Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN ■M NÝ JA'BÍÓ Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Jutta frænka. Sænsk gamanmvnd. Aðalhlutverkið leikur: KAREN SVANSTRÖM Sunnudaginn kl. 5: Sjá götuanglýsingar. er aðalvíggirðingasvæði Tjekko- slovakíu skyldi atkvæðagreiðsla fara fram í öðrum þeim héruð- um.sem þýskir menn búa. Tjekk- nesku stjórninni var gefinn ör- stuttur freslur til að svara þvi hvort hún gengi að þessu sam- komulagi fasistanna og vina þeirra, og svaraði hún þvi, að hún sæi ekki annan úrkost, en að fallast á það vegna hins mikla valds þeirra þjóða, sem sam- komulagið höfðu gert. Þýsku fasistarnir voru að vonum svo ánægðir með Chamberlain, að þeir keptnst um að strjúka hon- um og klappa, þegar hann lagði af stað í þriðja sinn heimleiðis að afloknu þessu Júdasarverki. 1 Prag ríkir mikil sorg og sár vonbrigði yfir samkomulaginu. f Frakklandi og Englandi er megn óánægja yfir þessari fram- komu Cbamberlains og Dala- dier. Rússnesk blöð segja að það sé engu likara en fasistisk samn- inganefnd hafi verið hér að verki. 1 Ungverjalandi og Póllandi eru fasistarnir óánægðir yfir því að deilumál þeirra og Tjekkoslo- vakíu var ekki útkljáð á fundin- um i Munchen. Fregnir herma að Pólverjar séu að undirbúa stórkostlega árás á Tjekkoslo- vakíu. f ræðu, sem Stauning flutti í gær, kom greinilega i ljós ótti hans um það, að friður Cham- berlains myndi verða skamm- vinnur. Varúðarráðstafanir ýmsra þjóða halda enn áfram, Allir sem fylgst hafa með ofbeldisstefnu fasistanna, vita mæta vel, að þegar fjandanum hefir verið rétt- ur litli fingurinn gleypir hann alla höndina. Og hversu langt verður þá, þangað til röðin kemur að Spáni, Danmörku, Frakklandi — og Englandi? »Iðja“ segir upp samn- ingum við at- vinnurekendur. „Iðja“ félag verksmiðjufólks á Akureyri hefir nú byrjað haust- starfsemi sína og haldið tvo fundi með stuttu millibili. Aðal verkefn- ið er nú sem stendur vinnusamn- ingar þeir, sem gerðir voru við félagið í fyrra af atvinnurekend- um hér á staðnum. Gilda þeir samningar til næstk. nýárs með 3ja mánaða uppsagnarfresti. Varð því að segja þeim upp fyrir mán- aðamót sept. og okt. samkv. samn- mgunum. Á fyrri fundi félagsins voru samningarnir ræddir og til- laga um að segja þeim upp, vegna ýmsra galla sem á þeim eru. Milli fundanna fór fram allsherjar at- kvæðagreiðsla um, hvort ætti að segja þeim upp. Var uppsögn samninganna samþykt. Á fundi félagsins s.l. þriðju- dagskvöld var kosin þriggja manna samninganefnd. Fimm nýjir félagar hafa gengið í félagið á þessum fundum. Innan félagsins ríkir sterkur áhugi og einingarvilji. STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ »SÓKN«, Akureyri, hélt framhaldsaðalfund sinn s.l. sunnud. Fór þar fram kosning stjórnar og varastjórnar og fulltrúa á Alþýðusambands- þing. MÁL OG MENNING. Tvær bækur efu nú nýkomnar út á vegum félagsins, önnur þeirra eru TVÆR S0GUR eftir Nobels- verðlaunahöfundinn John Galsworthy, í þýðingu eftir Boga Ólafsson, Mentaskóla- kennara, en hin bókin er MYNDIR eftir Jóhannes Kjarval, með formálsorðum eftir Laxness. Mál og menning telur nú 4000 meðlimi. TIP TOP (Sjálfvirkt þvottaduft) Þvær bezt, ^illllilllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIUiHIIIIltHIIWimHIIMIIIIIIIIIIIlllllillllllillllllllIl! 1 | Smjörlíkið bragðast bezt | I I ........................ íamlyins Skjaldborgar- innar við íhaldið. Á bæjarstjórnarfundi ó Norð- firði s.l.fimtudag (sama dag og Chamberlain gekk í bandalag í Múochen við Hitler) gerði Skjald- borgin bandalag við íhaldið og (auðvitað Framsókn) og kaus þetta þriveldabandalag Eyþór Þórðarson fyrir bæjarstjóra, þar til kosningar fara fram á næsta ári. Verður nú Norðfirði stjórnað eftir vilja Ihaldsins fyrst um sinn. HLUTAVELTU halda Verkamannafélag Akureyrar og »Eining«, sunnud. 9. þ. m. Verður þar margt ágætra drátta. TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ F. U. K. hefst bráðum. Kend verða þessi mál: íslenska, danska, enska, þýska og esper- anto. Pitttakendur geta fengið nánari upplýsingar hjá Jóhannesi Jósepssyni, Pöntunarfélaginu. Á morgun, sunnud. 2. okt., kl. 5 e. h., talar séra Nils Ramselius í verslunar- mannahúsinu. Umræðuefni: Filippus bg töfraniaðurinn. — Allir velkomnir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.