Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 1
VERKfltníiÐURinn XXIV. ÁRG. Lugardaginn 22. nóvember 1941. 47. tbl. Sóknarhernum hefir orðið vel ágengt og þegar unnið óvinunum mikið Ijón. í birtingu síðastliðinn þriðju- dagsmorgun hóf bretski herinn sókn í Libyu, og hefir sóknin haldið áfram látlaust síðan. Land- her, búinn fullkomnustu h^rnað- artækjum, flugher og floti taka þátt í sókninni og hefir sóknar- hernum- orðið vel ágengt enn sem komið er. í stórorustu, um 16 km. suðaustur af Tobruk, telja Bretar her sinn hafa eyðilagt 70 þýska skriðdreka og 33 brynvarðar bif- reiðar. Bretski flugherinn hefir gert öflugar loftárásir á. hernaðar- lega mikilvægar stöðvar óvinanna í Derna, Benghazi, Tripoli, Mess- ina og Brindisi og valdið þar miklu tjóni. Sóknarherinn sækir fram á 240 km. langri víglínu og hefir sóknin verið mjög hröð, þrátt fyrir óhgstætt veður. Eru lítur til, að setulið Breta í Tobruk sameinist þá og þegar hersveitum 8. hersins, en það er hann, sem hefir hafið þessa nýju sókn gegn Þjóðverjum og ítölum. Þessi sókn hefir, að því er talið er, verið vandlega undirbúin í síð- astliðna 5 mánuði og í ræðu sem Churchill flutti í enska þinginu, þar sem hann gerði grein fyrir þessari sókn, gat hann þess m. a. að það væri nú í fyrsta skifti í þessari styrjöld sem bretski herinn mætti þýska hernum eins vel bú- inn eða betur en hann að nýtísku vopnum. Tundfirduflahættan. Undanfarna daga hafa borist mýmargar fregnir um, að tundur- dufl hafi sprungið víða í land- steinum á Norð-Austurlandi og Austfjörðum. Hafa sérstaklega verið mikil brögð að þessum ófögnuði við Langanes. Er mesta furða, að ekki skuli hafa hlotist meira tjón af þessu en orðið hefir. Á bænum Hrollaugsstöðum á Langanesi brotnuðu allar rúður í bæjarhúsunum og fjárhús hrundi þegar rekdufl sprakk í fjörunni skamt frá bænum. Væntanlega fer „nýja“ stjórnin á stúfana og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til þess að bægja þessari hættu frá landsmönnum. Væri t. d. ekki nema sanngjarnt að gera þá kröfu til bretska og ameríska setuliðsins, að þau sendi nokkurt herlið á vettvang, sem ekki er nú, að því er virðist, talin þörf á að senda gegn herskörum Hitlers. Fregnin um þessa nýju sókn hefir hvarvetna vakið hina mestu athygli, og Bretar hafa l^gt feikna áherslu á, að auglýsa hana sem mjög mikilvægan og áhrifaríkan þátt í styrjöldinni gegn öxulríkj- unum. Er enginn vafi á því, að þessi sókn Bandamanna í Libyu getur haft hinar ískyggilegustu afleiðingar fyrir möndulveldin, ef henni er fylgt eftir með fullum krafti. Liggur í augum uppi, að ef Bretar beita öllum þeim mikla (Framhald á 4- síðu). 0 ,Ný stjórn mynduð Allir »gömlu« ráðherrarnir tóku sœti i henni. S.l. þriðjudag var hátíðlega til- kynt af Hermanni Jónassyni, að „ný“ stjórn væri mynduð, í stað fráfarandi stjórnar. Skýrði Her- mann frá því, að hin „nýja“ stjórn hefði verið mynduð á þann hátt, að fráfarandi stjórn sæti áfram og yrði verkaskifting ráð- herranpa nákvæmlega sú sama og áður. Er auðsætt af þessu, að ráðherr- unum hefir ekki verið nokkur al- vara, þegár þeir ruku til á dögun- um og sögðu af sér. Er þetta eitt dæmið enn, að ekkert mark er lengur takandi á orðum eða gjörð- um ráðherranna, og að starf þeirra er alt miðað við það, að blekkja kjósendur, í þeim tilgangi að tryggja klíku Jónasar og Ólafs Thors völdin áfram, svo þeir geti haldið áfram að hlaða undir mil- j ónamæringana. Eru Japanir é unÉbúa árás á Sovét- Eru