Verkamaðurinn

Issue

Verkamaðurinn - 10.09.1938, Page 3

Verkamaðurinn - 10.09.1938, Page 3
VEEKAMAÐURINN 3 Nýja ralveitan og ófriðarhæftan. Fregnirnar undanfarna daga bera það ótvfrætf með sér að ó- friðarblikan er meiri nú í Evrópu en nokkru sinni fyr síðan 1914. En jaínvel þó stríðshættan virðist nær nú þessa daga en t. d. fyrir nokkrum vikum eða mánuðum, vita þó allir þeir, sem fylgst hafa með Evrópustjórnmálunum und- anfarið, að látlaust hefir verið unnið að því að koma af stað heimsstyrjöld. Af þessum ástæð- um hafa flestar þjóðir búið sig á ýmsan hátt undir þann orraleik, sem er yfirvofandi. Að þessu sinni verður ekki rætt um framkvæmdir islensku stjórn- arvaldanna á landsmælikvarða í þessu samb., heldur aðeins um framkvæmdir bæjarstjórnar Ak. í sambandi við rafveituna nýju. Allir vita, hversu óheyrilega seint allur undirbúningur rafveitumáls- ins gekk. Verður sú ómenning- arsaga ekki rakin hér nú. En nú er talið víst að vélar til rafveilunnar og ýmislegt fleira eigi ekki að flytja til landsins fyr en að vori. Nú má telja víst að brjótist heimsstyrjöld út áður þá fáist vélarnar aldrei fluttar hingað, fyrst og fremst af þeirri einföldu ástæðu, að það stórveldi sem ræður yfir Danmörku mun aldrei sleppa þeim málmi, sem er i vél- unum, úr höndum sér. Það er vitanlegt að í næstu heimsstyrj- öld keppast stríðsaðilar um að ná og tryggja sér hverja þá málmörðu, sem möguleikar eru á að ná i og nota í hergögn. Og það hafa verið bræddar upp stærri vélar í hergögn en vélarn- ar, sem gert er ráð fyrir að nota við Laxá. Má vel vera að það dragist lengur en til vorsins að heims- ófriður brjótist út, og að það lakist að fá vélarnar hingað, en það yrði áreiðanlega ekki hægt að þakka það fyrirhyggju bæjar- stjórnarinnar. sterkar en þó ó d ý r a r f á s t í Brauns-Verzlun Páll Sigurgeirsson. MUNIÐ GUFUFATÁPRESSUN AKUREYRAR Kemlsk fata- 00 hattahreinsun. Frá rafveitubvgQunni. Um síðustu helgi kom hingað til bæjarins skip með 700—800 staura í rafveitulínuna. Mikil óánægja er yfir því að bifreiðastöð, sem að langmestu leyti hefir með höndum fólksflutninga (B. S. A.) var falin keyrslan og sömu bif- reiðastöð hefir að sögn verið fal- ið að keyra staurana síðar austur á bóginn. S.l. þriðjudag var byrjað á byggingu spennibreytistöðvarhúss hér'upp á brekkunni. Vinna við það um 10 menn. Á bæjarkerfinu og línunni austur er ekkert byrjað enn. Er sami silagangurinn á að byrjað sé á hinum ýmsu verkefn- um rafveitubyggingarinnar eins og var á undirbúningi rafveitu- málsins. SÍLDARAFLINN. S.l. laugardagskvöld var síldaraflinn eins og hér segir: 271,584 tunnur salt- síld og 1,490,671 hl. bræðslusíld. Á sama tima í fyrra 197,467 tn. saltsíld og 2,157,846 hl. bræðslusíld. Töluvert af sild hefir veiðst þessa viku, sérstaklega í reknet. Mörg skip eru nú hætt veiðum. LJÚGVITNUM BER ALDREI SAMAN. »Alþýðum.« segir að kommúnistar hafi skriðið undir kápufald Héðins, en Alþýðublaðið segir hið gagnstæða. Bæði blöðin vita ekki sitt rjúkandi ráð af ótta við að sameining verkalýðsins nálgast. Bæjarstjórnarkosningariiar fara fram á morgun á Norðfirði. »AIþýðum.« segir að Jónasi Guðmundssyni hafi þótt trygg- ast að vera fyrir austan fram yfir kosn- ingar því hann sé »vanastur kosninga- sukkinu þar eystra«. »Verkam.« er sam- mála »Alþm.« um að Jónas sé hæfastirr í sukk. Erlendar Iregnir. Á þessu ári verður skift um 226 starfsmenn á heimskautastöðvum Sovétríkjanna. Lögð verður áhersla á að hinn fasti kjarni starfsmanna stöðvanna verði myndaður af innfæddum íbúum heimskautalandanna, jakútum, evenkum, nentsum, eskimóum o. fl. Hinn nýi yfirmaður stöðvar- innar á Wrangeleyju er t. d. eski- mói. — Er afstaða kommúnista til einstakra þjóðflokka og kynflokka, harla ólík afstöðu nazistanna, sem halda því fram, að engir séu hæfir til neins, nema þeir séu hreinir aríar. Kommúnistaflokkur Hollands hefir ákveðið að gefa aðaldagblað flokksins, „Het Volksdagblad“, út tvisvar á dag frá 15. sept. næstk. Samband bretsku skotklúbb- anna efnir árlega til alþjóðlegrar samkepni í skotfimi. Þessari samkepni er nú nýlega lokið og voru þátttakendur í mót- inu 200 frá ýmsum löndum. Fyrstu sex sætin voru unnin af Sovétskyttunum. Af rússnesku skyttunum sköruðu fram úr full- trúarnir frá Frunse-skotfélaginu og frá „Ossoaviakhim“ í Moskva, sem fengu 1985 stig af 2000 stig- um, sem möguleikar voru á að vinna. Það er eftirtektarvert að ítölsku skytturnar urðu að láta sér nægja 8. sætið í samkeppninni., milli hinna ýmsu landa.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.