Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.11.1941, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN iasn Til geðveikrahæli§ins eftir pyndingarnar I þýska pislarklefanum i Bergen. Frásagnirnar um pyndingarnar í þýsku fangelsunum eru svo hræðilegar, að naumast er hægt að trúa því, að nokkur mannltíg vera (en það eru þó Þjóð- verjar þrátt fyrir alt) geti fengist til að fremja jafn djöfulleg grimdarverk og skýrt er £rá í frásögnunum. Stundum eru frásagnirnar þannig, að naumast er hægt að birta þær á prenti. Eftirfarandi lýsingar eru þýddar úr norska blaðinu »Norsk Tidend«, sem gefið e'r út í London af norsku stjórninni. Frásagnirnar eru eftir norskum manni, sem tókst að flýja til Englands eftir að hann hafði persónulega komist í kynni við pyndingaraðferðir nazistanna og fengið aðstöðu til að fyigjast með þeim pyndingum, sem hann skýrir frá. Meðal þeirra manna, er upp- Ijóstrarmanninum Flesland tókst að handtaka hjá Bergen í vor, þegar þeir voru að reyna að flýja til Englands, var maður um tví- tugt. Hann var Gyðingur í aðra ætt — stæðilegur og sterkur pilt- ur, sem hafði getið sér góðan orð- stír í bardögunum í Noregi. Þjóðverjar lögðu auðvitað mikla áherslu á að telja fólki trú um, aO hann væri potturinn og pannan í þessu máli og að hann hefði lagt fram féð til fararinnar. PYNDINGARNAR í IÐNAÐAR- MANNAHÚSINU. Það var farið með piltinn, ásamt hinum, til aðalstöðva Ge- stapo (þýska leynilögreglan) í Bergen, þar sem pyndingarnar fara fram. Þær eru, samkvæmt sögn þýskra herlögreglumanna, framkvæmdar af mönnum, sem hafa tveggja ára nám í pynding- um. Varð pilturinn að þola þarna hræðilegustu píslir og var barinn með skammbyssuskefti í hnakk- ann, svo hann féll í rot. Þeir heltu þá köldu vatni yfir hann, en varla hafði sést lífsmark með honum, fyr en þeir slóu hann í rot aftur. Þegar hann kom til sjálfs sín aftur, var hann með höfuðið niðri í vatnsfötu, og nú var hann sleginn í rot í þriðja sinn. Áður en hann var kominn al- menniléga til sjálfs sín, var farið með hann rennandi votan til hinna fanganna og sögðu þá Þjóð- verjarnir: „Hér sjáið þið þann, sem hefir ljóstrað uppumykkur“. Pilturinn hafði ekki hugmynd um þeíta atvik, fyr en síðar, að félagar hans skýrðu honum frá því. Þjóðverjarnir reyndu nú að fá hann til þess að tala með því að nota „köttinn“ á hann. Þeir spenna keðju um úlnliðinn, hafa taug í henni og snúa upp á, svo það stríðkar á keðjunni. Ein um- ferð í einu og fórnarlambið verð- ur að gefast upp. Þegar þessu var lokið, skýrði hann frá því, að hann hefði verið heppinn, því Þjóðverjarnir höfðu ekki veitt því athygli, að stálarmbandsúrið hafði lent á milli og hafði það minkað þrýstinginn — annars hefði hann aldrei getað þolað þetta og neyðst til að játa því, sem þeir hefðu viljað fá hann til að játa, hvað sem það hefði verið. GYÐINGURINN FÉKK EKKI AÐ BÚA HJÁ „ARÍUNUM11. Pilturinn var sendur til Ulven. Hann kvartaði sífelt um kvalir í hnakkanum og þjáðist af minnis- leysi. Það var ýmsilegt sem benti til, að hauskúpan hefði verið brotin. Á þessum tímá bjuggu allir fangarnir í sameiginlegum skála. Það voru nokkrir Gyðingar þar, og það eina *sem skildi Gyðingana frá „aríunum“, var