Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.10.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Landsambani) berklasjúklinia verðiir stoínað i baust. „Verkam.“ hefir verið beðinn að birta eftirfarandi ávarp frá nefnd, sem kosin hefir verið á berklahælunum til þess að vinna að stofnun landssambands berklasjúklinga: Öllum landslýð er það kunn- ara en frá þurfi að segja, hversu ógurleg pléga berklaveikin er hér í okkar fámenna landi. Oftast eru það menn og konur á besta aldri, sem falla undir hramm þessarar voðalegu plágu. Menn og konur, sem eru að hefja lífs- starf sitt verða að hverfa í skyndi frá starfi yfir lengri eða skemmri tíma og margir fá aldrei fulla starfsorku attur, þó þeir yfirvinni sjúkdóminn að nokkru leyli. Margt hefir verið gert til að vinna á móti þessum vágesti, og margt er hægt að gera til að draga úr honum. En til þess að algerlega sé hægt að yfirbuga hann, þarf hver einasti þegn í landinu að gera skyldu sína og leggja sinn skerf í baráttuna. Ef minnst er á að einhver sé haldinn af berklaveiki, hljómar það oftast sem dauðadómur í eyrum almennings. Þetta er al- gjörlega röng hugmynd, því ef komið er til læknis tímanlega, er hægt að lækna þennan sjúkdóm i fleslum tilfellum. En þessi hugsunarháttur er mjög skaðleg- ur almenningi og þarf að upp- ræta hann með öllu, því svo lengi sem hann lifir í hugum fólks, munu menn halda áfram með að þrjóskast við að leita læknis fyr en það er orðið of seint og sjúkdómurinn er kominn á það stig að við lítið verður ráðið. Einnig er annar hugsun- arháttur mjög ríkur hjá fólki, en það er óþörf hræðsla, við þá, sem dvelja eða hafa dvalið á berklahælum. Nú er það marg- reynt að fáir berklasjúklingar geta rakið smitun sína til sjúk- linga, sem dvalið hafa á hælum og margir hafa alls enga hug- mynd um hvar þeir hafa smit- ast, hafa aldrei dvalið með berkla sjúklingum svo þeir viti til. En hvar verður þetta fólk fyrir smitun, er spurning sem vakir yfir mörgum. Samkvæmt upplýsingum lækna, kemur fjöldi fólks til læknisskoðunar með ör eða bris í lungum, er sýnir, að það hefir haft bólgu eða jafnvel opið berklasár, og yfirstigið það án læknisbjálpar, án þess að hafa haft hugmynd um það sjálft. Þetta er fólkið, sem mest hættan stafar af, vegna þess að engiun getur varist það, en það hefir tilhneigingu til að fara óvarlega með uppgang ef einhver er, hrækja til dæmis á gangstéttar, i vaska í heimahúsum eða önnur ósótthreinsandi ilát. Ýmislegt hefir verið gert til að ná í fólk sem þannig er ástatt fyrir, en þvi miður tekst það altof sjaldan eða seint og síðar meir, til dæmis hefir það komið fyrir að maður hefir gengið með opna berkla í lungum i sjálfum höfuðstaðnum i 40 ár, án þess að hafa hug- mynd um það sjálfur. Enginn getur gert sér í hugarlund hversu marga slikur smitberi getur sýkt á svo löngum tíma, er þvi það tjón, sem hann veldur óraetan- legt, bæði einstaklingum og þjóðinni sem heild. Ætti öllum að vera það ljóst hvert alvöru- mál hér er á ferðum, og það næg- ir ekki að fámennur hópur lækna geri sitt ýtrasta, heldur verður hver einstaklingur að gera skyldu sina sjálfs sín vegna og vegna þess umhverfis, sem hann lifir i. í hverju er þá þessi skylda al- mennings fólgin? Ef nokkurt varanlegt gagn á að vera í berklavörnunum þarf hver einasti þjóðfélagsborgari að ganga undir læknisskoðun og láta hafa eftirlit með sér minst einu sinni á ári. Nú eru sjúklingar af öllum berklahælum landsins að mynda með sér landssamband, sem á a3 hafa það hlutverk með höndum, að vinna að útrýming berklaveik- innar, leiðbeina og hjálpa fólki sem orðið hefir fyrir því óláni að sýkjast af þessari veiki, greiða götu þeirra, sem losna af hælun- um og reyna að útvega þeim at- vinnu við þeirra hæfi. Það er vel, að sjúklingarnir hafa tekið hönd- um saman í þessu velferðarmáli, því hver skyldi skilja það bettil en einmitt þeir sem standa augliti til auglitis við þennan hræðilega sjúkdóm. — Hver skyldi þekkja það betur, hvað það er að vera veikur árum saman, einangraður frá sínum nánustu, hrifinn burt frá iifsstarfi og hrundið út í bar- áttu við þennan ósýnilega vágest, með öllum þeim afieiðingum sem því fylgja fyrir þá sjálfa og fjöl- skyldur þeirra. En almenningur verður að gera sér það ljóst, að hér er ekki verið að vinna fyrir þá eingöngu, sem þegar hafa sýkst, heldur fyrst og fremst til að sporna við því, að nýir bætist f hópinn. Þetta er mál, sem alla varðar, því hver getur sagt um það hver verður næstur, ef til vill ert það þú sjálfur, bróðir þinn eða systir. Þess vegna verða allir að leggja málum þessum lið, sjálfs síns vegna og vegna komandi kyn- slóða. Að lokum viljum vér benda á eitt atriði, sem oss finnst mjög ábótavant í berklalöggjöfiuni, en það er aðbúnaður sjúklinga eftir að þeir losna af hælunum. Sam- kvæmt skýrslum frá berklahæl- um landsins, er árlega fjöldi fólks, sem verður að fá aftur hælisvist eftir að hafa verið út- skrifað um stuttan tíma. T. d. má geta þess, að á einu hæiinu hafa 61 sjúklingur dvalið oftar en einu sinni á tímabilinu 1932— 1937, þar af hafa 23 dáið. Fólk þetta hefir allt útskrifazt með meiri eða minni starfsorku og ætla má, að vegna breyttra og erfiðari lífsskilyrða er hælisvisf- inni lauk, hafi það fallið yfir aft- ur. Ástæðan fyrir þessu er sú, að

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.