Verkamaðurinn - 01.05.1940, Side 2
1
VERKAMAÐURINN
RAJNl PATEL:
Frelsisbarátta Indverja
Staifið.
Við óráðnar gdtur hvern morgunn er mannshugur vakinn,
til myndauðugs llfs, þar sem leiðin er verkefnum þakin,
i vitund um lífsafl, sem starfar l stolti síns máttar,
frá stökustu frumeind að Ijósvídd sem aldrei sig nátiáir,
með hugsýn að framkvœmd sem fullnœgi mannlegum þðrfum,
til fagnandi llfs, sem á takmark i daglegum störfum.
Pvl skal upphaf til starfs, sérhvert augnablik llðandi stundar,
það sem altaf er nýtt, þar sem lífsorkan boðar til fundar,
óskum sem hœkka við öflun til daglegra þarfa
aðla hvern mannshug og þroska til nytsamra starfa,
vekja til framhorjs um fylling hvers áforms til brautar,
fegursta stundin er rofun að lausn hverrar þrautar.
Pað er fegrun á hugsun og göfgun á hreyfing og gleði,
grátlaust og traust þar sem árla er risið frá beði,
heiibrigt i nauðsyn og framsókn að fullkomnun bygðar
fjölrátt um utsjón og hugstœtt til fórnandi dygðar.
Frá starfandi höndum ris menning með vorboðans veldi,
til víkkandi arfs, sem á kraft sinn l morgunsins eldi.
T. E.
L-
Allar þjóðir Indlands eru nú í
þvi ástandi, að þaer eru gagntekn-
ar af þjóðernislegri vakningu of
heyja baráttu fyrir þjóðernislegu
sjálfstæði sínu.
Enginn og ekkert getur kæft
bina sögulegu frelsisþrá indversku
þjóðarinnar. Alsherjar indverska
þjóðþingið, bin pólitisku samtök
indversku þjóöarinnar, er sterkt
og voldugt.
Hvað er þá þetta þing?
í’etta þing er pólitisk samtök
fyrir hagsmuni indversku þjóð-
arinnar og eru studd af öllum
deildum og félagssamtökum —
af bændum, verkamönnum, milli*
stétt og menntamönnum, jafnt af
Hindúum, Múhamedstrúarmönn-
um, eldsdýrkendum og kristnum
mönnum. Þingið krefst þess að
Indland verði frjálst. Pessi krafa
er jafnframt krafan um brauð
og frelsi banda indversku þjóð-
inni, sem lifir i örbirgð.
Þessi krafa á djúpar rætur i
brjósti yfirgnæfandi meiri bluta
binna 353 miljóna manna i Ind-
landi. Þetta kom i Ijós við kosn-
ingar béraðsfulltrúanna árið 1937,
þegar mikill meiri hluti kjósenda
greiddi þingflokknum (»kong-
ressc-flokknum) atkvæði, sem sið-
an gat myndað stjórnir i 8 af 11
fylkjum Iodlands. Jafnvel mú-
hamedstrúarfylkið við norðvest-
ur landamærin greiddi þingflokkn-
nm atkvwði.
Þar sem Kongressflokkurinn
telur 5 miljónir virkra meðlima,
er bann einn sterkasti pólitíski
félagsskapur i beimi.
Pað eru þar einnig andstæður,
hvað snertir bugtaksfræði og
heimsskoðun, alveg eins og inn-
an kinversku samfyikingarinnar.
En eins og allir hópar og flokk-
ar i Kina vinna einhuga saman
til þess með öllum ráðum að
verja frelsi Kfna, eins sameinast
allir bópar og flokkar innan Kon-
gressflokksins i baráttu fyrir sjálf-
stæði Indlands.
Vegna þessarar órjúfanlegu ein-
ingar og aga er indverska þjóð-
in jafn örugg um sigur sinn i
baráttunni gegn beimsvaldastefn-
unni, eins og bin hetjulega og
einhuga kinverska þjóð trúir á
sigur Kina yfir japönsku heims-
valdastefnunni. Hin virkilega
trygging fyrir sigri þeirra afla.
sem berjast fyrir frelsi Indlands
er fólgin i fjöldaeðli Kongress-
flokksins, i þeirri staðreynd, að
baráttan fyrir sjálfstæði er bar-
átta fjöldans.
