Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.07.1938, Blaðsíða 1
XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 9. júlí 1938. 34. tbl. Vinna er Iiafin á Eins og Akureyrarbúum mun vera kunnugt, hafa staðið yfir samningar um lán í Danmörku til rafveitubyggingar fyrir Akureyri og nágrenni, hefir orðið allmikill dráttur á því að frá þeim samn- ingum væri gengið vegna tregðu fjármálaráðherra að veita ríkis- ábyrgð fyrir láninu. Nú hefir ráðherrann' veitt ríkis- ábyrgð fyrir 1.700.000.00 króna láni og bæjarstjóri Akureyrar undirskrifað lánssamninga fyrir sömu upphæð.* Jafnframt hefir bæjarstjóri — í samráði við trún- aðarmann ríkisins, raffræðing Ja- kob Gíslason — gert samning um framkvæmd nokkurs hluta verks- ins, við firmað Höjgaard & Schuls. Akureyrarbær þarf að sjá verk- tökum fyrir bústöðum á virkjun- arstaðnum — fyrir ca. 50 verka- menn, og nauðsynlegum vegum vegna virkjunarinnar. í tilefni þessa fór rafveitunefnd austur að Laxá 5. þ. m. til að at- huga um hvað gera þyrfti og fá leyfi landeiganda til að reisa um- ræddar byggingar til bráðabyrgða og varanleg íbúðarhús fyrir stöðv- arstjóra og vélaverði, ennfremur leita eftir að fá nokkurt land til ræktunar, svo starfsmenn rafveit- unnar, sem koma til með að búa þar austur frá, geti haft nokkra garð- og grasrækt sér til gagns og * Útvarpsfregn i gærkveldi hermir, að lánsupphæðin sé 2 millj. kr. virkjunarstaðnum. skemtunar. Þann 8. þ. m. voru svo verkamenn sendir austur til að hefja þessi tmdirbúningsstörf. Bæjarstjóri mun leggja á stað heimleiðis frá Danmörku í dag og með honum eru væntanlegir menn frá „Höjgaard & Schuls til að standa fyrir byggingu véla- hússins og öðru því, sem gert Um miðjan s.l. mánuð var 13. þing Ungmennasambands Is- lands haldið í Þrastalundi. Ping þetta gerði ýmsar ályktanir um æskulýðs- og menningarmál. M.a. samþykti það áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að lata fara fram þjóðaratkvæði um áfengis- málin í sambandi við næstu al- þingiskosningar. Þingið ræddi einnig mikið um iþrótlamál og var m.a. samþykt að efna til alls- herjar iþróttamóts ungmennafé- laganna, á Akureyri árið 1940, í tilefni af 40 ára atmæli U M F- hreyfingarinnar bér. Þá samþykti þingið ályktun um friðarmálin og kaus fulltrúa til að vinna að þeim málum með friðarfélagiriu, en eins og kunnugt er gekk Ungmennafélagssam- bandið sem heild i það félag. Aðalsteinn Sigmundsson, hinn kann að verða í sumar. Búast þeir við að taka ca. 30 menn í vinnu fljótlega. Rafveitunefnd leggur til að íbúðarhús fyrir stöðvarstjóra verði bygt hið fyrsta, og verður þá vinna þar austur frá fyrir 40— 50 menn, og bætir það úr atvinnu- leysinu, þótt margir muni samt verða eftir atvinnulitlir hér í bæn- um. Gert er ráð fyrir, að rafstöðin verði tekin til starfa í okt. 1939. Nánar verður upplýst um mál- ið, þegar bæjarstjóri kemur heim og skýrir frá samningunum. vinsæli æskulýðsleiðtogi lét af störfum sem forseti sambandsins á þessu þingi. Hefir hann um margra ára skeið verið lifið og sálin i starfi ungmennafélaganna. 1 hans stað var kosinn forseti Eirikur J Eiríksson, prestur, hinn mætasti maður, frjálslyndur og víðsýnn. Þetta þing, fjölmennasta og elsta æskulýðssambandsins á ís- Jandi, sýndi það greinilega að Ungmennafélögin eru í öflugri sókn, eru að vinna sig upp úr því deyfðarástandi, sem þau voru í um nokkurra ára bil eltir að áhuginn fyrir aðalmáli þeirra, sjálfstæðismálinu, tók að dofna. Umf. hafa nú skilið að sjálfstæð- ismálið er ekki til lykta leitt og að fjöldi óleystra verkefna biða úrlausnar fyrir athafnamikið (Framh. á 2. síðu). Þreltánda þing Ungmennasambands íslands.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.