag Islands Aðalskrifstofa Hverfisgata 10, Reykjavílr. Umboðsmenn f öllum hreppum, kauptúnum og kaupstöðum Lansaffárváfryggingar (nema verzlunarvðrur) hvergi hagkvæmarif Bezt er að vátryggja laust og fast á sama staðf Upplýslngar og cyðublðð á aðalskrifstofu og hjá umboðsmðnnum. Hinn 24. júni s.l. fóru fram almennar kosningar til sðstaráðsins I Usbekistan — einu af ráðstjórnar- ríkjunum i hinni fjarlægu og ▼íðlendu Mið-Asiu. Á timum rússneska keisara- ▼eldisins var Usbekistan þraut- pínd nýlenda keisaravaldsins. Embættismenn keisarans héldu fólkinu i hinni mestu eymd og niðurlægingu, og til þess að reyna að leiða athygli þess frá hinni raunverulega uppsprettu eymdar- innar öttu þeir ávalt saman til ófriðar hinum ýmsu landshlut- um og þjóðernum Mið-Asíu. Fólkið lærði þó smátt og smátt að þekkja böðla sína, og hvað ettir annað gerðu hinir hraustu þjóðflokkar uppreisnir gegn kúg- urum sinum. En allar þessar tilraunir til að afla sér frelsis ▼oru á grimdarfullan hátt barðar niður með eldi og sverði keisara- valdsins. Það var tyrst nóvemberbyltingin í Rússlandi, 1917, sem létti ok- inu, einnig af íbúum Mið-Asiu. Fúsundum saman risu þeir — undir forustu kommúnistanna — til vopnaðrar baráttu gegn land- aðlinum og borgarastéttinni Með bjálp Rauða-hersins ráku Mið- Asiuþjóðirnar af höndum sér hinn enska innrásarher, rússnesku h»ít- iiflana og innlendu gagnbyltingarherina. Árið 1924 var stofnsett Ráfl- stjórnarlýðveldið Usbekistan. Eins og í öðrum hlutum Raðstjórnarríkj- anna reis þar bratt upp nýtísku stóriðnaður. Síðan hefir t. d. framleiðsla raforku vaxið svo, að nú er hún 26 SÍnnum meiri en fyr- ir heimsstyrjöldina. Farið var að hagnýta hin geysi- legu náttúruauðæfi. í tyrra var nafte-framleiðsla lýðveldisins 302.- 000 tonn — þ.e. 23.3 linnum meira en árið 1913. — Bómullarhreins- unar-iðnaðurinn hefir nærri 20 faldast á timabili Ráðstjórnarinn- ar. — Karaknlskinnin þaðan eru heimsfræg að i;aeðum — Apri- cosurnar fra Fergansk eru betri en bestu tegundir annaia landa, og usbekistisku vínþrúgurnar og ýmsir ávextir þaðan eru mjög eftirsóttar vöiur Aðal framleiðsla lýðveldi.sins er þo bómull — enda framleiðir það ö5°/o af allri þeirri bómull, sem unnin er í Sovét- lýðvelda-sanibandinu. — 97,5 % landbúnaðarins er þegar í sam- yrkjubúum, sem rekin eru með nýtísku landbúnaðarvélum. A ökrunum, sem öldum saman höfðu verið unnir með hinum frumstæð- ustu áhöldum, vinna í dag 21.000 dráttarvélar, 1500 fjölerði („Com- bines“) og fjöldi annara landbún- aðarvéla. Fólkið í Usbekistan lifir hamingjusömu lífi, sem veitir því fullnægingu heilbrigðra þarfa sinna. Áður var þjóðin í Usbekistan, sem heild, algerlega ólæs og óskrifandi. í dag gengur næstum ein miljón barna í fjölda barna- og alþýðuskóla, sem komið hefir verið á fót. í lýðveldinu eru nú 32 háskólar með 16.000 stúdent- um. Á síðasta ári var 574 milj. rúblna varið til kenslumálanna. — 70 leikhus, yfir þúsund ýmiskonar klúbbar, 1290 bókasöfn og hundr- uð kvikmyndáhúsa nægja ekki til að uppfylla kröfur fólksins til skemtana og menningar. Nú gengur þessi þjóð, sem fyrir aðeins 20 árum var meðal hinna kúguðustu af þeim kúguðu — til almennra kosninga á æðstu stjórn síns sjálfstæða lýðveldis. Og í fullu samræmi við þá REYNSLU, Gúmmískðr ágætir. Akureyrsk fram- leiðsla Fást í Pöntunar/élagirw. Síldarslúlkur, 10—15, vantar mig til Ingólfsfjarðar. 8 júli 1938. Sigfús Baldvinsson. sem hún hefir öðlast, jafnt í bar- áttunni fyrir frelsi sínu, 9em í hinni stórfeldu uppbyggingu lands síns og skynsamlegri hagnýtingu náttúruauðæfa þess — gengur hún til kosninganna undir merki sam- fylkingar hins kommúnistiska for- ystuliðs og óflokksbundinna af- reksmanna í uppbyggingu lands síns. — Ásamt fulltrúum Sovét- lýðveldasambandsins — hinum þrautreyndu foringjum kommún- istaflokksins og Ráðstjómarinnar — kýs þjóðin sína bestu syná og dætur í æðsta-ráð lands síns. Usbekistiska þjóðin felur örugg hamingju lands síns á hendur Kommúnistaflokki Sovétlýðveld- anna, og hinum mikla foringja hans: STALIN. ________(Heimild: Nordpress). Ábyrgðarmaður: Þóroddur Guðmundsson Prentverk Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.