Barátta indversku þjóðarinnar
er sameiginleg barátta allra hópa
og flokka, barátta, sem er studd
af verkamönnum og bændum,
sem eru máttarstólpi Kongress-
flokksins Verklýðsstétt Indlands
er skipulögð i fagfélög. Um
margra ára skeið voru tvö ólik
fagfélagasambönd i Indlandi. En
fyrir tveimur árum sameinuðust
þau og mynda nú Allsherjar ind-
verska fagfélagaþingið.
Fagtélagaþingið og hið vinn-
andi fólk Indlands berst ekki að-
eins fyrir sinum eigin bagsmuna-
kröfum, beldur er það i broddj
fylkingar i baráttunni fyrir póli-
tisku sjálfstæöi. Millistéttin og
menntamennirnir taka þátt i frels-
isbaráttunni með verkamönnun-
um að ógleymdum bændunum,
en pólitisk meðvitund þeirra hefir
þróast á eftirtektarverðan hátt.
Indversku bændurnir hafa nógu
iengi þjáðst undir hinu bretska
oki og harðstjórn stórjarðeigend-
anna. Nú likjast þeir vaknandi
risa, sem verður meðvitandi um
þá orku, er í honum býr. Bænd-
urnir eru sameinaðir i voldug-
um »kisan sabhas* — bændafé-
lögum — og reiðubúnir að taka
þátt i lokabaráttunni gegn bretsku
heimsvaldastefnunni.
Petta er sem sagt sem næst
þvi myndin af hinum samein-
uðu öflum indversku frelsisbar-
áttunnar, fyrir öflugri og sigur-
vissri baráttu. Árum saman var
Mahatma Gandhi áhrifarikasti
leiðtogi Kongressflokksins og ut-
an Indlands er hann enn i dag
þektastur af öllum leiðlogum
indversku þjóðarinnar.
En hækkandi stjarna Indlands
er Javaharlal Nehru. Nehru er
tákn baráttunnar og aukins þroska
indversku þjóðarinnar. Hann er
tvimælalaust vinsælasti leiðtogi
Kongressflokksins.
Hann talar við bændurna á
máli sem þeir skilja og tengir
saman hinar pólitisku lýðræðis-
kröfur og hagsmunakröfur lið-
andi stundar. Nehru hefir verið
fangelsaður sjö sinnum af ensku
heimsvaldastefnunni. 1 hinni
sögulegu framsöguræðu á árs
móti indverska Þjóðþingsins i
Lucknow árið 1936, komst hann
m. a. svo að orði:
»Eini lykillinn að lausn heims-
vandamálsins, jafnt og vanda-
máli Indlands, er sósialisminn,
Og þegar eg nota þetta orð, þa
geri eg það ekki i óákveðinni,
mannúðlegri meiningu, heldur i
visindalegri, i hagfræðilegri mein-
ingu. Prátt fyrir það er sósialism-
inn engu að siður miklu meira
en vísindaleg kenning: hann ei
heimspeki lifsins og einmitt sem
slikur hefir hann áhrif á mig.
Til þess að útrýma fátækt-
inni, til þess að upp-
ræta hið almenna atvinnuleysi
og undirokun indversku þjóðar-
innar, sé eg engan annan veg en
leið sósíalismans. Þetta felur i
sér miklar og byltingasinnaðar
breytingar á pólitfsku og félags-
legu kerfi, endalok lénsmanna-
og einveldisstjórnar rikiskerfisins
i Indlandi.t
Bretska heimsveldið er hið
stærsta ( beimi. Heimsveldið var
grundvallað með ofbeldi. ^aldwin
Vorið —
fráimftíðin.
