Verkamaðurinn - 11.11.1939, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINÍÍ
3
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson,
Jakob Arnason og Geir Jónasson.
Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson.
Blaðið kemur út hvern laug^rdag.
Askriftargjald kr. 6.00 árgangur-
inn. 1 lausasöiu 15 aura eintakið
Afgreiðsla i Verklýðshúsinu. Sími 293.
Prentverk Odds Björnssonar.
Rafmagns-
verðið.
SÓSÍALISTAFLOKKURINN
KREFST LÆKKUNAR A RAF-
MAGNSVERÐINU — OG AÐ
ÞEIR FÁTÆKU FÁI LJÓSA-
RAFMAGNIÐ SAMA VERÐI OG
AÐRIR.
í síðasta blaði var birtur sá
kafli úr „frumvarpi til gjaldskrár
fyrir Rafveitu Akureyrar“, sem
fjallar um sölu rafmagns til heim-
ilisnotkunar.
Frumvarp þetta fól í sér, meðal
annars, að þeim, sem ekki nota
svo mikið rafmagn til ljósa, að
þeir geti sér að skaðlausu notað
hinn svokallaða heimilistaxta —
var gert að greiða sitt ljósaraf-
magn með 60 aur. kwst. — eða
20% hærra verði en verið hefir,
og öðrum heimilum nú er ætlað
að greiða.
Stjórn Sósíalistafélags Akureyr-
ar hefir síðan tekið frumvarp
þetta til meðferðar, og ákveðið,
að fulltrúar Sósíalistaflokksins í
bæjarstjórn beri þar fram breyt-
ingartillögur þær, sem fara hér á
eftir.
S.l. miðvikudagskvöld boðaði
Sósíalistafélagið til almenns um-
ræðufundar um þetta mál, í Sam-
komuhúsi bæjarins, í því skyni
að fá að heyra undirtektir al-
mennings við þessum breytingar-
tillögum flokksins. — Fundurinn
var að vísu miður sóttur, en
ástæða var til að ætla. En tillög-
urnar fengu einróma undirtektir
þeirra, sem mættu. Voru sam-
þyktar með öllum- atkvæðum
eftirfarandi
T I L L Ö G UR :
„1. Að rafmagn til heimilislýs-
ingar verði selt ekki hærra verði
en 50 aura kwst. — þó tekið sé í
gegnum sérmælir til ljósa“.
„2. Að rafmagn til suðu verði
selt ekki hærra verði en 9 aura
kwst. — hvort heldur er tekið í
gegnum sérmælir til suðu, eða
um einn mælir til allrar heim-
ilisnotkunar“.
„3. Að við útreikning suðuraf-
magns, þegar tekið er um einn
mælir til allrar heimilisnotkunar,
verði ekki sett hámark á stærð
íbúðar, heldur reiknaðar 10 kwst..
á hvern ferm. íbúðar, sem er um-
fram 50 fermetra".
„4. Að fella niður það ákvæði,
að við útreikning gólfflatar megi
setja hámark — 20 ferm. á hvern
heimilismann“.
„5. Að raforka til stóriðju verði
seld á 16 aura kwst. — eins og
verið hefir — í stað 15 aura, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir“.
Ennfermur skorar fundurinn á
rafmagnsnefnd og bæjarstjórn að
gera alvarlegar ráðstafanir til að
fá nauðsynlegustu rafmagnstæki
til bæjarins, og hjálpa fátækum
bæjarbúum til að eignast þau“.
Með þessum tillögum, ef þær
ná samþykki bæjarstjórnar, er í
fyrsta lagi bætt úr því misrétti,
sem mikill fjöldi alþýðuheimila í
bænum hefði orðið fyrir, samkv.
frumvarpinu, þ. e. að borga ljósa-
rafmagn sitt með 60 aurum kwst.
meðan efnaðri rafmagnsnotendur
fengu sitt ljósarafmagn fyrir 50
aura kwst. og minna.
í öðru lagi er lagt til, að suðu-
rafmagnið verði selt á 9 aura
kwst. í stað 10 aura, sem frum-
varpið felur í sér. — Með því ætti
að vera tryggt, að suðurafmagnið
hækkaði ekki frá því, sem verið
hefir, jafnvel hjá þeim, sem not-
að hafa suðurafmagn meira að
sumrinu, með 7 aura verði, en að
vetrinum með 12 aura verðinu.
