Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Úlgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. i lausasölu 15 aura eintakið Afgreiðsla í skrífstofu Sósíalistafélags- ins, Gránufélagsgötu 23. Prentverk Odds Björnssonar. Sami péí í sömu skál. Þinginu var slitið í gær. Seta þessa þings var þjóðinni bæði til skaða og skammar. Tilkynt var, þegar það var kallað saman til funda, að meginviðfangsefni þess væri dýrtíðarmálin. Stjórnarsam- vinnan sprakk á þeim málum, og „ný“ stjórnarsamvinna tókst á þeim grundvelli, að láta þetta mikla vandamál vera óleyst áfram! Þetta sýnir, að stjórnar- klíkan telur það höfuðviðfangs- efni sitt, að gæta þess, að stjórn- artaumarnir séu áfram í höndum miljónamæringanna. Skammirnar í þjóðstjórnarblöðunum um Sjálf- stæðisflokkinn, Framsókn og Al- þýðuflokkinn, eru bara til þess að villa lesendunum sýn. Sú stað- reynd, að við höfum nú fengið sama graut í sömu skál, sannar, að níðingar skríða altaf saman, þegar þeir eru komnir í veruleg vandræði, og sjá, að glæpaferill þeirra er brátt á enda, ef þeir standa ekki saman sem einn mað- ur gegn réttvísinni. Hlutverk þessarar „nýju“ stjórnar verður þá nákvæmlega það sama og áð- ur, að gæta í hvívetna hagsmuna burgeisanna. — Skattafrumvarp Framsóknar, sem var að miklu leyti sniðið upp úr tillögum sósíal- ista, var lagt á hilluna óðara og miljónamæringarnir kröfuðust þess. Þannig er hin „raunhæfa umbótastefna Framsóknar“. Al- þýðuflokkurinn, sem hafði í hót- unum við íhaldsflokkinn ogFram- sókn í nokkra daga, um að starída á eigin fótum og vinna í anda 4 ára áætlunarinnar, hefir nú skrið- ið inn í svínastíuna aftur eins og ekkert hafi ískorist. Dýrtíðin held- ur áfram að vaxa. Miljónamær- ingarnir halda áfram að græða. Fjögra ára áætlun Alþýðuflokks- ins og „hin raunhæfa umbóta- stéfna Framsóknar“ er nú gólf- ábreiðan í „nýju“ stjórnarstíunni. Mennirnir, sem tróðu stjórnar- skrána undir fótum og rufu trún- að við þingið, hafa enn brugðist kjósendum. Að vísu munu þeir hafa verið harðla fáir, sem treystu því, að þetta þing myndi starfa þjóðinni til gagns. Það er nú sýnt að eiðrofarnir kjósa að gera alt annað frekar, en að leggja mál sitt undir dóm kjós- endanna, og láta fara fram kosn- ingar til Alþingis. Þeir ætla sýni- lega að forðast það eins lengi og þeir mögulega geta. En það mega þessir auðvirðilegu eiðrofar vita, að sé kvíði þeirra á rökum bygð- ur nú, þá þurfa þeir ekki að veenta Ný bók. Gunnar M. Magnúss: Salt jarðar. Reykjavík 1941. Gunnar M. Magnúss er allstór- virkur rithöfundur og löngu landskunnur fyrir sögur sínar. Skáldsagan, Salt jarðar, er nýj- asta bókin hans og kom nú fyrir skömmu á bókamarkaðinn. Hún er alllöng, eða 200 bls., í meðalstóru broti. Salt jarðar er saga hinnar alkunnu, þrotlausu oaráttu öreiganna fyrir tilveru sinni. Hjónin Jóakim og Ragn- heiður flytja með fjögur ung börn sín vestur í Skagafjörð, æsku- stöðvar hans, eftir nokkura ára aúskaparbasl og atvinnuleysi syðra. Við Stapafjörð hafði Norð- maður einn, að nafni Herlufsen, reist hvalaVerksmiðju, og við það myndast næg atvinna þar í þorp- inu. Allir böðuðu þar í rósum við 3að, sem áður þektist, og þess- vegna afréð Jóakim að flytja með hyski sitt þangað — í blessaða peningana hans Herlufsens. — I nokkur ár gengur alt vel; allir rafa nóg að bíta og brenna. En svo skeður það einn góðan