það, að Gyð- ingarnir urðu að hafa stóran, gulan miða á brjóstinu eða á bak- inu. Þegar yfirmaður Gestapo í Vestland kom í eftirlitsferð, gerð- ist minnisstæður atburður út af eftirfarandi: Gyðingarnir máttu ekki vera í sama herbergi og „arí- arnir“. Hinir fangarnir voru spurðir að því, hvernig þeir gætu sætt sig við að vera í sama her- bergi ög Gyðingar, en þeir svör- uðu því til, að Gyðingarnir væru menn eins og þeir sjálfir. Yfir- maður Gestapo varð öskuvondur og krafðist þess að Gyðingarnir yrðu tafarlaust fluttir. Pilturinn var einmitt nýkominn á fætur þennan dag, en var ekki hitalaus. Hann varð nú að taka saman pjönkur sínar meðan skammirnar dundu á honum og flytja einn í lítinn, eins manns klefa — eins langt burtu og mögulegt var frá hinum eins manns klefunum, sem voru ætlað- ir, „sérstaklega hættulegum Gyð- ingum“. HANN VAR GERÐUR VITSTOLA. Þetta var meira en hann þoldi. Hann fékk algert taugaáfall. Fangarnir, félagar hans, önnuðust um hann, háttuðu hann og vöktu yfir honum, til þess að hann færi sér ekki að voða. Yfirmanni fangaherbúðanna var gert aðvart, og hann símaði til þýsks læknis, sem upplýsti í símanum, að pilt- urinn gerði sér þetta bara upp — læknirinn vildi ekki skoða fang- ann. Yfirmaður fangabúðanna kærði sig ekki heldur um að líta á pilt- inn, og bannaði hinum fongunum að fara inn til hans. Fangarnir hirtu hinsvegar ekkert um bannið og laumuðust inn til hans. Að lokum varð pilturinn örmagna af kastinu og sofnaði. Þegar hann vaknaði næsta dag, var hann bú- inn að vera, bæði andlega og líkamlega. Hann gat ekki talað og hafði engin mannleg eða dýrsleg viðbrögð. Það eina, sem bar vott um, að einhver skynfæri væru starfandi, var það, að harin kippt- ist snögglega við og leitaðist við að fela sig, þegar hann heyrði fótatak, eða ef hann heyrði yfir- leitt nokkurt hljóð. Ef komið var við hnakkanh á honum, úthverfð- ist hann í framan vegna sársauka. Fangarnir, félagar hans, urðu að hella ofan í hann rennandi mat, en pilturinn veitti ekki viðbragð, og ekki varð vart við nokkur merki þess, að hann vildi fá meiri mat eða, að hann væri búinn að fá nóg. Meðfangar hans héldu áfram ao annast um hinn sjúka í laumi. Það var kvartað við Þjóðverjana, ,en kom að engu haldi. Yfirmaður fangabúðanna kom ekki einusinni til þess að líta á hann, og fang- arnir voru þeirrar skoðunar, að það væri blátt áfram af því, að hann brysti kjark til þess. Fyrst eftir að vika var liðin kom þýsk- ur læknir, hann staðnæmdist í klefadyrunum og horfði á piltinn sofa. Eftir þessa „skoðun“ sló hann því föstu, að pilturinn væri með látalæti og fór sína leið. Það stoðaði ekki, að leyna því til lengdar, að fangarnir hjálpuðu hinum veika. þjáningarbróður sín- um, því að þeir urðu daglega að fara og biðja um hrein föt til að skifta á honum, og í hvert skifti notuðu þeir tækifærið til þess að hamra á því, að eitthvað yrði gert. Þegar ca. 14 dagar voru liðnir, kom yfirmaður úr lögregluliðinu á eftirlitsferð. Spurði hann þá Thuland lögregluþjón, sem hafði lengi verið í mjög ströngu varð- haldi, m. a. án þess að fá einn einasta dag að fara út og anda að sér fersku lofti, hvernig hann hefði það. Thuland svaraði: Mér virðist bara að.