Þá er einnig lagt til, að feldar
verði niður þær „undanþágur“,
sem ekki geta komið til góða öðr-
um en þeim, sem búa í „lúxus“-
íbúðum, og eru því vel færir um
að borga alt það rafmagn, sem
þeir eyða.
Ennfremur að látið verði gilda
gagnvart stóriðju sama sjónarmið
og gagnvart öðrum rafmagnsnot-
endum, þ. e. að selja orkuna sama
nafnverði og verið hefir.
Loks er skorað á yfirvöld raf-
magnsmálanna, að ganga fastar
fram í því, að fá nauðsynleg raf-
magnstæki til bæjarins, og hjálpa
sa
Oigaíiislaífiemi
HeimskriHQtu.
Bókaútgáfan Heimskringla í
Reykjavík er fyrir löngu orðin
kunn öllum bókelskum íslending-
um. Nú eru nýkomnar út tvær
bækur hjá Heimskringlu, ljóða-
bók eftir Jóhannes úr Kötlum, er
heitir: „Hart er í heimi“, og safn
af nýjum ritgerðum eftir Gunnar
Benediktss., „Skilningstré góðs og
ills“. Nú á næstunni er von á eft-
irfarandi bókum frá Heims-
kringlu: „Þórbergur Þórðccrson,
jræðimaður, spámaður og skáld“,
eftir Dr. Stefán Einarsson, er
þetta æfisaga Þórbergs, gefin út í
tilefni af því, að hann er fimm-
tugur á þessu ári. „Henging mín“,
eftir Þórberg Þórðarson. Eru það
þrjár greinar, og hefir sú lengsta
ekki birst áður, en hinar hafa
komið í „Þjóðviljanum“. „Flugmál
íslands“, eftir Hjálmar Bárðarson,
frá ísafirði, er hlaut gullpenna-
sjóðsverðlaun Mentaskólans fyrir
þetta vit.„Kafbátsforingi og kenni-
fátækustu heimilunum til að
eignast þau.
Það er augljóst mál, að slíkt
gildir ekki aðeins um hagsmuni
viðkomandi einstaklinga — heldur
engu síður rafveitunnar, sem fyr-
irtæki, sem með því skapaði sér
aukinn markað fyrir þá orku, sem
annars fer alveg til ónýtis.
Gjaldskráin verður endanlega
afgreidd á næsta bæjarstjórnar-
fundi (næstk. þriðjudag) og ætti
alþýða bæjarins að fjölmenna á
þann fund, og fylgjast með af-
stöðu bæjarfulltrúanna í þessu
mikla hagsmunamáli bæjarbúa.
Steingr. Aðalsteinsson.
maður“, eftir þýska prestinn Nie-
miiller, sem Hitler hefir um langa
hríð haft í fangelsi. „Bagavad
Gita“, indversk helgikvæði, þýdd
beint úr sanskrít af Sören Sören-
son. „Liggur vegurinn panga)ð“,
skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Sig-
urðsson, úr nútímalífi Reykjavík-
ur. „Hús skáldsins“, skáldsaga eftir
H. K. Laxness, þriðja bindi af
sögunni um Ólaf Kárason og að
lokum mun Heimskringla gefa út
í febr. í vetur fjórða og síðasta
bindið af þessari sögu er nefnist
„Fegurð himinsins“.
Auðæfi
Ukraina.
Áður en Pólland leið undir lok
var Ukraina 433.000 ferkílómetrar
eða nokkru minna en Þýskaland.
Þetta er landið sem Hitler
dreymdi um að gera að leppríki
Þýskalands, en nú hafa allar
skýjaborgir nazistanna um Stór-
Ukraina hrunið eins og spilaborg.
