Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 1
XXIV. ÁRG. Laugardaginn 1. nóvember 1941. 44. tbl. Ameriskum tundnrspilli sökt rétt framan við nefið á Roosevelt. „Breytir engu um stefnu Bandarikjanna i al- þjóðamálumu, segir forsetinn. leysi raunverulega úr sögunni á Atlantshafi. Annað blað kemst svo að orði, að með þessu hafi Þjóð- verjar í raun og veru sagt Banda- ríkjunum stríð á hendur. Krefjast blöðin þess, að undanskildum naz- istablöðunum, að Bandaríkin grípf til viðeigandi, harðhentra gagn- ráðstafana. Þjóðverjar kennaveðr inu uin að þeir komast ekki til Moskva. Rússar hafa yfirgefið Stalino og Karkoff. Látlausir bardagar hafa haldið áfram þessa viku á austurvíg- stöðvunum. Rússar hafa yfirgefið borgirnar Stalino og Kharkoff í Ukrainu, og viðurkenna að horf- urnar séu alvarlegar á suðurhluta vígstöðvanna. Samkvæmt fregn- um snemma í morgun voru harð- astir bardagarnir í nótt á milli Taganrog og Rostoff og á Krím- Verklýðsfélögin mótm æl a þ¥i að kaup^jaldið verði lögfest. Flotamálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti í gær að amerísk- um tundurspilli hefði verið sökt í fyrrinótt á siglingaleiðinni milli Bandaríkjanna og íslands og er óvíst um hvort nokkur hefir bjargast af áhöfninni. Tundurspillirinn var 1193 smá- lestir að stærð og eru tundurspill- ar af þessari gerð vanalega með 122 manna áhöfn. Tundurspillin- um, sem var sökt, var hleypt af stokkunum 4. okt. 1919 og var hann fullsmíðaður 24. sept. 1920. Þetta er í fyrsta sinn í þessari styrjöld sem amerísku herskipi er sökt, en amerísk herskip hafa tví- vegis áður orðið fyrir árás, og biðu 11 manns bana í seinni árás- inni. Roosevelt vék að þessum at- burði við blaðamenn í gær. Sagði forsetinn m. a. að Bandaríkja- stjórn myndi ekki breyta stefnu sinni í alþjóðamálum vegna þess- arar árásar. Flestum mun nú finnast að svo mjög hafi nú verið höggvið nærri sæmd Bandaríkj- anna að þau geti ekki lengur látið kyrt liggja. í amerískum blöðum er farið mjög hörðum orðum um árásina á tundurspillirinn. Telur eitt blað- ið, að með þessari árás sé alt hlut- Amerískir hermenn halda enn áfram ofbeldisverkum S.l. sunnudagsnótt gerðust þeir atburðir að 3 amerískir hermenn skriðu inn um glugga á sal í kjall- ara Háskólans, en súdentar höfðu dansleik í þessum sal. Urðu nokkrar stympingar milli stú- denta og hermannanna. Hröktu stúdentar þessa óvelkomnu gesti á dyr. Fór einn stúdentinn út með þeim, en þegar félagar hans urðu þess áskynja, fóru margir þeirra út á eftir og bar þar að er stú- dentinn þreytti hnefaleik við einn hermanninn og fór hermaðurinn halloka og skildu þeir síðan. Skömmu síðar kom hópur af amerískum hermönnum á vett- vang og reyndu þeir að brjótast inn í salinn, en íslensk og amerísk lögregla kom nú til skjalanna qg dreifði hóp ofbeldisseggjanna. Voru þrír amerísku hermennirnir handteknir. Fjöldamörg verklýðsfélög hafa undanfarið haldið fundi 'og sam- þykt meira og minna harðorð mótmæli gegn þeim tillögum, er fram hafa komið á Alþingi um að leysa dýrtíðarmálin á þann hátt að lögfesta kaupgjaldið og svifta þar með verklýðsfélögin helgasta rétti þeirra. Mörg verklýðsfélög munu halda fundi næstu daga til að ræða og mótmæla lögfestingu kaupgjalds- ins. Það er ekki úr vegi að minna á að lögfesting kaupgjaldsins hefir reynst stórt spor í áttina til ein- ræðis og fasisma, þar sem hún hefir verið framkvæmd, svo sem í Frakklandi. Eysteinn Jónsson og Framsókn- arbroddarnir eru því með tillögu sinni um að lögfesta kaupgjaldið og svifta verklýðsfélögin sjálfs- ákvörðunarrétti að reyna að troða Dómnr Hœstarélfar í máli „Kélfvísinnaru gegn rifsfjóra „Þjóðólfs“. Nýlega hefir hæstiréttur kveðið upp dóm í máli því sem „réttvís- in“ lét höfða gegn Valdimar Jó- hannssyni, ritstjóra „Þjóðólfs“ Undirréttur hafði eins og kunn- ugt er dæmt Valdimar í 60 daga varðhald. