Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 3
VEHKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. I lausasðlu 15 aura eintakfð Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags- ins, Gránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. »pjóðsljórnar«-klíkunDi. Síðan núverandi aukaþing tók til starfa hafa menn verið að velta því fyrir sér hvað það hafi eiginlega gert, þann tíma sem það hefir setið. Mönnum hafa borist fréttir um sífelda lokaða fundi þessarar virðulegu samkundu. Og mitt í grafarþögn lokuðu fund- anna kemur svo skyndilega fregn- in um að Hermann hafi beðist iausnar fyrir allt ráðuneyti sitt. Það voru góð tíðindi. En sá bögg- ull fylgir skammrifi að stjórnin situr áfram og að engin alvara né heilindi búa á bak við lausnar- beiðni stjórnarinnar. En hvað sem allri þögninni á Alþingi líður, þá er 'það opinbert leyndarmál að „þjóðstjórnarklíkan“ telur það að- alverkefni þingsins að finna leiðir til þess að tryggja stríðsgróða- mönnunum sem mestan gróða á- fram á kostnað þjóðarinnar. Frumvarp Eysteins tekur af allan efa um það. Það er enginn ágrein- ingur hjá þjóðstjórnarflokkunum um markmiðið, ágreiningurinn er aðeins um leiðirnar, og þó ein- ungis á yfirborðinu. Fulltrúar stríðsgróðamannanna hafa rekið sig á nýja örðugleika, sem eru í veginum fyrir því að þeir geti sölsað undir sig eins mikinn gróða og þeir kjósa. Vegna dvalar setu- liðsins í landinu hefir skapast svo mikil vinna að atvinnurekenda- stéttin getur nú ekki notað at- vinnuleysissvipuna til þess að kúga verkalýðinn til hlýðni og auðsveipni, til þess að sætta sig við molana, sem stríðsgróða- mönnunum hefir þóknast að láta detta af alsnægtaborði sínu. Frumvarp Eysteins og Fram- sóknar átti að vera leiðin til að ryðja þröskuldinum úr vegi milj- ónamæringanna. Og það átti ekki aðeins að lögfesta kaupið. Ey- steinn leggur það líka til að vinn- an verði skömtuð hjá setuliðinu svo hægt sé að beita atvinnuleys- isvopninu áfram gegn verkalýðn- um. „Þjóðstjórnar“-klíkunni er ljóst að þessar fyrirætlanir hennar eru harla óvinsælar meðal launþeg- anna. Þessvegna gugnaði hún á að framkvæma þær fyrir kosningar. Þessvegna hefir enn enginn feng- ist til þess að vera í þeirri stjórn, sem ætlað er að framkvæma þess- ar fyrirætlanir. En enginn skyldi halda að Heflr Olafur Thors framið trúnaðarbrot við Alþingi ? Blað hans flutti fréttir af lokuðum fundi Alþingis. Sá atburður hefir gerst, að einn af þingmönnum hefir gerst sekur um að rjúfa trúnað við Al- þingi. í tilefni af þessu kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs utan dagskrár, í neðri deild, s.l. mánu- dag og benti á, að aðalmálgagn atvinnumálaráðherrans, Morgun- blaðið, hefði flutt fregnir af lok- uðum fundi Alþingis. Með þessu hefði trúnaður við þingið verið rofinn, auk þess sem fregnirnar af fundinum hefðu verið rangfærð- ar á þá leið, sem haganlegast væri frá sjónarmiði atvinnumálaráð- herra. Kvaðst Einar áskilja sér rétt til, ef þingið gerði ekki strax viðeigandi ráðstafanir út af þessu, að lýsa opinberlega afstöðu Sósí- alistaflokksins til riftingar fisk- sölusamningsins, því það næði engri átt, að einstakir þingmenn gætu skapað blöðum sínum sér- stáka aðstöðu til að rangfæra mál- stað annara flokka, með því að rjúfa trúnað við þingið í trausti þess, að aðrir yrðu að þegja. Eysteinn og Stefán Jóhann tóku síðan báðir til máls og hörmuðu mjög þetta trúnaðarbrot, en ekki varð vart við, að þeir væru fúsir til frekari aðgerða í þessu máli. Sveinbjöm Högnason kvaddi sér þá hljóðs og skoraði á stjórnina að rannsaka málið og skýra frá niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Lagði hann áherslu á, að allar lík- ur bentu til að Ólafur Thors at- vinnumálaráðherra væri hinn seki. „þjóðstjórnar“-klíkan gefist upp við að framkvæma þessar fyrir- ætlanir sínar fyrr en í fulla hnef- ana. Klíkan hefir fyrirfram tilkynt þjóðinni að hún ætli að fara þá leið til að ná þessu marki sínu, að láta fara fram kosningar til Al- þingis. Til þessa ráðs á þó ekki að grípa fyr en aðrar leiðir að markinu reynast algjörlega ófær- ar. Ef „þjóðstjórnar“-klíkan fær meirihluta við kosningarnar þá ætlar hún að skríða saman aftur, mynda nýja „þjóðstjórn“ og lög- festa kaupgjaldið. Klíkan treystir því, að henni takist að ginna kjós- endur til þess að veita henni meirihluta aðstöðu á þingi. Þessvegna ríður nú á því að all- ir þeir, sem eru andstæðir lög- festingu kaupgjalds sameinist í ó- rjúfandi fylkingu gegn „þjóð- stjórnar“-flokkunum við kosning- arnar, hvort sem þær verða í vet- ur eða næsta vor. Lagði Sveinbjörn fram svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar: „Tillaga til þingsályktunar vegna trúnaðarbrots við Alþingi. Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina, að hún láti rannsókn fara fram á því, hver hefir gerst sekur um trúnaðarbrot við Al- þingi, með því að skýra einu dag- blaði bæjarins frá því, sem gerð- ist á lokuðum fundi í sambandi við bretsk-íslenska fisksölusamn- inginn. Ástæður: Eins og kunnugt er, skýrði Morgunblaðið frá því, strax dag- inn eftir, hvað gerst hafði á lok- uðum fundi Alþingis, er bretsk- íslenski fisksölusamningurinn var þar til umræðu. Getur slíkt ekki komið fyrir nema einhver þing- manna gerist sekur um trúnaðar- brot við þingið. Þar sem tímarnir eru nú hinsvegar þannig, að margt það, sem Alþingi verður að láta til sín taka er heppilegra að at- huga í kyrþey, þá verður það að teljast mjög alvarleg athöfn, að slá það vopn úr hendi þjóðar sinnar, og skiptir það engu hvers eðlis það mál er, sem um er að ræða. Þar sem grunur leikur á, að einn ráðherranna sé við þetta mál riðinn, liggur það í augum uppi, að þingið er tæpast starf- hæft fyrr en mál þetta er upp- lýst og skorður reistar við því, að þetta komi fyrir framvegis". beygja sig fyrir vilja útvarpshlustenda. Þorsteinn Ö. Stephensen hefir nú tekið við starfi sínu aftur sem aðalþulur ríkisútvarpsins eftir hálfsmánaðar bann og brottrekst- ur. Neyddust „æðstu“ menn út- varpsins til að taka tillit til ein- róma vilja almennings og ráða hinn vinsæla þul aftur. Hefir út- varpsráðið nú mælt með því að hann verði skipaður aðalþulur, en áður hafði hann aðeins verið sett- ur í þetta starf. Hjónaband. Ungfrú Fjóla Pálsdóttir frá Kollugerði og Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri. Ungfrú Rósa Jóhanns- dóttir og ólafur Eyland, bifreiðarstjóri. Ungfrú Freygerður Sigurðardóttir, Rán- argötu 3 og Jón Helgason, Kálfborgará í Bárðardal. Ungfrú Anna Steindórsdótt- ir og Guðmundur Magnússon trésmiður. Kvennadeild Slysavarnafélags Akur- eyrar heldur fund f kaffistofunni í Skjaldborg á morgun kl. 3.30 e. h. Quislingarnir á Akureyri dreifa út kviksögum. Nazistaklíkan hérna í bænum leikur við hvern sinn fingur þessa dagana. Kæti þessara manna á rót sína að rekja til þess að þýski her- inn, sem hefir m. a. unnið sér það til frægðar, að myrða nokkra tugi vopnlausra, íslenskra sjómanna, heldur enn áfram sókn sinni í So- vétríkjunum. En sálufélagar þýsku morðingjanna hérna láta sér ekki nægja að gleðjast yfir blóðsporum nazistanna í Rúss- landi. Þeir nota nú tækifærið til að koma af stað hverskonar áróðri, sem þeir telja að styrki málstað nazistanna og veiki að sama skapi aðstöðu Bandamanna. Skal bent á eitt dæmi um áróð- ur nazistanna hér. 17. þ. m. bar hún þá sögu um bæinn, að Bretar hefðu sagt upp 50 mönnum hér á Akureyri, af þeirri ástæðu, að Odessa væri fallin Og stríðinu þar með að verða alveg lokið með fullum sigri öxulríkjanna. Er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum um, hvernig nazistaklík- an hér í bænum reynir að nota sér stundarsigra fasistaherjanna á austurvígstöðvunum til þess að hafa áhrif á almenningsálitið hér, reyna að fá sem flesta til að trúa því, að nazistunum sé sigur- inn vís, og ekkert nema ósigur bíði Bandamanna og allra and- stæðinga fasismans. Skrípaleikur »þjóðstjórnarinnar«. Hún silur áfrani. Ríkisstjórinn hefir tekið þá á- kvörðun, eftir að hafa kynt sér viðhorfið á Alþingi, að fresta að fallast á lausnarbeiðni ráðuneytis- ins þar til að séð verður hvaða lausn dýrtíðarmálin fá á Alþingi. Ríkisstjórnin hefir fyrir sitt leyti lýst því yfir að hún hafi ekkert við þetta að athuga. Verkfræðingar í Rauða hernum hafa fundið upp nýja tegund af geysilega aflmikilli dráttarvéla- eimlest, sem getur dregið alt að því 30 birgða-dráttarvélar yfir af- ar óslétt land, þar sem ekki eru járnbrautir. jórunn Bjarnadóttir, ljósmóðir, er flutt í Hafnarstræti 93, efstu hæð. Simanúmer liennar er 458. Klukkunni seinkað. í nótt verður klukkunni seinkað um 1 klst. kl. 2 eftir miðnætti. 65 ára verður 4. þ. m. frú Sólveig Gisladóttir, Hríseyjargötu 11, móðir Ein- ars Olgeirssonar, alþingismanns. Til Vinnuheimilissjóðs S. I. B. S. Frá Sigurði Sumarliðasyni, útgerðarmanni, Lækjargötu 14, kr. 25.00. Kærar þakkir. /. Á.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.