Verkamaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
„Hrun þýska nasism-
ans verður mikið og
snögt“, segir Ludwig Renn.
„Þegar veldi nazismans í Þýska-
landi hrynur, verður hrun þess
mikið og snögt. Úti um heim
verður varla hægt að sjá neinn
aðdraganda“. Þetta er álit hins
kunna rithöfundar Ludwig Renn,
en hann var meðlimur herfor-
ingjaráðs Vilhjálms Þýskalands-
keisara á styrjaldarárunum 1914—
1918.
„í lok fyrri heimsstyrjaldar“,
segir Renn, „var eg á vígstöðvun-
um, við herstjórn, er eg heyrði
orðróm um, að ekki væri alt með
feldu. Að tveim dögum liðnum
hafði eg mist alla stjórn á her-
einingu minni og varð að taka
upp samvinnu við hið nýmyndaða
hermannaráð til að koma drengj-
unum heim“.
Renn hefir látið svo ummælt 1
viðtali við blaðamenn í Mexico
City nýlega. Hann spáði því, að
áður en langt um líður muni Hitl-
er standa í sömu sporum og
Ludendorf 15. júlí 1918.
Renn lét í ljós mikla aðdáun á
Rauða hernum og herstjórn hans.
Rússneskar flugvélar
gera árás á Berlín.
Nú í vikunni gerðu rússneskar
sprengjuflugvélar loftárás á Ber-
lín. Vörpuðu þær niður mörgum
sprengjum og íkveikjusprengjum
og urðu miklar sprengingar á
hernaðarlega mikilvægum stöðum
og eldar komu víða upp í borg-
inni.
FRÁ AUSTZJRVÍGSTÖÐVUNUM.
(Framh. af 1. síðu).
ÞJÓÐVERJAR FÁ RÚSTIRNAR
OG ÖSKUNA.
Amerískur fréttaritari hefir
skýrt frá því, að hann bafi fengið
tækifæri til að skoða nýjar verk-
smiðjur í héruðunum austan við
Völgu. Segir hann, að þar séu nú
starfandi vélar, sem fluttar hafa
verið undanfarna mánuði frá
Kiev, Odessa, Stalino, Kharkoff
og fleiri borgum, sem Rússar hafa
yfirgefið í vesturhéruðum Sovét-
ríkjanna. Hefir Rússum tekist að
flytja mestan hluta vélanna til
ýmsra staða austan við Volgu og
voru þessir vandasömu flutningar
á vélum og faglærðum mönnum
framkvæmdir samkvæmt löngu
fyrirfram gerðri áætlun ef í nauð-
ir ræki. Telur fréttaritarinn, að
flutningarnir hafi gengið afburða-
vel og séu glöggur vottur um
framsýni Sovétstjórnarinnar.
Áður en Rússar yfirgáfu Stal-
ino og Kharkoff sprengdu þeir
verksmiðjubyggingarnar og önnur
mannvirki í loft upp eða brendu
til ösku og eyðilögðu allt það,
sem gat orðið Þjóðverjum að
gagni. Fengu Þjóðverjar rjúkandi
rústirnar.
„Hitler er í æðisgenginni sókn
af sömu ástæðum og Ludendorf
1918. Hann fórnar óskaplegum
fjölda mannslífa og hergagna í
því skyni að mola Rauða herinn,
áður en hjálparinnar frá Englandi
og Ameríku fer að gæta svo um
muni.
En honum tekst ekki það, sem
hann ætlar sér, hversu mikið af
sviðinni jörð, sem her hans nær á
vald sitt. Hvert fótmál af ösku
verður honum dýrt.
Það líður að þáttaskiftum er
minna á 8. ágúst 1918“.
Stnttar fréttir
Það er nú orðið alkunnugt, að
Hitler er gjörsamlega á valdi her-
foringjanna. Nýjustu fregnir
benda til þess, að bráðum muni
margir af foringjum nazista-
flokksins „hverfa“ í „hættulegum
hernaðaraðgerðum“ á austurvíg-
stöðvunum.
Nazistar hafa látið skjóta hundr-
að pólska skáta á aldrinum 12—14
ára fyrir „pólitíska starfsemi“.
Var þessi starfsemi fólgin í því, að
þeir höfðu tekið þátt í pólsku
skátahreyfingunni, en nazistar
höfðu bannað hana.
