Verkamaðurinn - 30.11.1940, Qupperneq 4
4
TERKAMAÐUEINN
Erlendar fregnir.
Nokkrar óeirðir urðu í fyrradag
í borginni Zagreb í Króatíu (Jú-
goslavíu). Réðust andstæðingar
nazistastúdenta á þá. Var háskól-
anum í borginni lokað.
• Sendiherrar Sovétríkjanna í
nokkrum löndum hafa nú í vik-
urSii átt viðræður við forsætisráð-
herra eða aðra háttsetta fulltrúa
nokkurra ríkja. M. a. hefir Mai-
sky, sendiherra Sovétríkjanna í
London, átt viðræður við Butler,
aðstoðarutanríkismálaráðh. Bret-
lands, og Umansky, sendiherra
Sovétríkjanna 1 Bandaríkjunum,
ræddi sama dag við Sumner Wel-
les aðstoðarutanríkismálaráðherra
Bandaríkjanna.
Kommúnistar í Búlgaríu hafa
myndað varnarsveitir í ýmsum
borgum, þar sem mikið hefir bor-
ið á þýskum ferðamönnum undan-
farið. Benda margar fregnir til
þess að baráttan gegn nazistum
fari nú mjög harðnandi í Búlgaríu,
bæði í landinu sjálfu og af hálfu
Sovétríkjanna. Fyrir nokkrum
dögum efndu nazistastúdentar í
Sofia, höfuðborg Búlgaríu, til
kröfugöngu og báru þeir spjöld
með kröfum um að Grikkland léti
landsvæði af höndum við Búl-
garíu. Kommúnistar og aðrir lýð-
ræðissinnar réðust á nazistana,
rifu af þeim spjöldin og eyðilögðu
þau.
Sobolev, fulltrúi Sovétríkjanna
á Dónárríkjaráðstefnunni, hefir
tvívegis,. nú síðustu daga, farið á
fund Borisar konungs í Búlgaríu.
Hefir þetta vakið feikna athygli.
Ekki er kunnugt hvað þeir hafi
rætt, en það er alment talið, að
viðræðurnar hafi snúist um utan-
ríkisstefnu Búlgaríu og útþenslu-
áform Þýskalands á Balkan. Er
fullyrt að afstaða Sovétríkjanna
hafi valdið því, að ekkert hefir
orðið af för búlgörsku ráðherr-
anna á fund Hitlers.
Sendiherra Sovétríkjanna í Búlg-
aríu ræddi í fyrradag við Boris
konung og forsætisráðherrann.
Fregnir frá London herma, að
sendiherrann hafi lýst því yfir að
viðræðunum loknum, að hvorki
Búlgaría né Sovétríkin vildu ger-
ast þátttakandi í styrjöldinni og
að Sovétríkin myndu halda áfram
að styðja Búlgaríu.
Bardagarnir milli Grikkja og
ítala fara harðnandi. í gær tóku
Grikkir ramgert vígi með byssu-
stingjaáhlaupi. Þrátt fyrir það þó
ítalir leggi feikna kapp á að
verja Argyrokastro og hafi sent
þangað mikinn liðsauka hafa
Grikkir einnig sótt fram þar.
Grikkir tóku meðal annars borg-
ina Pogradec nú í vikunni, en hún
hefir mikla hernaðarþýðingu.
Kvöldskemtun heldur Sósialistafélag
Akureyrar á Hótel Akureyri, fullveldis-
daginn 1. desember. Sósíalistar œttu að
fjðlmenna á þessa skemtun.
Sælgœti§T0rur
og
Suðusúkkulaðl
tvá Sœlgaells- og Efnag.
Freyju Reykjavlk
ER BE§I.
Confefet-kassarnlr
koma bráðlega í búðirnar.
Blðjftð um
Freyju vörur.
Hvar er komið sjálfstæði
íslensku þjóðarinnar?
(Framh. af 1. síðu).
ræða. Það er að fullu slitið, og
verður naumast tekið upp aftur.
En losnum við aftur við yfirráð
Breta?
Já, að styrjöldinni lokinni —
segja menn.
En ætli að það fari ekki nokkuð
eftir því, hvernig styrjöldinni lýk-
ur.
