Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 12.11.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 12.11.1938, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Hræðilegar Gyðinga- ofsóknir i Þýskalandi. Fjöldi Gyðinga myriir og' tugir þnsunda handícknir. — Kirkjur þeirra brendar og verslnnarhús Fyrir nokkrutn dögum xkaut pólskur Gyðingur — sem hafði verið hundeltur eins og aðrir Gyðingar af nazistum í Þýska- landi — á aðstoðarmann í þýska ræðismannsbústaðnum í Paris og hefir Þjóðverjinn nú beðið bana af. Þegar fregnin um lát hans barst tii Þýskaiands notuðu naz- istarnir þennan atburð til að skipuleggja ægiiegri Gyðingaof- sóknir en nokkru sinni fyr. Hafa Gyðingar verið handteknir svo tugum þúsunda skiftir, þ. á. m. aðeins i Vinarborg yfir 10 þús- und. Gluggar hafa verið brotnir i verslunarhúsum Gyðinga, og vörunum spilt eða rænt, kirkjur Gyðinga brendar (t. d. 9 af 11 i Berlín) og ráðist á Gyðinga jatn- vel á götum úti og þeir barðir til óbóta. Fjölmargir Gyðingar hafa verið myrtir eða fraraið sjálfs- morð. Öllum blaðamönnum hefir ver- ið bannað að taka myndir af binum hræðitegu aðförum nazist- anna og þær filmur eyðilagðar, er þeir höfðu tekið á. Útbreiðslu- málaráðherra nazistanna, Göb- bels, hefir játað í viðtali við blaða- menn, að stjórnin hefði fylstu samúð með þeim mönnnm, er réðust á Gyðingana. Erlendir blaðamenn fullyrða, að þessar ofsóknir séu skipulagð- ar af stjórnarvöldunum, þó þau reyni i öðru hverju orði að neita því. Segja þau m. a. að fögreglu- þjónar séu sjónarvottar að þess- um hryðjuverkum, án þess að gera minstu tilraun til að hindra þau. Sem dæmi um æði nazista- skrilsins (lærifeður Knúts og Brynleifs) réðust nazistarnir inn i tískubúð Gyðings nokkurs i þeirra rænd. Berlin, brutu sýningargluggana og tóku útstillingarbrúðu, rifu fötin utau af henni og slitu síðan af brúðunni handleggi og fætur. Bretsk, frönsk og amerisk blöð fara afarhörðum orðum uin þess- ar óheyrilegu otsóknir, meðal amerísku blaðanna er fördæma þessar aðfarir eru New York Times, New York Herald City. Anthony Eden mun bera fram fyrirspurn í enska þinginu á mánudaginn um Gyðingaofsóknir. S. U. K. og vinstri armur S. U. J hafa sameinast. Stofnþingi sambands ungra só- síalista er nýlega lokið í Reykja- vík. Hefir sambandið hlotið natnið Æskulýðsfylkingin. I Æskulýðs- fylkingunni sameinuðust ungir kommúnistar og vinstri armur ungra jafnaðarmanna. Að viija Knuts Það er eftirtektarvert að blað »Sjálfstæðisins« hérna í bænum, »lslendingur«, sem kom út ígær, minnist ekki með einu einasfa orði á hinar grimd- arfullu Gyðingaofsóknir í Þýska- landi, sein vakið hafa viðbjóð allra manna. Hvar eru mennirnir i »Sjálfstæðis«-flokknum ? Eru þeir allir múlbundnir af hinum óðu hundum Pýskalands? Brest- ur þá alla dug, djörfung og drengskap til að andinæla opin- bérlega villimennskunni i Þýska- landi? Hvar er nú ljóminn af »Sjálfstæðis«-»hetjunum«. Það tilkynnist hérmeð að Guð- rún Björnsdóttir, Hríseyjargötu 11, andaðist í nótt að beimili sínu. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Aðstandendur. Skjaldborgin einangrast. Á fundi »Akurs«, sem Erl. boð- aði til, er hann kom heim af gerfiþinginu, mættu milli 15—20 hræður, til þess að heyra hann skýra frá því, að Skjaldborgin hefði fengið heimild til að taka 180 þús. króna lán i Svíþjóð handa Alþýðublaðinu og Alþýðn- prentsmiðjunni og að samþykt hefði verið á Alþýðusambands- þinginu, að sambandið skyldi ábyrgjast þetta eyðslulán bitlinga- mannanna við Alþýðublaðið. Verklýðsfélögunum mun vera ætl- að að horga þetta vasapeningalán Skjaldborgarinnar, þvi ekki getnr Alþýðusambandið borgað, sem skuldar nú hútt á 2. hundr- að þúsund krónur. — Skyldi annars Erl. hafa gleymt að skýra frá þessu? Meðlimir »Akurs« ganga nú óðum úr félaginu Ve|*nu bllunar á rafstöðinni s. I. miðvikudag, varð að fresta SKEMTl- F U N D I >Einingarc. Fundurinn verður haldinn n. k. föstudag. tlngherjafandnr í Verkalýðshús- inu á morgun. Inntaka nýrra Tétaga. Leikið, lesið upp o. fl. Félagar! Maetið stundvfs- lega. STJÓRNIN. Lelðréfling. í siðasta tbl., þar sem skýrt var frá hverjir skipuSu midstjóra Sameiningaiflokksins, hafði misprentast Ársæll Árnason í stað Ársæll Sigurðsson. Þakjárn. Á dálilið ólofað af ensku þakjárni. Eggert SteíánssoR.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.