Verkamaðurinn - 23.09.1939, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Hraðferðir — e ■ Frá Akureyri: — Steindórs r u Frá Akranesi:
Alla miðvikudaga Alla Iaugardaga Alla laugardaga Alla miðvikudaga
Allt hrad/erdir um Akran Fagranes. Atgreiðsla á A/ Oddeyrar. es. Sjóleiðina annast m.s. \ureyri Bi/reiðastöð STEINDÓR.
Fataefni
nýkomið.
Pöntnnarfélagið.
Tekur rík*
isstjórnin
tillit til vilja bœ)arbúa?
Á fundi bæjarstjórnarinnar s.l.
þriðjudag var samþykt áskorun
til rikisstjórnarinnar um að loka
áfengisútsölunni hér í bænum.
Væri það reginhneyksli ef stjórnin
neitaði þessu undir núverandi
kringumstæðum.
Yfirlýsing Molotoffs.
(Framhald af 1. síðu).
um ástandið í Póllandi. Það er
ekki hægt að heimta af Sovét-
stjórninni kæruleysi um örlög
Úkraína og Hvít-Rússa þeirra er í
Póllandi búa, og fram að þessu
hafa verið kúgaðar þjóðir, en eru
nú látnar varnarlausar. Sovét-
stjórnin lítur á það sem heilaga
skyldu að rétta hinum úkrainsku
og hvít-rússnesku bræðrum í Pól-
landi hjálparhönd.
Með tilliti til alls þessa afhenti
sovétstjómin í morgun pólska
sendiherranum í Moskva tilkynn-
ingu, þar sem því er lýst yfir, að
yfirstjórn Rauða hersins hafi
fengið skipun um að taka undir
sína vernd líf og eignir íbúanna í
Vestur-Úkraínu og Vestur-Hvíta-
Rússlandi.
í tilkynningu þessari er því
einnig lýst yfir, að sovétstjórnin
ætli sér jafnframt að gera fylstu
ráðstafanir til þess að frelsa
pólsku þjóðina úr þessari óbeilla-
samlegu styrjöld, er óhæfir stjóm-
endur steyptu henni í, og gefa
henni möguleika til að lifa í friði
á ný.
Leiðrélling. Sú prentvilla hefir
slaeðst inn i greinina >Pólland< á 2. síðu
2. d. 31 1. að neðan að þar stendur Á-
standlð í stað Óánægfan.
Erlendar frepir.
í borginni Osaka í Japan sprakk
sprengja í leðurverksmiðju um
miðjan ágúst s. 1. Brann verk-
smiðjan til kaldra kola. í fyrri-
hluta ágústmánaðar brunnu 16
verksmiðjur í Osaka „af ókunnum
orsökum“.
24. ágúst kom Krawulski að-
stoðar landbúnaðarmálaráðherra
Póllands til Moskva til þess að
skoða landbúnaðarsýninguna. Á
járnbrautarstöðinni tóku aðstoðar-
þjóðfulltrúi landbúnaðarins í Sov-
étlýðveldunum, Wasin, fulltrúi frá
utanríkismálaráðuneytinu og
starfsmenn við pólsku sendisveit-
ina á móti honum.
. Jawaharlal Nehru, leiðtogi ind-
verska þjóðþingsins var nýskeð á
ferðalagi í Kína. M. a. kom hann
til Chung-King, núverandi höfuð-
borgar Kína og átti viðræðu við
Tsjang-Kai-Sjek. í viðtali við
kínversku blöðin sagði Nehru m.
a.: „Alt Indland er með Kína, í
frelsisstríði þess“.
Útvarpið gat fyrir nokkru síðan um
bók sem hefði vakið mikla athygli í
Ungverjalandi. Bókin var eftir ung-
verska próffessorinn Ivan Lajo og
heitir »Möguleikar Pýskalands í næstu
styrjöld« — voru seld 30.000 eintðk
af bókinni, áður en hún var bönnuð
og gerð upptæk, samkvæmt kröfu
þýsku stjórnarinnar. Bókin er nú kom-
in út í enskri þýðingu.
Höfundur bókarinnar, sem styðst
við opinberar tilkynningar valdhafanna,
fær sannanir fyrir því að Þýskaland sé
eftirbátur hinna friðsömu nábúa sinna
bæði hernaðarlega og fjárhagslega. Við-
víkjandi styrkleika loftflotanna, bendir
hann á það, að Þýskaland standi þar
langt að baki Sovétríkjunum, sem fram-
leiði 8000 flugvélar á ári f 72 verk-
smiðjum þar sem auðvelt sé að þre-
falda framleiðsluna.
Með tðku Tjekkoslovakíu fengu Þjóð-
verjar aðeins 700 nothæfar flugvélar
af þeim 3000, sem tjekkneska lýðveld-
ið átti. s
Þá bendir hann á það, að Frakk-
land hafi yfir 5.000.000 æfða her-
menn, en Þýskaland aðeins 2.000.000,
og skorti bæði yfirforingja og undir-
foringja.
Af þeim 12.000 spænsku börnum,
sem hafa verið flutt frá Spáni til ann-
ara landa en Frakklands, dvelja nú
10.000 í Sovétlýðveldunum, en hin
aðallega í Sviss, Belgíu og Mexiko.