veður- dag á miðri vertíð, að eldur kem- ur upp í lýsisbræðslunni og öll verksmiðjubyggingin brennur til kaldra kola. Hvalveiðarnar stöðv- ast og Herlufsen hverfur aftur heim til Noregs. — Þorpsbúar standa eftir á bryggjunni atvinnu- lausir — og fátækari en nokkru sinni fyr, því allir, sem átt höfðu bát eða skip, seldu þau strax, þegar gullöld hvalveiðanna hófst. Um Jóakim er ástatt eins og hina — mörgu kýrnar gleypa þær feitu. Peningarnir ganga fljótt til þurðar og þröng verður í búi hans. Konan er stórlát og vill standa meðan stætt er og ekki leita á náðir sveitarstjórnarinnar. Loks, þegar alt um þrotnar, send- ir hún mann sinn með nokkra skartgripi, sem hún hafði erft eft- ir móður sína, til gullsmiðs í öðru byggðalagi, sem keypti gull og aðra dýra málma. Jóakim brýst yfir heiðina í versta veðri, en á leiðinni er hann tekinn fastur fyr- ir þjófnað. Ragnheiði verður órótt þegar hann kemur ekki aftur, svo að hún fer að leita hans. Hún verður að láta skartið og meira að segja hringinn af hendi sér upp í sektina, til að hann sé látinn laus. Á heimleiðinni hreppa þau versta veður og ófærð, svo konan ör- magnast af þreytu og verður að bera hana heim að Ólafsbæ, en þar býr bróðir 1 Jóakims. Hún veikist eftir vosbúðina og liggur lengi rúmföst, og Jóakim hefir engin önnur ráð, en að flytja með öll börnin að Ólafsbæ. — Þannig lýkur sögunni. Stíll höf. er yfirleitt liðlegur og fágaður og sumir kaflar þessarar sögu eru listavel skrifaðir og auð- séð að enginn pennaviðvaningur er þar á ferðinni. mildari dóms síðar, þegar axar- sköft, glapræði og vísvitandi af- brot þeirra eru orðin enn fleiri og skaðlegri. Best tekst honum upp í hugs- ana- og sálarlífslýsingum og skal hér tilfært eitt lítið dæmi um orð- snild hans, þar sem lýst er gráti ungbarnsins: — „Sorgartár? Grun- ur hins ómálga um beiskjufulla baráttu í fagurri, auðugri veröld, móti andstæðum öflum, sem mennirnir hafa snúið gegn sínum eigin niðjum“. — Þetta nægir til að sýna, að höf. er stílisti góður, en honum tekst ekki að samræma hann söguþræðinum nógu vel. T. d. eru samtölin víða þvinguð og óeðlileg, þar sem um lítt menntað fólk er að ræða. Bókin er einnig hvergi nærri skemtileg aflestrar. Við lestur hennar getur maður al- drei orðið „spentur“, sem kallað er, því fátt skeður og ekki virðist stefnt að neinu ákveðnu, en aftur á móti eru margar bestu og mestu lýsingarnar af mönnum og málefnum, sem koma sögunni harla lítið við. Lesandinn kynnist aðal-söguhetjunum lítið og skilur við þær í sömu fjarlægðinni og sömu óvissu, sem á fyrsta blaði. Eg hefi þó þá trú, að Gunnar hafi alla möguleika til að skrifa snjallar skáldsögur, ef hann vand- ar sig vel í efnismeðferð og ætlar frásögninni viss takmörk, hug- myndaflug vantar hann ekki né skýrleik og raunsæi skáldsins í framsetningu og ýms augljós framfaramerki tel eg Salt jarðar hafa fram yfir fyrri verk hans. Bókina hefir Jens Guðbjörnsson gefið út, en Félagsprentsmiðjan annast prentun. Ytri frágangur er allur hinn vandaðasti, en nokkrar leiðinlegar prentvillur hafa skot- ist fram hjá við prófarkalesturinn. R. G. Sn. Smjörlíki hækkar stór- kostlega í verði. Nýskeð hækkaði smjörlíki hér í aænum gífurlega í verði. Hækkaði kg. úr kr. 2.92 upp í kr. 3.68: Fer verð á flestum vörum nú sí- hækkandi, en kaup launþega hækkar altaf eftir á og ekki í réttu hlutfalli við hækkun