Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 22.10.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.10.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 22. október 1938. 49 tbl. 81 vtnstri fullfrúar krefjast óháðs verklýðssambands tafarlaust. Pegar Alþýðusambandsþingið átti að hefjast í fyrradag kom það strax í Ijós, að Skjaldborgin var staðráðin í að beita ólög- legum aðferðum til að ná meirihluta á þinginu. Heil hersing af gerfifulitrúum var dubbuð upp og margir vinstri fulltrúar áttu ekki að fá inngöngu. Dagsbrún neitaði að borga skatt nema trygt yrði, að fulltrúar hennar fengju sæti á þinginu. í gær sendu 81 vinstri fulltrúar meirihluta Alþýðusambandsstjórnarinn- ar tilboð um að Alþýðusambandinu yrði tafariaust breytt í óháð verklýðssamband og fóru ekki inn á »þingið-« og mótmæltu því, að þessi samkunda Skjalborgaranna væri löglegt þing Alþýðu- sambandsins. Meðai þessara vinstri fulltrúa eru fulltrúar Dags- brúnar, verklýðsfélaganna í Hafnarfirði, Siglufirði og Norðfirði. Vinstri fulltrúarnir settu í gær ráðstefnu og var Sigurjón Frið- jónsson kjörinn forseti hennar. Kaus ráðstefnan m. a. tvær nefndir, aðra til að gera tillögur um skipulag óháðs verklýðs sambands og hina til að semja við Kommúnistaflokkinn. Skjaldborgin lét í gær skrípa- þing sitt greiða atkvæði um brottrekstur jafnaðarmannafé- lags Reykjavíkur, voru að sögn 98 atkvæði mcð því, en 9 á móti. (Samkvæmt símtali við Rvik i morgun). 5. þing KonnDúnistaflðkks íslands selt i fyrradag. 5. þing K. F. í. var sett í Reykjavik, fimtud. 20. þ. m. kl. 11 f. h. Formaður fiokksins, Brynjólfur Bjarnason, setti þingið. Forseti þingsins var kosinn Ein- ar Olgeirsson, en varaforseti f*ór- oddur Guðmundsson og ísleifur Högnason. 35 fulltrúar sitja þingið. S/úkrahúsbyggingin. Nú um helgina verður byrjað á að byggja hluta af hinu fyrir- hugaða sjúkrahúsi bæjarins. í þessum hluta, sem nú verður bygður, verður skurðstota, ljós- lækningastofa, Röntgendeild og berklarannsóknarstöð. 4 tilboð bárust i þessa byggingu. Var lægsta tilboðinu — kr. 24.200 — frá óskari Gislasyni, tekið.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.