nýjustu sóknir Hitlers að íara út um þúfur? Ilitler enn f jarri því marki sínu að her- taka Leningrad og* Moskva. Síðdegis á þriðjudaginn hófu Þjóðverjar nýja sókn á miðvíg- stöðvunum, þar sem þeir leitast við að brjótast í gegnum varnar- stöðvar Rússa til Moskva. Hófst þessi nýjasta sókn þeirra samtím- is hjá Kalinin, Volokalamsk og Tula. Hefir Þjóðverjum orðið sáralítið ágengt í þéssari sókn, þó urðu Rússar eitthvað að láta und- an síga hjá Volokalamsk í fyrstu, en þeim tókst fljótlega að stöðva sóknina þar, að minsta kosti í bili. Á Krímskaganum hafa Rússar yfirgefið borgina Kerch á austur- enda skagans. Voru allar verk- smiðjuvélar fluttar þaðan og alt sem eftir v.ar skilið í borginni og Þjóðverjum gat að haldi komið, var ónýtt. Brottflutningurinn frá Kerch gekk vel. Telja Rússar að Þjóðverjar hafi mist 20 þús. manns í bardögunum við Kerch. Við Sebastopol hefir Þjóðverjum ekkert orðið ágengt þessa viku og 766 krónur. hafa Rússar meira að segja tekið hæðir aftur í nánd við borgina. Á Rostoff-vígstöðvunum hafa Þjóðverjar nú hert sóknina og gert ítrekaðar tilraunir, undan- farna daga, til þess að brjótast í gegnum víglínu Rússa, en Rauði herinn hefir hrundið hverju áhlaupinu á fætur öðru. Þjóðverjar halda áfram að kvaita yfir veðrinu, þö að þaO hafi farið mjög batnandi síðustu daga, og þykir það benda til þess, að það sé eitthvað annað en veðr- áttan, sem torveldar framsókn „hins ósigrandi“ þýska hers. Söfnunin til „Verkamannsins“ var í gærkvöldi orðin kr. 766.00 og er nú þátttakan óðum að aukast í söfnuninni. En ennþá hafa þó of fáir félagar tekið söfnunarlista. Félagar! Takið allir þátt í söfnun- inni. Því fyr verður markinu náð. Hermann segir Framsóknarfélagi Akureyrarstríð á hendur Hermann Jónasson lýsti því yf- ir í ræðu sinni, þegar hann gerði grein fyrir „nýju“ stjórninni, að Framsókn myndi leggja mikla áherslu á að vinna þeirri stefnu í dýrtíðarmálunum fylgi, sem fram kom í hinu fræga frumvarpi Eysteins. Samkvæmt þessari yf- irlýsingu Hermanns verður því ekki nema um tvent að velja fyr- ir Framsóknarfélag Akureyrar Annaðhvort að halda uppreistinni áfram eða beygja sig fyrir Hriflu- klíkunni. ■ I ríkianna? Japanir hafa dreift út þeirri fregn, að rússneskir hermenn hafi s.l. sunnudag ráðist yfir landa- mæri Mansjúkó. Samkvæmt rúss- neskum fréttum hefir Sovétstjórn- in neitað því harðlega, að þessi fregn Japana sé rétt, því rannsókn hefir leitt í ljós, að engir rúss- neskir hermenn hafi farið yfir landamæri Mansjúkó. , Er sennilegt að Japanir séu með þessari fregn að skapa sér átyllu til árásar á Sovétríkin. Þá hefir það einnig vakið mikla athygli, að um þessar mundir er sendimaður frá japönsku stjórn- inni, Kúrúsu að nafni, að ræða við stjórn Bandaríkjanna um möguleika á samningum milli Jap- an og Bandaríkjanna. Munu Jap- anir leggja áherslu á, að reyna að tryggja sér hlutleysi Bandaríkj- anna, ef þeir ráðast á Sovétríkin. ver 53 þúsund kolanámuverkamenn í Bandaríkjunum hafa lagt niður vinnu, vegna þess að stálhring- arnir þverskallast við að viður- kenna verklýðsfélögin sem samn- mgsaðila um kaup og kjör verka- manna, og neita ennfremur að verða við sanngjörnum kröfum þeirra um kjarabætur. Hafa atvinnurekendur sent vopnað lið verkfallsbrjóta á vett- vang og hefir komið til blóðugra árekstra milli þeirra og verka- manna. Særðust 10 verkfallsverð- ir á einum stað af skotum verk- fallsbrjótanna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.