Náttúruauðæfi Ukraina eru
geysilega mikil. Jörðin er fram-
úrskarandi frjósöm, loftslagið á-
gætt og dýrmætir málmar finnast
hvarvetna. Talið er að 70 miljarð-
ar tonn af kolum sé enn óunnið í
Donhéraðinu. Mangangrýti er þar
í svo ríkum mæli, að talið er að
þar sé helmingur allra mangan-
birgða heimsins. Ennfremur finst
þar helium, wolfram, molybdæn,
nikkel og jafnvel olíu hafa vís-
indamenn Sovétríkjanna fundið
þar. En þó er hin gjöfula svarta
mold dýrmætust, hún birgir So-
vétríkin upp með hveiti, bómull,
sykurrófum, hampi, hör, indælum
ávöxtum, grænmeti og vínberjum.
í Ukraina eru nú 30 þús. sam-
yrkjubú, 67 þús. dráttarvélar og
. 50
en lét svikarann Barabas sleppa. Hvað segið þér,
hr. Kristensen?“
Kristensen yngri var dálítið utan við sig. Irma
Jensen kom rétt í því með þvott Marins frá
þvottastofunni Vasko de Gama. Kristqnsen stú-
dent veitti henni undir eins gaumgæfilegustu at-
hygli. Og þar sem hann svaraði spurningu Marins
alls engu, sagði Irma Jensen:
„Voruð þið að tala um Jesús? En hann hefir
aldrei verið til! Eg las það í Alþýðublaðinu!“
9. KAPÍTULI.
Síðan pabbi og Jesús lentu í þjarki um fjand-
ann Beel-ze-bal neyddist eg til að hætta að fylgj-
ast með starfsemi spámannsins nýbakaða. Eg held
að hvorugur hafi tapað miklu á því. Nokkru síðar
hvarf hann um stund sýnum vorum. Landsstjór-
inn komst á snoðir um, að meðal fylgjenda Jesús
væru nokkrir vandlætarar, sem tekið hefðu þátt í
uppreisn Júdasar. Þeir álitu höfuðsynd að borga
skatt, en Heródes var mótfallinn slíkri skoðun
umfram alt. Faðir minn, sem átti kunningja við
hirðina og var í miklum metum hjá Heródesi,
komst að því, að Antipas hefði fullan hug á að
fangelsa Jesús og láta hann sæta örlögum Júdasar.
Dag einn, þegar Símon kom með fisk til okkar, fór
pabbi út í eldhús, til að tala við hann, og sagðist
ráðleggja Jesús að hverfa á brott sem fyrst. Jesús
fór því frá Kapernaum hið allra fyrsta. Seinna
fréttum við, að hann hefði haldið til hinna fönik-
47
„Eg þakka, herra Kristensen“, sagði Marin.
„Kærar þakkir! Það var ágætt að þessi ráðgáta
leystist fyrir mér. En sagði ekki dósentinn hvern-
ig hann komst að því að Barabas hefði verið son-
ur skriftlærðs?“
„Nei, hann minntist ekki á það....“
»Mig grunaði það“, sagði Marin. „En ég get sagt
frá því, ef yður langar til. í gömlu biblíuhandriti,
sem heyrir að vísu ekki til hinna elstu, stendur
skrifað Barrabas, með tveimur errum. Það er lík-
lega ritvilla. En ef þarna væri rétt skrifað, mætti
rekja orðið til arameisku. Bar-rabas þýðir á því
máli: Sonur rabbínans. Út frá þessu spinna menn
guðfræðilega skáldsögu, sem tekur sig vel út og
eg fékk að heyra við Uppsalaháskóla fyrir 40
árum“.
Hik kom á Kristensen, en Marin hélt áfram:
„Það er að vísu hægt að leysa þessa gátu á ann-
an hátt. Fyr á tímum, þegar guðfræðingar tóku
Jóhannesarguðspjall trúanlegt, var Barabas álit-
inn ræningi. Markúsarguðspjall mælir ekki bein-
línis á móti því. Það er alls ekk'i ósennilegt að
ræningi taki þátt í upphlaupi. Jæja: Barrabas var
að líkindum sonur víðfrægs ræningjahöfðingja.
Hann fetaði í fótspor föður síns og líktist honum
svo mjög, að hann fékk auknefnið Barrabas =
sonur föðursins. Hvað haldið þér?“
„Hm!“ sagði Kristensen yngri. „Eg veit ekki al-
mennilega.... “
„Yður líkar ekki tilgátan. Mér geðjast heldur
ekki að henni. Hún er engu betri en sagan um,