Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 27.08.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.08.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 27. ágúst 1938. 41. tbl. Sjálfvirk löndunartæki i ríkisverksmiðjurnar er einróma krafa sjómanna. Á sjómannadaginn í vor lét at- vinnumálaráðherrann, Skúli Guð- mundsson, svo ummælt í ræðu, sem hann flutti við þetta tæki- færi, að „hann vildi alt gera fyrir sjómennina“. Þeir sjómenn, sem verið hafa á síldveiðum í sumar, virðist þessi fallegu orð atvinnu- málaráðherrans stangast ónota- lega á við þá staðreynd að sjálf- Adrk löndunartæki vantar í ríkis- verksmiðjurnar á Siglufirði. Vegna þessa ástands þurfa sjó- menn að þræla í ca. 14 klst. við að losa 950—1000 mál síldar í ríkis- verksmiðjunum í stað þess að þeir eru aðeins 3—3V2 tíma við að losa jafn mikið af síld í Hjalteyrar- verksmiðjuna. Auk þessa óþarfa þrældóms við losun síldar í ríkisverksmiðjurnar og auk þeirrar hættu, sem þessi vinnubrögð þar hafa í för með sér fyrir sjómenn, tapa bæði sjómenn og útgerðarmenn geysimiklu fé, sökum þess hve losunin tekur langan tíma í ríkisverksmiðjunum. En þó ekkert tillit væri tekið til hagsmuna sjómanna og útgerðar- manna í þessu efni, þá verður því ekki mótmælt með rökum, að rík- ið bíður stórtjón af því, að ekki eru sjálfvirk löndunartæki í ríkis- verksmiðjunum. Nú í sumar hafa mörg skip hætt viðskiftum við ríkisverksmiðjurnar og farið til Hjalteyrar og meðal sjómanna er svo almenn óánægja yfir því að verksmiðjur ríkisins skuli ekki hafa sjálfvirk löndunartæki, að stórhætta er á því að ennþá fleiri skip hætti viðskiftum við ríkis- verksmiðjurnar næsta sumar, ef ekki verður þá búið að bæta úr þessu ófremdarástandi. Atvinumálaráðherrann hefir því augsýnilega — þó ekki sé fleira rætt að þessu sinni — fullkomna möguleika á að sýna það í verk- inu að hann vilji „alt gera fyrir sjómennina“. Verður nú reynslan að skera úr því hvort hann hefir meint eitthvað með þessum orð- um sínum á sjómannadaginn og hvort hann telur sér sæma að hafa ástandið í ríkisverksmiðjimum þannig, að ríkið bíði stórtjón af. HæjvsljánrtiBiiiqaniv iHlit 11. sept. n.k. eiga að fara fram bæjarstjórnarkosningar á Norð- firði, sökum þess að bæjarstjórn var rofin í sumar. Fjórir listar hafa komið fram, þar á meðal einn listi, sem kommúnistar, sam- einingarmenn Alþýðuflokksins og utan flokka menn standa að. 10 efstu sæti þessa sameiginlega lista eru þannig skipuð: Lúðvík Jós- efsson (K), Alfons Pálmason (A), Bjarni Þórðarson (K), Sigdór Brekkan (A), Jóhannes Stefáns- son (K), Vigfús Guttormsson (U), Hörmulegt bílslys. Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur hennar drukna í Tungufljóti. Um hádegi s 1. laugardag vildi það hörmulega slys til að bill, með 5 manns i, ók út at vegin- um á beygju við Tungufljótsbrú og rann ofan ca. 13 metra háa brekku ofan í fljótið og á kaf. I bilnum voru auk bílstjórans, Arnolds Pedersen, Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol., kona bans, Guðrún Lárusdóttir alþingism. og 2 dætur þeirra hjóna, Guðrún Valgerður og Sigrún Kirstín. Bíl- stjóranum og Sigurbirni tókst að komast úr bilnum. Bílstjórinn var syntur og tókst eftir mikla Sveinn Magnússon (K), Jón Sig- urðsson (A), Páll Sigurðsson (A) og Björn Ingvarsson (U). Við bæjarstjórnarkosningarnar í vetur vann hinn sameinaði listi Alþýðufl. og Kommúnistafl. glæsi- legan sigur og fékk 6 sæti af 9. í stað þess að halda samninga þá, sem verklýðsflokkarnir gerðu þá með sér, brutu „Skjaldborgar- menn“ samningana. Stuðningsmenn sameiginlega listans gera sér góðar vonir um að fá 5 fulltrúa kjöma og vinna þar með meirihluta bæjarstjórnarinn- ar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.