Og það, sem meira máli skiftir
fyrir okkur: Svo lengi, sem við
líði eru voldug auðvaldsríki
beggja megin Atlantshafsins, verð-
ur ísland héðan í frá — vegna
legu sinnar — stöðugt þrætuepli
þeirra á milli.
Ryðji sósíalisminn sér til rúms
um meginland Evrópu — eins og
líklegt má telja að verða muni
upp úr styrjöld þessari — án þess,
að ísland fylgist með í þeirri bylt-
ingaröldu, vofir yfir landinu sú
hætta að verða eitt af helstu fram-
varðavígjum ameríska auðvalds-
ins, í styrjöld þess gegn sósíalist-
iskri Evrópu.
Skilyrðin fyrir því, að íslenska
þjóðin öðlist aftur sjálfstæði sitt,
eru því:
í fyrsta lagi, að auðvaldinu
verði steypt af stóli í þeim aðal-
herveldum Evrópu, sem nú berj-
ast um völdin — en sósíalistiskir
stjórnarhættir, með tilheyrandi
sambúð þjóðanna, komi í staðinn.
í öðru lagi, að íslenska þjóðin
verði þátttakandi þeirrar sósíalist-
isku byltingar og hluti í ríkjakerfi
þeírrar sósUlistlsku Evrópu, sem
Laus staða.
Vélavarðarstaða við Laxárvirkjunina er laus til
umsóknar. Byrjunarlaun kr. 3600,oo á ári, og
auk þess hlunnindi og dýrtíðaruppbót.
Umsóknum sé skilað til rafveitustjórnar Akureyrar
fyrir 20. desember þ* á.
Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn.
Akureyri, 29. nóvember 1940
Rafveita Akureyrar.
Tilkynning.
Sameiginlegur verðtaxti iSk6sn>I9aféIa|js Ak-
ureyrar, kemur til framkvsmda 1. des. n. k. og
gildir þar til öðruvísi verður ákveðið.
Akureyri 26. nóvember 1940.
fónatan M. Jónatansson. Tryggvi Stefánsson. Jón B/arnason.
Jóhann Jónsson. Magnús Magnússon. Oddur Jónsson.
Hreinsun á sorpi
frá húsum i bænum verður látin í ákvæðisvinnu
næsta ár, ef viðunandi tilboð fæst.
Upplýsingar um starfið gefur verkstjóri bæjarins
Júuíus Jónsson,
Tilboðum sé skiiað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir
9. desember næstkomandi.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 27. nóvember 1940.
Steinn Steinsen.
Sósialistafélag Ákureyrar
heldur
kvuldskemtun
á Hótel Akureyri á morgun, 1. desember, kl.
8 30 e. h. — Til skemtunar: Kaffidrykkja,
ræða, söngur, upplestur, dans — Hljómsveit
H. A. spilar. — Aðgöngumiðar fást enn á
skrifstofu félagsins Gránufélagsgötu 23 (niðri),
til kl. 7. í kvðld. STJÓRNIN.
þá skapaðist — en félli ekki inn í
varnarkerfi ameríska auðvaldsins,
sem enn gæti átt sér nokkra fram-
tíð.
Sem sagt: Sjálfstæði íslands
verður héðan í frá — eins og mál-
um er nú komið í heiminum — að-
eins borgið með sigri sósíalismans
í hinum stríðandi stórveldum Ev-
rópu, og sigri sósíalismans hér í
okkar eigin landi.
Án sósíalismans verður ekki
framar að ræða um sjálfstæða til-
veru smáþjóðar, eins og okkar, á
jafn hernaðarlega þýðingarmikl-
um slóðum, sem ísland er.
Það er staðreynd, sem allir þjóð-
ræknir ísleridingar ættu að velta
fyrir sér, án hleypidóma og í fullri
aivðru.
Vetrarstúlku
eða ráðskonu vantar
strax. Uppl. hjá ritstj.
Skrautritun
fakob Árnason
Skipagötu 5
Kurlspænir oo sao
á^ætt i sfopp, f 11 sölu
hjá
Tryggva jónatanssyni
Lundargötu 6