Á öllum tímum, í öllum löndum,
er draumur mannkynsins, um
betri tíma og bjartara líf, — vor í
mannheimi, bundið við æskuna,
framtíðina. Sterkur, stórhuga
æskulýður, þrunginn af skapandi
þori, er stolt hverrar kynslóðar,
því hann er erfingi landsins, og
alls þess besta, er feður hans og
mæður börðust fyrir. Að æsku-
lýðurinn standi framar þeirri
kynslóð er fellur í valinn, verði
betur úr garði gjör til sóknar og
varnar, hlýtur því að vera kjör-
orð fólksins, svo framarlega að
það þekki sinn vitjunartíma, og
viti hvað til síns friðar heyri. Til
þess að æskan geti fullnægt sín-
um skapandi vorhug, sem er ein-
kenni alls heilbrigðs, uppvaxandi
fólks, þá verður að sjá æskulýðn-
um fyrir störfum og gefa honum
nauðsynlegt olnbogarúm til sjálf-
stæðra athafna.
Um það, sem sagt er hér að
fiaman, eru allir heilvita menn
og konur sammála, en samt eru
þessi mál, nú í dag, í herfilegu
öngþveitisástandi, ekki aðeins á
okkar litla landi, heldur allsstaðar
í heiminum þar sem auðvaldið
ræður og drottnar. Aðeins í ríki
alþýðunnar í Austurvegi, þar sem
auðlindirnar hafa verið teknar í
þjónustu fólksins, hefir æskulýðn-
um, hinni uppvaxandi kynslóð,
verið sköpuð slík skilyrði til
þroskunar og athafna, að björt-
ustu draumar mannkynsins í þeim
efnum eru nú að verða að veru-
leika. Eins og Kristur á sínum
tíma sagði: „Leyfið börnunum til
mín að koma og bannið þeim það
ekki, því slíkum tilheyrir guðsrík-
ið“, draumríkið í mannheimi þess
lávarður, fyrverandi forsætisráð-
herra, kallaði einu sinni bretska
(Framhald á 4. síðu)
æskan —
tíma. Þannig sagði líka Lenin:
„Allt, sem gjört er í nafni sósíal-
ismans verðum við að miða við
velferð hinnar uppvaxandi æsku
því henni tilheyrir framtíðin11.
í dag stöndum við andspænis
þeim ískalda veruleika, að stór-
veldi Vestur-Evrópu berjast á víg-
völlunum um endurskiftingu hrá-
efnalindanna og markaðssvæða
jarðarinnar, smáríkin eru troðin
undir í þeim blóðuga hildarleik,
því styrjaldir þekkja enga misk-
un. Æskulýð landanna, sem átti
að erfa framtíðina, er att út til
að berjast og hljóta dauðann að
launum, eða máske ennþá verra
hlutskifti. Þannig eru hagsmunir
heimsauðvaldsins andstæðir hags-
munum æskulýðsins, er þráir
frelsi og frið til athafna.
Æskulýður frændþjóðar okkar,
Norðmanna, hefir af stórveldun-
um verið neyddur til að taka sér
vopn í hönd til að verja frelsi og
heiður þjóðar sinnar. í dag viljum
við votta honum samúð okkar og
virðingu. Við óskum þess, að hinn
heilatómi haus auðvaldsins og
hjartalausi búkur þess komi svo
sundurmolaður úr þessari styrjöld,
að hann eigi aldrei upprisuvon að
eilífu.
íslenskur æskulýður, sem geng-
ur nú um, án þess að fá atvinnu,
þegar vorið kallar æskuna til
starfa, hann verður að stíga á
stokk og strengja- þess heit, að
fylkja sér þétt saman, og krefjast
í sameiningu við aðra alþýðu
landsins, atvinnu til handa'öllum
þeim, er geta unnið og vilja vinna.
Atvinnuleysi er þjóðhagslegur
glæpur, sem æskan á ekki að þola.
ísland á óteljandi möguleika til
að fæða og klæða öll sín börn
sómasamlega, sé stjórnað með
hagsmuni fólksins fyrir augum.
Krafa æskulýðsins í dag er, að
alþýðan fái völdin á íslandi svo
hlutur æskunnar verði ekki leng-
ur fyrir borð borinn. *