Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 03.09.1938, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 03.09.1938, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJABÍÓ laugardags- og sunnudagskvöld kh 9: Scipio Africanus Aðalhlutverkin Ieika ítalskir úrvalsleikarar. Sunnudagiun kl. 5: Iar§an Niðursett verð ! Sýnd í síðasta sinn ! Börxain frái Laufahlíð (Framhald af 1. síðu). Þetta er í fyrsta sinn sem svona stór barnahópur hefir verið í sumardvöl á þessu heimili. Okkur konunum í „Einingu“, sem höfum starfað að þessu máli, teljum okk- ur skylt að skýra opinberlega frá þessu og hvetja enn fleiri til þess að vinna að því að margfalt fleiri börn eigi kost á því að njóta samskonar aðbúnaðar á sumrin eins og börnin 15 í Laufahlíð. En til þess þarf mikið átak, sameig- inlegt átak fjöldans. Dvalarkostnaður barnanna var kr. 1.75 á dag fyrir hvert barn, auk sundlaugar- og baðstofugjalds (sem rennur til ungmennafélags- ins), en það var kr. 1.50 á barn fyrir allan tímann. Ferðakostnað- ur fram og til baka var samtals kr. 88.00 og alls var því kostnað- urinn við dvöl hinna 11 barna, sem „Eining“ sá um, kr. 1201.75. Greiddi „Eining“ þetta alt for- eldrum barnanna að kostnaðar- lausu. Þess er skylt að geta að Soffía Sófoníasdóttir garðyrkju- kona, færði félaginu til styrktar þessari starfsemi 100 krónur í sumar, sem var ágóði af blóma- sölu sem hún hafði með höndum s.l. haust. Ennfremur að fjárhags- nefnd og bæjarstjórn samþyktu góðfúslega að verða við beiðni fé- lagsins um 300.00 kr. styrk úr bæjarsjóði til styrktar þessari starfsemi „Einingar“. Er þess að vænta að skilningur bæjarbúa á því að hér er um merkilegt menningarskref að ræða, glæðist svo mjög á næstunni að kleift verði að senda sem allra flest börn framvegis til sumar- dvalar í sveit. Þetta starf er eng- an veginn eingöngu bundið við félagskonur í „Einingu“ eða „Hlíf“. Allir eiga að leggja fram sinn skerf. Og þess má geta að barnaverndunarnefnd hefir íhlut- unarrétt um hvaða börn eru send. Við treystum því að íbúar höf- uðstaðar Norðurlands skilji, að sómi þeirra og heill bæjarfélags- ins er undir því kominn hvort fleiri og stærri skref verða stigin á þeirri braut sem hér hefir verið troðin. „Einingar“-kona. Eggert Stefánsson söng í Sam- komuhúsinu á fimtudagskvöldið var. Ferill hans hefir á undangengn- um árum legið milli ýmsra helstu þjóða heimsins, svo sem Svíþjóð- ar, Englands, Frakklands, Ítalíu og Ameríku. Færustu söngdóm- endur í höfuðborgum þessara landa hafa hafið hann upp til skýjanna, sem frábæran lista- mann, sérstaklega við að túlka sönglist sinnar fámennu og óþektu þjóðar, listamann, sem gefi viðfangsefnunum líf, lit og tilfinningu og geri stórbrotið lista- verk úr litlu smálagi. Svo kemur þessi maður heim og hann langar til þess að syngja sönglist sinnar þjóðar fyrir fólkið. Hvað skeður? Troðfyllir það ekki húsið? Vill það ekki vita hvað það er, sem vekur raunverulega hrifn- ingu listrænna þjóða á íslandi? Vill það ekki þyrpast um þennan boðbera og brautryðjanda hins endurreista Gullaldartímabils Is- lendinga, manninn, sem meira en flestir aðrir hefir farið út af hin- um gömlu slóðum og flutt ís- lenskan hugsunarhátt nær hinum evrópisku menningarstraumum, en nokkur annar í seinni tíð. Nei! íslendingar þurfa ekki að koma til þess að hlusta og læra, þeir vita alt sjálfir, kunna alt og geta auðvitað alt líka. í augum þeirra kann Eggert ekkert að syngja, af því hann ekki líkist þeim, hefir enga rödd og grettir sig þegar hann -syngur o. s, frv. Það eru bara auðir bekkirnir, sem hlusta á hann hér á Akureyri. En hvernig söng þá Eggert að þessu sinni, munu menn spyrja. Hann söng eins og sá, sem valdið hefir. Fyrst á söngskránni voru fjögur lög eftir Kaldalóns, sungin létt og leikandi, með ljóðrænni stemijjngu. Síðan söng hann þrjú kirkjulög, hátíðlega og af djúpri tilfinningu. Svo Stándchen eftir Schubert og Goodbye eftir Tosti, það fyrra létt og dreymandi, en það seinna með hreimi haustfölvra blaða og sorgar þess manns, sem er að kveðja alt og alla. Þá kom „Heiðin há“, yndislegt nýtt lag eftir Kaldalóns, sungið út úr sum- arnóttum íslenskra öræfa. En hvað gerðist svo næst? Þá hvarf maðurinn Eggert Stefánsson af leiksviðinu, en eftir stóð Sverr- ir konungur, hár og tiginborinn, með feigðarfölva á konunglegu yf- irbragði. Og hann talaði til þegn- anna í hinsta sinn, með sömu karlmenskunni og hann barðist fyrir land sitt og þjóð. Betri túlk- un á lagi hefir aldrei heyrst hér á Akureyri. Síðasta lagið var „Ása- reiðin“ voldug og voðaleg, svo stjörnurnar hrapa og jörðin skelf- ur og hefðu þeir, sem þvætta um að Eggert sé búinn að missa röddina átt að heyra hann syngja þetta lag. Undirleikinn annaðist Páll H. Jónsson frá Laugum og fórst vel ír hendi, þrátt fyrir það að hann er algjörlega óvanur, sem undir- leikari. Ef Eggert syngur hér aftur, þá ættu Akureyringar að sjá sóma sinn í því að fylla húsið, ekki

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.