Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 27.08.1938, Síða 3

Verkamaðurinn - 27.08.1938, Síða 3
VERKAMAÐURINN ist nægilega vel« gegn andfasis- tísku uppreisninni í november 1935, sem var skipulögð af hinu þjóðlega frelsisbandalagi. í utanrikismálum virtist Vargas vera að átta sig og hefir nálgast meit og meir Bandarikin sam- tímis því sem hann hefir skotið skollaeyrum við mótmælum þýsku stjórnarinnar gegn því að nazistanjósnararnir, og umboðs- menn nazismans fengju ekki að starfa óhindraðir í Brasiliu. Vargas hefir skipað sendiherra Brasilíu í Bandarikjunum, Os- valdo Aranha, utanríkismálaráð- herra. Hinn nýi ráðherra hefir lýst því yfir að »þjóðin verði að ráða pólitik stjórnarinnar,« og hann lofaði jafnvel að »leiðrétta þá kafla í stjórnarskránni frá 10. november, sem eru ósam- rýmanlegir lýðræðinu.a (New York Times 14. mars 1938.) Hannhefirjafnvel haldið ræðu.þar sem hann tók afstöðu með Roose- velt í mótmælum hans og ádeilu á hin fasistísku árásarríki. Hin á- hrifaríku borgaralegu blöð, svo sem Jornal do Commercio í Rio de Janeiro, hafa hiklaust tjáð sig fylgjandi stefnu hins nýja ut- anríkismálaráðherra. Samsæri integalistanna og nazistanna í mars 1938 var af- hjúpað í tæka tið og stjórnar- byltingartilraunin í maí var tafar- laust barin niður með stuðningi hersins og alþýðunnar. En þrátt fyrir það að Vargas-stjórnin hafi vegna þessarar uppreistartilraun- ar gert nýjar ráðstafanir til að halda fasistunum i skefjum, og að fasisminn hafi beðið ósigur er hann þó enn ekki gjörsigrað- ur. Fasistahættan er mikil enn í Brasilíu, einkanlega í ríkjunum Sta. Catherina, Parana, Sao Pauolo og Rio Grande do Sul. Til þess að gjörsigra fasismann f Brasilíu verður enn um stund að heyja harðvituga baráttu gegn honum. Afstaða þýsku blaðanna til Vargas-stjórnarinnar 10. nov, s. 1. og nú, er allgóður mælikvarði á breytinguna í Brasilíu. 1 júlí 1937 taldi Völkischer Beobachter (aðalmálgagn Hitlers) Vargas- stjórnina »bestu stjórn, sem nokk- ru sinni hefði verið í Brasilíu«< í november 1937 lofuðu þýsku og itölsku blöðin Vargas á hvert reipi. En nú, eftir hina mishepn- uðu fasistauppreist, segir t. d. Berliner Borzen-Zeitung að brasi- lianska þjóðin snúist gegn póli- tik Vargas-stjórnarinnar. Aðbúnaður verkamannanna við Laxá. Skömmu eftir að vinna hófst við rafveitubygginguna bjá Laxá, hafði stjórn Verkamannafélags Akureyrar fregnir af því að unnið væri 10 stundir á dag í stað 9, án þess að eftirvinnukaup væri greitt fyrir þann eina tíma er unnin var fram yfir þann dag- vinnutíma, sem ákveðinn er í töxtum verklýðsfélaganna. Gerði stjórnin strax ráðstafanir til að kippa þessu i lag, m. a. með þvi að leita eftir samvinnu við stjórn Verklýðsfélags Akureyrar í þessu máli. Tók formaður Verklýðs- télagsins, Erl. Friðj., vel í þessa málaleitun. Stjórnir beggja félag- anna færðu þetta siðan i tai við viðkomandi aðila þar austur frá og var þetta þá lagfært og er nú unnið 9 tima á dag. En það er ýmislegt enn, sem mætti fara betur þar austur frá. T. d. er ekkert eldstæði til upp- hitunar i skálanum þar sem verkamennirnir matast. Er mjög óhentugt fyrir verkamennina að setjast inn i kaldann skálann, sveittir og stundum votir frá vinnunni. Verður þetta því meir óþolandi sem dagur styttist og kólnar í veðri. Einnig er mjög bagalegt fyrir verkamennina að hafa ekki hitunartæki til að þurka við plögg sín og vetlinga og önn- ur föt. Brýn þörf er á því að bæta við einni starfsstúlku, sök- um þess að 2 stúlkur geta t. d. alls ekki annað þvi að elda mat 3 tvisvar á dag handa öllum verka- mönnunum, en það væri óneit- anlega notalegra íyrir verkamenn- ina að fá heitan mat á kvöldin, ekki síst þegar kalt er i veðri, og haustið nálgast nú óðum. Pá mætti gjarnan hafa trégólf í þeim tjöldum, sem verkamennirnir sofa i. Pað sem bent hefir verið á bér er svo sanngjarnt og eðlilegt að væntanlega gerir bæjarstjórnin ráðstafanir til þess að þetta verði lagfært alveg á næstunni. Ný bók~ 1 byrjun næsta mánaðar kem- ur út ný bók eftir Frímann B. Arngrimsson, og nefnist Frímann B Arngrímsson hún: Minningar frá London og Paris, Verður bókin hátt á 3. hundrað bluðsíður. Mun margann fýsa að eignast og lesa þessa bók hins látna gáfumanns. FasteipnaskatturinR t gær var verið að bera ót rukkanir um nýja fasteignaskatt- inn, sem fulltrúar Framsóknar og Breiðfylkingarinnar samþyktu á siðasta bæjarstjórnarfundi að leggja á eigendur fasteigna. Rikir almenn óánægja yfir þessum rangláta skatti — nema hjá þeint efnuðu. Enda eiga þeir »>álinaw í bæjarfulltrúum Framsóknar og, Breiðfy Ikingar in n a r. Ferðafélag Aknreyrar fer X morgun i Leyningshóla og TorfufellshnjúV. Næsta ferð félagsins er 3—4 sept-, í Rleibs- mýrardal.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.