vöru- verðsins. Þessi stöðuga og mikla hækkun á nauðsynjavörum kem- ur þó harðast niður á gömlu fólki, öryrkjum og öðrum styrkþegum, því fjárstyrkir til þessa fólks hækka ekki nálægt því í réttu hlutfalli við vöxt dýrtíðarinnar- Ber að þakka það hinni „raun- hæfu umbótastefnu“ þjóðstjórnar- klíkunnar, sem hefir það að kjör- orði, að níðast á þeim fátækustu meðan miljónamæringarnir eru skattfrjálsir og fá aðstoð opin- berra embættismanna til að svíkja lögboðinn skatt til ríkisins. Mörg þúsund Ijósmyndir af sigur- göngu þýska hersins inn í Moskva, þar sem Kreml sést í baksýn, eru fyrir nokkru síðan komnartil nazista agent- anna f Ihutlausum lördum, m, a. Bmdaríkjunum og Spáni. Bað á svo sem ekki að standa á því að dreifa út myndum, til blaðanna ef, eða þegar Moskva fellur. liolkur oíð um Ríkis- útvarpiD. Fyrir nokkrum dögum skifti Ríkisútvarpið um bylgjulengd. Or- sök þessarar breytingar var sú, að aflmikil útvarpsstöð í Bretlandi hóf útvarp á þeirri bylgjulengd, sem Ríkisútvarpið hefir notað um alllangt skeið. Var þessi bretska stöð svo aflmikil, að ógjörlegt var að heyra jafnframt útvarp frá Reykjavík á sömu bylgjulengd. Ríkisútvarpið í Reykjavík valdi sér 1111 metra bylgjulengd og lefir útvarpað á henni síðustu daga. Hér á Akureyri er næstum pví ókleift að hlusta á útvarp frá Reykjavík um hádegisbilið, vegna oess að „morse“-sendingar á svip- aðri öldulengd trnfla svo mikið. Er almenn og mjög mikil óánægja tiér í bænum yfir þessu eins og eðlilegt er. Blaðinu er ekki kunn- v ugt um, hvort „morse“-sending- arnar trufla útvarpið frá Reykja- vík víðar en hér á Akureyri, en líkindi eru til þess að svo sé. En hvað sem því líður, þá er það vafalaust krafa útvarpshlustenda á Akureyri, að ráðamenn Ríkisút- varpsins geri tafarlaust fullnægj- andi ráðstafanir til þess að kippa þessu í lag. Verði þeir ekki við þeirri réttmætu kröfu hljóta út- varpshlustendur að grípa til sér- stakra ráðstafana, til þess að fá ráðna bót á þessu, svo sem með því að mynda samtök um að neita að greiða gjöld til Ríkisútvarps- ins. Það væri meira að segja sanngjarnt að greiða engin af- notagjöld til útvarpsins, bæði vegna þess, að það útvarpar nú á bylgjulengd, sem ekki er hlust- andi á vegna fyrnefndra truflana, og ennfremur vegna þeirrar ósvífni útvarpsstjórans að láta skrúfa fyrir aðalþul útvarpsins á dögunum. Fleira er það einnig í rekstri útvarpsins, sem gæti fyllilega rétt- lætt neitun útvarpsnotenda á að greiða afnotagjöldin. Má m. a. minna á þá hlutdrægni útvarps- ráðs og útvarpsstjóra að birta eng- ar fregnir beint frá útvarpsstöðv- um í Sovétríkjunum, en birta hinsvegar fréttir nazistanna og margar þeirra jafnvel tvisvar í sama fréttatímanum. Svona vinnubrögð eru víst vel til þess fallin að vernda lýðræðið. (I gærdag bar ekkert á því, að »morse«-sendingar trufluðu útvarpið og má vera, að Ríkisútvarpið hafi komið því til leiðar). « Vísitalan hækkar upp í 175 stig.. Kauplagsnefnd hefir nú reiknað út vísitöluna fyrir nóvember og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé 175, stig eða 3 stigum hærri en í október. Verkamenn! Spyrjið Halldór á Vinnumiðlunar- skrifstofunni að því, hversvegna hann er hættur við að birta sam- anburð á kaupi verkamanna hér og í Reykjavík, eins og hann lof- aði þó að birta í „Alþýðum",

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.