Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 12.11.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.11.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: .Kamelíu- frúin. Aðalhlutverkin leika: Grefa Gatbo og Robert Taylor. Sunnudaginn kl. 5: Eiguin við að dansa. ur en 18 börn innan 15 ára föð- urlaus. Nokkrar aldraðar mæð- ur hafa mist fyrirvinnu sfna. Er þungur harmur kveð- inn að ættingjum og vinum með þessum sviplega atburði. Fara hér á eftir nöfn hinna látnu skipverja: Sigurjón Mýrdal, skipstjóri, Rvík. Gísli Erlendsson, 1. stýrim., Rvík. Guðmundur Rorvaldsson, 2. stýri- m , Rvík. — Jón Hjálmarsson, 1. vélstj., Rvik. — Halldór Lárusson, 2. vélstj., Rvík. — Ólafur Péturs- son, bátsm., Rvík. — Kristján Eyjólfssoo, loftskeytam., Rvik. — Sigurður Árni Guðmundsson, matsv., Rvfk. — Bárður Lárusson, kyndari, Rvfk. — Björn Friðriks- son, kyndari, Rvik. — Halldór V. J. Jónsson, bræðslum., Rvík. — Friðleifur Samúelsson, háseti, Rvík. — Guðm. E. Guðmunds- son, háseti, Rvfk. — Guðm. Magnússon, háseti. Rvik,— Guðm. Sigurðsson, háseti, Hafnarfirði.— Guðm. Þórarinsson, háseli, Rvík. — Guðni ólafsson, háseti, Rvík.— Lárus Björn Berg Sigurbjörnsson, Rvik. — Óskar Gísli Halldórsson, háseti, Rvik. — Sigurjón Ingvars- son, háseti, Rvík. — Sveinn Helgi Brandsson, háseti, Rvík Togarinn »ólafur« var eign H.f. Alliance. Heiðurskonan Kristbjðrg Þor- steinsdóttir, Lyngholti, Glerárþorpi, varð sjötug í gær. — »Verkamaðurinn< árnar henni allra heilla í framtíðinni. Herfilegur ósigur . . . (Framhald af 1. síðu). irnir svarað ofbeldis- og einræð- isstefnu og aðförum Skjaldborg- arinnar á hinn eftirminnilegasta hátt »Dagsbrún« stendur enn fast um fullt jafnrétti og lýðræði innan verklýðsfélaganna og óháð landssamband þeirra, þvert ofan í samþyktir Skjaidborgarinnar á »A!þýðusambandsþinginu< »Dags- brún« krefst enn aukinnar at- vinnu handa hinum 900 atvinnu- leysingjura, sem skráðir voru á dögunum i Rvík. Skjaldborgiö berst á móti aukinni atvinnu og kjarabótum af því að það fer i bága við hagsmuni Stefáns Jó- hanns og annara samherja hans, sem engar óskir eiga æðri en að nota verkiýðssamtökin til að lyfta sér f ráðherrastól, bankastjóra- stöðu og önnur feit embætti. Svar verkamanna í »Dagsbrún« mun bergmála um allt Island. Hvert verklýðsfélagið af öðru mun rísa upp gegn einræði Skjaldborgarinnar og krefjast fyllsta jafnréttis og Jýðræðis allra meðlima verklýðslélaganna án tilíits til þess bvaða stjórnmála- flokki þeir fylgja. Arftakar Jóns Arasonar, Jóns Sigurðssonar og annara bestu manna, er þjóðin hefir átt, munu rísa upp sem einn maður gegn kúgun og ofbeldi bitlinga- hjarðarinuar við Alþýðublaðið. Pearl S. Buck fær bókmentaverðlaun Nobels. Bókmentaverðlaun Nobels bafa nú verið veitt skáldkonunni Pearl S. Buck, sem fyrir löngu er orðin heimskunn fyrir sögur sínar frá Kína. Ein af frægustu sögum hennar »Gott land« hefir verið þýdd á fslensku. Að gefnn tilefni skal það tekið fram að Geir Jónasson hefir ekki skrifað leik- dóminn, er birtist ( síðasta tbl. Sósíalistaféliig stofnuð í ölaísíirii, Hvammstaoga og Borgarnesi. Alþýðuflokksfélag Ólafsfjarðar hefir samþykt að sækja um upp- töku f Samemingarflokk alþýðu. Heitir íélagið nú Sósíalistaíélag ólafsfjarðar, og telur 20 með- limi. Félagið hefir ákveðið að gefa út fjölritað vikublað. Á Hvammstanga hefir verið stofnað Sósíalistafélag og voru stofnendur þess 32. 7. nóvember var haldinn stofn- fundur Sósíalistafélags Borgar- ness. Stofnendnr voru 28. Mótmceli „Þrót(arM gegn lögleysu Skjald* borgarinnar. í frásögn í síðasta tbl. af satnþykt þeirri er »Próttur« á Siglufirði gerði á síðasta fundi sfnum var, vegna mis- skílnings, skýrt svo frá að fundurinn hefði rrótmælt harðlega að útilokun fulltrúa félagsins hefði haft við Iðg að styðjast. Þetta er ekki rétt og leið- réttist það hér með. Tillagan sem »Próttur« samþykti var þannig orð- rétt: >Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir framkomu þeirra Jóns Jóhannssonar, Steins Skarphéðinssonar og Kristmars Ólafssonar á Alþýðusambandsþingi, en mótmælir harðlega lögleysum þeim, er sambandsstjórn beitti á þinginu, með þvf að útiloka frá þingsetu lög- lega kosna fulltrúa, en taka inn aðra, sam engan rétt höfðu til að vera þar. Fundurinn telur jþví þingið ekki hafa verið lðglegt og mótraælir hinum nýju lögum, sem það samþyktí, þvert ofan í vilja meirihluta verklýðsfélag- anna.«

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.