Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.09.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.09.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 3. september 1938. j 42 tbl. Börnin frá Laufahlíð kominn lieiin eflir 57 daga sumardvöl. Eflirtektarverð menningar§tarfseini. 4. júlí s.l. sendi verkakvennafé- lagið „Eining“ 11 fátæk og veikluð börn, á aldrinum 6—12 ára, í 8 vikna sumardvöl að Laufahlíð í Reykjahverfi, auk þess sendi kvenfélagið ,,Hlíf“ þangað 4 börn. Laufahlíð er nýbýli í Brekkna- kotslandi. Búa þar Þórður Jóns- son barnakennari og Guðrún syst- ir hans frá Brekknakoti. Hafa þau bygt þarna myndarlegt stein- steypuhús, sem er hitað upp með hveravatni og matur allur gufu- soðinn og brauð bökuð með hita frá hitaveitu frá hverum. Á staðn- tun er yfirbygð heit sundlaug og í sambandi við hana gufubaðstofa, sem ungmennafélagið hefir með höndum. Börnin 15 voru undir hand- leiðslu Jónasar Jónssonar leik- fimi- og sundkennara. Voru þau látin synda á hverjum degi og iðka aðrar líkamsæfingar við þeirra hæfi. Auk þess voru þau að leikjum og ýmiskonar sjálfráðu starfi. T. d. fóru þau á grasafjall og komu heim með allmiklar birgðir af hinum hollu íslensku fjallagrösum. Er áhætt að fullyrða að börnin lærðu að skilja og meta tign og dásemdir hins víðfeðma, gjöfula ríkis náttúrunnar eins og það birtist í hinni íslensku sveit- arkyrð. Alstaðar var nýjungar að sjá fyrir börnin, sem komu af mölinni og fjörunni, þar sem heil- brigð lífsskilyrði eru meira og minna takmörkuð og skortir jafn- vel alveg, í bænum, þar sem æsk- an sogar í sig göturykið og kola- reykinn og leikvangurinn er í sorpinu í fjörunni og á Tanganum og við kolahaugana í miðbænum. Heimilið í Laufahlíð er hið myndarlegasta. Við fyrstu sýn mætir manni alúð og prúðmenska, sem heillar þann, sem að garði ber og vekur hjá honum traust og öryggi en það er einmitt það, sem börnin þarfnast, er þau verða að yfirgefa foreldrahúsin. En enda þótt mörgu sé ábótavant heima hjá mömmu og pabba, og jafnvel þó skortur sé á frumstæðustu lífs- nauðsynjum, þráir barnið þó altaf helst að dvelja hjá þeim. En börn- in 15 í Laufahlíð nutu hinnar fullkomnustu líkamlegrar og and- legrar umhyggju hins ágæta heimilis. Fæðið var ágætt og við þeirra hæfi. Meðal annars var fært frá til þess að börnin hefðu næga, góða mjólk, skyr og smjör. Enda litu þau afarvel út og voru á alla lund hin hressustu, þegar þau voru sótt austur s.l. mánudag. Og umræðuefni þeirra á leiðinni heim var harla ólíkt því, sem tíðk- ast meðal barnanna, sem neyðast til að leika sér í óhreinum bænum. (Framh. á 2. síðu). Nú í vikunni lýstu bæjarfull- trúar „Sjálfstæðis-flokksins í Rvík því yfir á fundi bæjarstjórn- ar að þeir væru fylgjandi því að herir erlendra þjóða fœru her- göngur um götur Reykjavíkur eins og í nýlendum sínum og feldu því síðan tillögu frá fulltrú- um Kommúnistaflokksins um að slíku athæfi yrði mótmælt, svo sem hergöngu þýskra hermanna í Rvík á dögunum. (Greiddu 5 atkv. með till. en 8 á móti). „Morgunblaðið" aðalmálgagn „Sjálfstæðis“-flokksins hefir skýrt frá því á fremstu síðu að Þýska- land eigi nýlendu í Reykjavík. Esja seldL Skipaútgerð ríkisins hefir selt strandferðaskipið „Esju“ járn- brautarfélagi í Chile í Suður- Ameríku. Nettosöluverð er 450 þús. kr. Skipið verður afhent kaupanda í Rvík eftir 2 mán. Gert er ráð fyrir að Skipaútgerð ríkisins láti byggja mótorskip í stað Esju með farþegarúmi fyrir 150—165 manns og burðarmagni og rúmi fyrir 300 smál. af vörum. SÍLDVEIÐIN. Síðastliðið laugardagskvöld var síld- araflinn orðinn: Saltsíld 242.250 tn., bræðslusíld 1.416.644 hl. Um sama leyti í fyrra var aflinn: Saltsíld 189.937 tn., bræðslusíld 2.004.023 hl.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.