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur undir- réttar væri hvorki meira né minna en helmingi þyngri en hæfilegt er að dómi hæstaréttar. Dómur almennings er hinsvegar sá, að dómur hæstaréttar sé 30 dögum þyngri en hæfilegt væri | fyrir það afbrot að segja það sem brautina fyrir fasismann. Glæpa- mensku þessara manna virðast engin takmörk sett. Vonandi reynist íslensk verk- lýðsstétt þó nægilega þroskuð til þess að hindra að fyrirætlanir Jónasar-fasistanna komist í fram- kvæmd. I nóvember. Sósíalistafélag Akureyrar hefir ákveðið að minnast hinnar vask- legu baráttu Sovétþjóðanna í þágu mannkynsins með opinberri samkomu í Samkomuhúsi bæjar- ins, föstudaginn 7. nóv. næstk. Nefnd hefir þegar tekið til starfa í þessu ‘ skyni og hefir hún nú að mestu leyti lokið undirbún- ingsstarfi sínu. í aðalatriðum verður tilhögun samkomunnar á þessa leið: Ræða, einsöngur, sýndar skuggamyndir frá austurvígstöðvunum, með skýringum, kórsöngur, kvikmynd frá Sovétríkjunum og að lokum verður stiginn dans. Eins og sjá má af þessu, verður þessi kvöldskemtun hin fjöl- breyttasta. Aðgöngumiðar verða seldir n.k. fimtud. á skrifstofu Sósíalista- félagsins, Gránufélagsgötu 23.' Er vissara að tryggja sér þá í tíma. öll þjóðin vildi sagt hafa, að und- anteknum nokkrum bitlingamönn- um ,,þjóðstjórnarinnar“. Hæstiréttur er launaður af því ríkisvaldi, sem hefir traðkað stjórnarskrána undir fótum sér. Menn vita svo sem á hvaða fótum réttvísin stendur í þessu landi. skaganum, sérstaklega þó fyrir vestan Rostoff. Þjóðverjum hefir tekist áð ryðja sér braut suður Perekop-eiðið og er nú barist á sjálfum Krímskaganum. Rússar segja, að Þjóðverjar hafi mist marga tugi þúsunda hermanna á Perekop-eiðinu og við Stalino um 50 þús. manna og 120 þús. við Kharkoff. Á miðvígstöðvunum hefir Þjóð- verjum víða ekkert orðið ágengt þessa viku, þó hafa þeir sótt fram frá Orel í áttina til Tula, er ligg- ur suðvestur af Moskva. Telja Rússar þar allmikla hættu á ferð- um og segir fréttaritari „Pravda“, að iðnverkamenn í Tula hafi lagt frá sér verkfærin og tekið sér vopn í hönd til að verja borgina. Þjóðverjum verður nú mjög tíð- rætt um örðugleika af völdum veðurs á miðvígstöðvunum. (Framh. á 4. síðu). Hæstiréttur kveður upp nýj- an tineykslisdóii). Dæmir Gunnar Benc- dikfsaon ■ 15 daga fang- elsl. Hæstiréttur hefir nú kveðið upp annan dóm út af skrifum um fisksölusamninginn. Er það dómur í máli „Réttvísinnar“ gegn Gunn- ari Benediktssyni. í undirrétti var Gunnar dæmdur í 200 kr. sekt, en Hæstiréttur hefir nú kveðið upp þann dóm, að Gunnar skuli sæta 15 daga varðhaldi fyrir ummæli sín um hinn illræmda fisksölu- samning, sem „þjóðstjórnar“blöð- in hafa meira að segja ekki þorað annað en að játa, að sé illa þokk- aður meðal alls þorra þjóðarinnar. Er þessi dómur Hæstaréttar hinn svívirðilegasti, og hinum ves- ælu þjónum í Hæstarétti til ævar- andi vanvirðu og skammar, þó að menn viti, að þeir taka laun sín úr ríkissjóði eins og önnur þý ríkisstjórnarinnar (og Bretanna). Væri Hæstaréttardómurunum sæmra að taka til meðferðar hin stórfeldu skattsvik burgeisanna hér á Akureyri og í Reykjavík og hafa nánara eftirlit með réttarfar- inu, t .d. hér á Akureyri, heldur en að vera að dæma menn í fang- elsi fyrir að segja það, sem öll þjóðin veit, að er ekki annað en sannleikur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.