í Sovétlýðveldunum hafa farifl fram til-
raunir með að nota hálro, sem brenntlu-
eíni til að iramleifla ralmagn. Þetta hefir
tíkiit, en hvort rafmagnsframleiðslan
borgar sig veltur i þvi hvað hálmurinn
kostar.
heldur fund í Vcrklýðshúsinu
fimtud. 28. þ.m. kl. 8,30 e.'h.
31
30
Þegar við yfirgáfum „Sjóskrímslið" litum við
inn til Marins. Þegar hann er í búðinni klæðist
hann gömlum lafafrakka frá forneskju, þ. e. s., frá
fyrirstríðstímanum- En ef hann tekur sér göngu-
túr út í bæ er hann ætíð almennilega til fara. Við
röbbuðum saman uns ungur stúdent rakst inn og
spurði eftir bók. Það var Kristensen yngri, syst-
ursonur Iversens gjaldkera í „Von framtíðarinn-
ar“; þessi piltur les guðfræði og hann vildi ná í
grískt leksikon fyrir Nýjatestamentið.
„Já, hr. Kristensen, eg get vissulega hjálpað yð-
ur í þessu vandamáli", sagði Jósep Marin. „Lexi-
con græco-latinum in libros novi testamenti“. Eft-
ir Carolus Ludovicus Wilibaldus Grimm, doktor í
guðfræði og heimsspeki, háskólaprófessor í Jena,
háskólaráðunautur saxneská stórhertogans, ridd-
ari hinnar hvítu Fálkaorðu og húsorðu Ernstætt-
arinnar, þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Leip
zig 1888. Öll romsan er á latínu — auðvitað. —
* „Getið þér notað bókina? Hún er ágæt í sinnt
röð. Þýskir, skandinaviskir og hollenskir guðfræð-
ingar hafa, mann fram af manni, sótt vísdóm sinn
í þessa bók. Eg sel hana ekki með ánægju. Stund-
um fletti eg upp í henni að gamni mínu. En gerið
svo vel, bókin kostar tíu krónur! — Sumstaðar
verður að lesa hana með gagnrýni".
„Hvað eigið þér við?“ sagði Kristensen yngri,
„er bókin úrelt?“
„Ekki svo mjög að hún verði vart notuð. En sá
sem flettir upp má ekki vera hálfviti. Við skul-
um fletta upp — hverju? — t. d. Barrabas. Eftir á
að hyggja kæri Kaspar, hver heldur þú að þessi
Barrabas hafi verið?“
„Barrabas?“ sagði Kaspar, „var það ekki hinn
iðrandi ræningi?"
„Auðvitað bjóst eg' við að þú myndir svara
svona. Þakka þér fyrir, Kaspar. En við skulum
sjá hvað Grimm segir um þetta efni. í fyrsta lagi
segir hann að orðið sé arameiska og þýði: filius
patris = sonur föðursins- Það er rétt. Ennfremur:
latro captivus = bundinn bófi. Það er vitlaust.
Hreinasta svívirðing. Barrabas var alls enginn
ránsmaður. Hann er talinn meðal óbótamanna í
fjórða guðspjallinu, löngu eftir dauða sinn. í
Markúsarguðspjalli, sem er elst guðspjallanna,
sem til eru, er hann tiltölulega heiðvirður borg-
ari, sem var fangelsaður vegna þátttöku í upp-
hlaupi eða uppreisn. — Grikkir nota sama orð yfir
bæði hugtökin. „Fangelsaður ásamt þeim upp-
reisnarmönnum, sem frömdu dráp á meðan á upp-
reisninni stóð“. Hér er talað um „uppreisnina", á
mjög kunnuglegan hátt. Hið upprunalega Mark-
úsarguðspjall hefir sjálfsagt minst á það á öðrum
stað. Lúkas notar svipuð orð eins og Markús.
Matteus segir um Barrabas að hann hafi verið
„merkilegur“ eða „nafnkunnur“ fangi- Að vísu er
slíkt þunnar upplýsingar, en þá má ímynda sér
að hann sé alls engin aukapersóna upphlaupsins,
ef til vill upphlaupsmaður eða leiðtogi. Um hvers-
konar uppreisn var að ræða? Eg þori að veðja
hundrað gegn einum að það voru hin algengu
Messíasarupphlaup. Hversvegna? Vegna þess að
FUNDAREFNI:
1. Rætt um inntöku í
óháð fagsamband.
2. Ýms félagsmál.
3. Sögð ferðasaga.
(Ingibjörg Eiríksdóttir).
Stjórnin.
Sósíalistafélag AVureyrar heldur
hlutaveltu í Verklýðshúsinu n. k.
laugardagskvöld (30. september).
Er hér með skorað á alla með
limi félagsins að leggja til drætti
á hlutaveltuna og skila þeim í Verk-
lýðjhúsið n. k. fimtudag kl. 5 — 7
e.m. og eftir kl. 8,30 e.m.
Dömuarmbandsúr
hefir tapast 1 miðbænum.
Skiliit til lögreglunnar.