9 ára gamall pólskur drengur
var skotinn til bana af Þjóðverj-
um fyrir að rífa niður þýskar
götuauglýsingar.
Undanfarið hafa nazistar líflát-
ið fjölda manns í Frakklandi,
Tékkoslovakíu og víðar. Og í
morgun bárust fregnir um, að
þeir hefðu hengt 11 Grikki fyrir
andstöðu gegn hinni óbærilegu og
grimdarfullu kúgun fasismans.
(Hér á Akureyri eru enn nokkrir
vesalingar markaðir soramarki
Brynleifs, sem eru reiðubúnir til
að taka upp stefnu og starfshætti
nazistanna, ef færi gæfist).
Þjóðverjar hafa í hótunum, að
taka 20 menn af lífi í Þrándheimi,
ef ekki verður látið að vilja þeirra.
Landstjóri Þjóðverja í Noregi
gaf nýlega út tilskipun, þar sem
Norðmönnum var skipað að af-
henda þýsku hernaðaryfirvöldun-
um öll ullarteppi fyrir 30. sept. s.l.
Var mönnum hótað alt að 3 ára
fangelsi eða alt að 100 þús. kr.
sekt, ef fyrirmælum þessum yrði
ekki hlýtt. Þykja þessar harð-
hentu ráðstafanir Þjóðverja benda
til þess, að aðstaða þeirra á aust-
urvígstöðvunum sé ekki eins hag-
stæð og margir hafa álitið.
Dráttarvextir
falla á ógreiddan tekju- og eignaskatt
10. desember næstk.
Bæjarfógetinn á Akureyri 29. október 1941.
S i g. E g g e r z.
Kaupum
tómar mjólkurflöskur
Flöskunum veitt móttaka f mjólkurbúðunum.
Mjólkursamlagið.
Fundur
verður haldinn í verkakvennafé-
laginu „Eining“, sunnudaginn 2.
nóv. 1941, kl. 3.30 e. h. í bæjar-
stjórnarsalnum.
FUNDAREFNI:
1. Kauptaxi félagsins og lögfest-
ing kaupgjalds.
2. Fjárhagur þvottakv.deildar.
3. Nefndarskýrsla.
4. Vetrarstarfið.
5. Skemtiatriði.
Nauðsynlegt að konur fjölmenni.
STJÓRNIN.
Eins og kunnugt er, komu Hitl-
er og Mussoiini saman á fund ein-
hversstaðar „í tjaldi“ á austurvíg-
stöðvunum. Mjög hijótt hefir ver-
ið um þennan fund „foringjanna“.
Fregnir hafa nú borist um, að
hann hafi staðið í 5 daga, og hafi
þeir Hitler og Mussolini rifist all-
an tímann. M. a. er mælt að Muss-
olini hafi slengt þessum orðum
framan í Hitler: „Þú hefir tapað
stríðinu“, og að Hitler hafi þá
svarað á þennan hátt: „Þú óskar
að vinna án þess að gera nokkurn
skapaðan hlut, á meðan Þjóð-
verjum blæðir út“.
Miklir vatnavextir eru nú á
Rostoff-svæðinu. Er alt land á
stóru svæði vatni hulið og sitja
bílar og skriðdrekar Þjóðverja
víða fastir í aur og vatni.
NÆRFÖT, barna og kvenna.
KOT.
SUNDBUXUR.
GAMMASÍU-BUXUR.
BAÐHANDKLÆÐI.
SLOPPAEFNI.
KJÓLATAU.
SILKIKLÚTAR.
Pöntunarfél.
Húsnæði til leigu.
Ung stúlka getur fengið leigt. —
Tilboð, ásamt upplýsingum, send-
ist blaðinu, merkt „Hanna“, fyrir
6. nóvember.
Skólatöskur.
Pöntunarfélagið.
SIGARETTUVESKI.
TÓBAKSPUNGAR.
PÖNTUNARFÉLAGIÐ.
PRJÓNAGARN.
PÖNTUN ARFÉL AGIÐ.
SALTFISKUR.
Ágætar gulrófur
fást í
PÖNTUN ARFÉLAGINU.
Kaupum
grófa leista og sjóvettlinga
hæsta verði.
Vðfubús Akureyrar.
Burstavðrur.
Vöruhús Akureyrar.