það sé hræðilegt, að það skuli ekkert vera gert fyrir hinn sjúka hérna. SÖKINNI SKELT Á MEÐFANGA HANS! Lögregluyfirmaðurinn svaraði þá því, að norska lögreglan í Bergen hefði fyrir ' löngu síðan fengið tilkynningu um, að sækja piltinn, svo að það væri auðsjá- anlega hún, sem ekki kærði sig um Gyðinginn. Þetta var svo viðkvæðið næstu dagana, bæði hjá stjórn fangabúðanna og fanga- vörðunum. Nokkrum dögum síðar sótti norska lögreglan piltinn og auðvitað kom í ljós við rannsókn, að lögreglan hafði lagt af stað til að sækja piltinn, um leið og hún fékk tilkynningu um það frá þýsku yfirvöldunum. Pilturinn var fluttur á sjúkra- hús í Neevengárden, og var því lýst yfir þar, að hann væri hald- inn af ólæknandi geðveiki. Þegar verið var að flytja hann frá Ulven, var einn Gestapomað- ur og eftirlitsmaður fanganna, Finn Fluge Pedersen, viðstaddir og horfðu á þegar pilturinn var látinn inn í bifreiðina. Það var átakanleg sjón, og Gestapomaður- inn sagði við Fluge Pedersen: Það er hyllilegt, hvernig þið farið með vini ykkar. Fluge Pedersen svaraði: Við höfum verið honum góðir, við höfum farið eins vel með hann eins og við höfum getað, allan tímann. En þetta kemur áreiðan- lega á reikninginn, já, líka þetta! Gestapomaðurinn gat engu svar- að. Það var augljóst, að meðal þeirra Þjóðverja, sem vissu ekki beinlínis um pyndingarnar, átti það að heita svo, sem það væru norsku fangarnir, sem hefðu „ann- 'ast um“ Gyðinginn. Síottar Íiéltií.. í málverkasafninu í Moskva er senni- lega besta safn, sem til er af mál- verkum Henri Matisse, það á 38 málverk eftir Matisse og er talið að hvort þeirra muni seljast fyrir nálægt því 3000 dollara ef þau verða seld núna í New York. Bókasafnið í Moskva telur um 3, 300,000 bækur og rit. Bókasafnið í Leningrad er*þó enn þá stærra því það tekur um 6, 000.000 bækur, og er því álíka stórt og British Museum og Congressbókasafnið í Washington. Allar bækur í hinu heimsfræga bóka- safni Bibliotheque Nationale í París, sem ekki eru að skapi nazista, hafa verið brendar. En auk þess hafa nasislar stolið bókum þaðan í þúsunda tali og flutt til Pýskalands. Losovski sagði nýlega. »Við getum sent herafla í svo óskaplega stórum stíl að Pjóðverjar hafi ehga hugmynd um það.« Það er talið að ein af hinum leynilegu þýsku útvaipsstöðvum sé starfrækt af herforingjaklíkunni gegn nazistaflokkn- um. Pað verður aðeins öðru hvoru vart við hana og hún lætur aðeins til sín heyra til þess að lofa yfirmenn hersins og gagnrýna flokksmeðlimina: Er þetta talið ný sönnun fyrir hinni vaxandi misklíð milli hersins og naz- istaflokksins. Shostskovich, eitt frægasta núlifandi tónskáld Rússa, dvelur nú í Leningrad og tekur þar þátt í hinni hetjulegu vörn borgarinnar. Hann hefir kosið að taka þátt í þessari vörn, sem, eins og hann sjálfur komst að orði ný- lega í útvaipserindi, er innblástar (in- spiration) fyrir hann einmitt nú þegar hann er að semja sjöunndu hljómkviðu sína. Yrir 140 leynileg blöð hafa verið gefin út í Póllandi síðan nazistar lögðu það undir sig og yfir 30 í Noregi. Pólsku blöðin eru farin að birta myndir, sem þau fá frá London, þrátt fyrir árvekni nazista.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.