Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 31.12.1938, Síða 2

Verkamaðurinn - 31.12.1938, Síða 2
2 VERKAMAÐUKINN NÝJA-BÍÓ Nýjársdag kl. 5 og 9: Rflsalie. Nýjársdag kl. 3: Sigurvegarirm frá Hampton Roads. Samstarf........................ (Framhald af 1. síðu). Kveldúlfs og Landsbankabræð- ingsins, er þar með stigið stórt skref til að tryggja lýðræðið í sessi og hnekkja ágangi fasism- ans. Mættu íslenskir lýðræðissinnar bera gæfu til að marka að minsta kosti jafn ákveðin spor á næst- unni og amerísku lýðræðisþjóð- irnar gerðu á nýlokinni ráðstefnu í Lima — gegn ofbeldissinnuðum fyrirætlunum innlendra og er- lendra fasista. Og vinstri öílin í landinu hafa vissulega meira en næga orku til þess að kveða niður fasistiskar fyrirætlanir bræðingsins. A komandi ári verður sennilega skorið úr því hvort íslenskir lýð- ræðissinnar kunna að standa sam- an um hagsmuni sína og þjóðar sinnar. Enginn lýðræðissinni má liggja á liði sínu. Andlát. 26. þ. m. andaðist liér á sjúkrahúsinu Jón J. Jónatansson járn- smiður, Glerárgötu 3 hér í bæ. Var banamein hans hjartasjúkdómur, er hann hafði þjáðst af lengi og mikið.. Jón hafði dvalið um 40 ára skeið hér í bænum og var prýðilega kynntur maður. Jón heit- inn var 64 ára að aldri. Nýlátinn er i Reykjavík Lúðvík Sigur- jónsson frá Laxamýri. Dvaldi hann all- lengi hér í bænum fyrir nokkrum árum og var hinn vinsælasti maður. ff ------“L, r Oskum öllum viðskiftavinum okkar farsœls nýjdrs og pökkum viðskiftin síðastliðið ár. Pöntunarfélag verkalýðsins. S-_____________________________________./ Smjörlikisgerö Akureyrar óskar öllum viðskiftavinum sinum gœfuriks komandi drs með þökkum fyrir viðskiftin undanfarandi. Oheppilegar ráðstafanir. Samkvæmt áætlun átti síðasta skipferð Eimskipafélagsins hingað til Akureyrar að falla 9. þ. m. — Samkvæmt áætlun á fyrsta skips- ferð félagsins hingað á næsta ári að vera 21. jan. Það er óþarfi að fara mörgum orðum — þó full á- stæða væri að vísu til þess — um hversu bagalegt og ósanngjarnt það er, að Eimskip skuli haga þannig skipaferðunum um áramót- in. Er óhætt að fullyrða að mikil og almenn óánægja er ríkjandi hér í bænum og víðar yfir þessari ráðstöfun Eimskip. Álíka eðlilegrar og réttmætrar óánægju gætir hér einnig í garð póststjórnarinnar fyrir það tiltæki hennar að senda ekki fleiri tonn af pósti, sem legið hefir í Rvík síðan löngu fyrir jól, norður fyrir jólin, ekki síst þar sem búið var að auglýsa að pósturinn yrði sendur. Er blaðinu vel kunnugt um að þetta tiltæki póststjórnar- innar, að spara að kaupa bílajneð póstinn og halda honum eftir í Rvík, flestum eða öllum sendend- um að óvörum, hefir valdið mörg- Gott, farsælt nýtt dr! Pakka viðskiftin d liðna árinu. J ó n E ð v a r ð, rakari. Gleðilegt nýjár! Þökk fyrir við- skifiin á liðna árinu. Heildverslun Valgarðs Stefánss. Polyfoto myndastofan er opin á sunnudögum frákl. 2—-4. um, og jafnvel ótrúlegum óþæg- indum. Er þess að vænta að báðir þessir háttvirtu aðilar láti slíkar athafn- ir ekki oftar henda sig.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.