Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1940, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.05.1940, Blaðsíða 1
VERKflmflÐURifin XXIII. ÁRG. Miðvikudaginn 1. maí 1940. 18. tbl. Fylkjum liði 1. maí fyrir atvinnu og frelsi. Mannkynið hefir aldrei áður staðið andspænis jafn ægilegum hildarleik og nú. í Asíu hefir mannskæð stórstyrjöld geisað um langa hríð, í Evrópu hófst stór- veldastyrjöld s. 1. haust og allar horfur á að hún fari harðnandi og breiðist út til enn fleiri landa. Þær þjóðir sem taka beinan þátt í þessum styrjöldum telja um 1200—1300 miljónir manna. En af- leiðingar styrjaldanna ná til allra þjóða undantekningarlaust. Menn skeggræða um ófriðinn og spá um horfurnar, hver verði sig- urvegari í þessum grimmilega leik, hvað þurfi að gera til þess að hörmungarnar endurtaki sig ekki. Svo var einnig í síðustu heimsstyrjöld. Og þannig hefir það einnig gengið áður, er styrjaldir hafa verið háðar. En reynslan hef- ir sýnt að styrjöld hefir naumast fyr verið lokið en önnur hefir brotist út. Þannig verður það uns orsök styrjaldarinnar er úr sög- unni. Orsök styrjaldanna er aðeins ein, auðvaldsskipulagið. Styrjöldin er óumflýjanleg afleiðing auðvalds- skipulagsins. Á friðartímum er háð barátta í auðvaldsríkjunum og milli ríkja um auð og völd, mismunandí illvíg, á stríðstímum er háð samskonar barátta, munur- inn er sá að þá nær hún hámarki sínu. Það er því aðeins ein leið til að tryggja mannkyninu eilífan, ó- raskanlegan frið og alla þá bless- un er því fylgir, kollvörpun þess þjóðskipulags er fæðir af sér styrjaldir, og byggja í þess stað nýtt gagnstætt skipulag, þar sem öll samskifti manna og þjóða og þjóðabrota grundvallast á algerðri samvinnu og sameiginlegum hags- munum á öllum sviðum, skipulag sósíalismans um allan heim er eina tryggingin fyrir varanlegum friði og farsæld. í dag, 1. maí, á þessari alþjóð- legu baráttusíund vinnandi fólks um víða veröld, hlýtur því krafan um frið og afnám auðvaldsskipu- lagsins að bera hæst. Sú krafa verður ekki uppfylt á baráttu fólksins sjálfs, sem þjáist af hörm- ungum styrjaldanna, beint eða ó- Deint. Við hér heima á íslandi búum að vísu enn við vopnafrið, en af- leiðingar styrjaldarinnar, afleið- ingar þjóðskipulagskerfisins ligg- ur eins og martröð á þjóðinni. Dýrtíðin vex daglega og atvinnu- leysið nær samtímis til æ fleiri einstaklinga. í stað þess að gera ráðstafanir til að létta byrðarnar á almenningi, grípur ríkisvaldið til hverskonar nýrra ofbeldis- og kúgunaraðgerða. Frá „þjóðsjórn- inni“ hefir alþýðan einskis annars að vænta en fjandsamlegra at- hafna á öllum sviðum. Þær kröf- ur sem íslenzk alþýða ber fram í dag fær hún því aldrei uppfyltar án þess að fylgja þeim fast og einhuga eftir. Barátta íslenskrar alþýðu fyrir vinnu og brauði, fyr- ir frelsi sínu og lífi hlýtur því að verða barátta gegn þeirri ofbeldis- og óstjórn er nú ríkir. í dag, 1. maí, verður akureysk alþýða að sýna, að hún hafi hug og þor til að berjast fyrir brýn- ustu lífsþörfum sínum, að hún sé staðráðin í því að krjúpa ekki auðmjúk að fótum harðstjórnar- innar og kyssa á vöndinn eins og vesæll þræll. í dag mun íslensk alþýða sýna, að hún er arftaki þeirra, sem hefndu Jóns Arason- ar, þeirra forfeðra vorra sem á hverjum tíma hafa haft kjark og manndóm til að berjast gegn kúg- unarvaldinu, erlendu og innlendu. Bardagar i'ara vax- andi í Noregi. Samkvæmt útvarpsfregnum er ljóst, að þýski innrásarherinn i Noregi hefir sótt hratt fram í Austurdal og Gulbrandsdal. Stað- festar fregnir herma að borgin Röros sé í höndum Þjóðverja. Bandamenn fullyrða að þeim hafi tekist að koma allmiklu herliði á land í Noregi fyrir nokkrum dög- um og telja aðstöðu sína stöðugt fara batnandi þar. Er talið að vænta megi stórtíðmda frá Noregi næstu daga og verði þá skorið úr því hvort þýska hernum frá Oslo tekst að ná sambandi við þýska herinn í Þrándheimi. Fregnir herma að rússneskar flotadeildir hafi nýlega komið til Hangö, en þar eiga þær að hafa bækistöð samkvæmt friðarsamn- ingum Finna og Rússa. við þann vilja, sem ríkjandi er í Dagsbrún. Stjórn Dagsbrúnar, sem eingöngu er skipuð íhalds- og Alþýðuflokksmönnum, neitaði svo sameiginlega, að kalla saman fund í félaginu til að ræða málið, þrátt fyrir að minnihluti nefndarinnar gerði kröfu þar um, sem var studd af fjöldanum í Dagsbrún. Á mánudagskvöldið tilkyntu svo í útvarpinu Jón Rafnsson og Ed- varð Sigurðsson, fyrir hönd minnihlutans í Dagsbrúnarnefnd- inni, að undirbúningi hátíðahald- anna og kröfugöngunnar 1. maí yrði haldið áfram í samstarfi við (Framhald á 4. síðu) Sam öngur Karlakórs Akureyrar. Karlakór Akureyrar undir stjórn Ás- ke'ls Snorrasonar hélt samsöng í Nýja Bíó s. 1. sunnudag. Var húsfyllir og viðtökur áheyrenda framúrskarandi góðar; varð kórinn t. d. að endur- aka 9 lög af 13 á sðngskránni. Hr. Robert Abraham aðstoðaði. Kórinn endurtók samsöng sinn á sama slað í gærkveldi. Dómur um sönginn kemur í næsta blsði. Pjóðstjórnarliðsbroddarnir í Dagsbrún svíkja samþyktir síðasta Dagsbrúnarfundar og reyndu að hindra sameiginlega kröfugöngu og hátíða- höld Dagsbrúnarmanna 1. maí. Minnihluti nefndarinnar hélt störfum áfram og undirbjó 1. maí í samstarfi við önnur verklyðs- félög. Mikil gremja ríkjandi í höf- uðborginni meðal allrar alþýðu út af þessum lúalegu svikum þjóð- stjórnarbroddanna. Eins og lesendum Verkam. er kunnugt, var fyrir nokkrum dög- um samþykt á afarfjölmennum Dagsbrúnarfundi að félagið geng- ist fyrir sameiginlegum hátíða- höldum og kröfugöngu verklýðs- félaga í höfuðborginni 1. maí. Níu manna nefnd var kosin á þessum fundi til að hafa allar framkvæmdir á hendi. Þegar nefnd þessi leitaði samstarfs við Fulltrúaráð verklýðsfélaganna sem er skipað meirihluta Alþýðu- flokksmörinum eftir valdboði St. Jóhanns, þá neitaði Fulltrúaráðið samstarfi nema með því skilyrði, að kröfugangan yrði eingöngu farin undir flokksfána „Alþýðu- flokksins". Þetta gat meirihluti Dagsbrúnarnefndarinnar ekki fall- ist á, enda var þetta í algjörðri andstöðu við vilja Dagsbrúnar- manna. Á þessum forsendum hættir svo meirihluti nefndarinn ar störfum, í vitanlegri andstöðu Fjolmennið í kröfugönguna í dag. Fyllið Nýja-Bió i dag og Kvöld

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.