Verkamaðurinn - 20.03.1943, Qupperneq 1
ALÞÝÐUSAMBANDSSTJÓRNIN HEFIR
AKVEDID AÐ SAMEINA VERKAMENN
Á AKUREYRI í EINU SIERKU VERKA-
RAUÐI HERINN SÆKIR ENN FRAM TIL
SMOLENSK, EN MÓTSPYRNA ÞJÓÐ-
VERJA FER VAXANDI.
Allar tilraunir Þjóðverja til að brjótast yfir Donetzfljót
MANNAFELAGI
Framkvæmdastjóri og erindreki Alþýðusambandsins
koma til bæjarins nú um helgina til að hrinda
sameiningunni í framkvæmd
hafa strandað fram að þessu.
Eftir töku Vyazma hafa sovéther-
sveitir haldið áfram sókn sinni í
áttina til Smolensk. í fregnum í
gærkveldi var sagt, að þær væru
komnar rúmlega 60 km. vestur fyr-
ir Vyazma, en mótspyrna Þjóðverja
á þessum slóðum fer harðnandi. —
Hersveitir Timosjenkos hafa unn-
ið töluvert á í nánd við Staraja
Russa og Kholm.
Síðan Þjóðverjar tóku Kharkov
hafa þeir gert árangurslausar til-
raunir til að brjótast yfir Donetz-
fljót .Hafa þeir þó haldið látlaust
uppi geysilegum áhlaupum, en
Rússar hafa hrundið þeim jafn-
harðan.
Er manntjón Þjóðverja og her-
gagnatjón gífurlegt. í einu þessu
áhlaupi í gær mistu þeir 500 menn
og á öðrum stað mistu þeir 600.
Fréttaritarar telja að næsta sólar-
hring verði úr því skorið hvort
Þjóðverjum tekst að komast yfir
fljótið eða livort Rússum tekst að
halda stöðvum sínum á vesturbakka
þess.
Þjóðverjar hafa tilkynt að þeir
hafi tekið borgina Byelgorod við
járnbrautina frá Kharkov til Kursk,
en sú fregn hefir ekki verið stað-
fest.
Alþýðusambandið hefur útgáfu mánaðarrits
Stjórn Alþýðusambands íslands
hefir nú ákveðið að framkvæma
samþykt síðasta Alþýðusambands-
þings um sameiningu verkamanna
hér á Akureyri, en eins og kunnugt
er, fól þingið sambandsstjórninni
að gera þær ráðstafanir er dygðu
til að uppræta með öllu klofning-
inn í samtökum verkamanna á Ak-
ureyri.
Sambandsstjórnin er ákveðin í
því að framkvæma samþykt sam-
bandsþingsins í þessu efni, og legg-
ur svo mikla áherslu á að sundr-
unginni hér verði eytt með öllu, að
hún sendir hingað bæði fram-
kvæmdastjóra sambandsins, Jón
Sigurðsson og erindreka þess, Jón
Rafnsson. Koma þeir hingað með
„Esju“ nú í dag og raunu
strax eftir komu sína gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að hrinda
sameiningunni í framkvæmd á
einn eða annan hátt.
Eins og lesendum er kunnugt,
hefir sundrungunni í faglegum
samtökum verkalýðsins alstaðar
verið útrýmt á landinu — nema
hér á Akureyri. Hér skal ekki farið
út í deilur um það hverjum sé um
að kenna, hverjir hafi átt sök á
klofningnum. Það mál hefir verið
margrætt áður. En um það verður
ekki deilt að sundrungin er aðeins
vatn á myllu andstæðinga verka-
lýðssamtakanna. En kjör íslenskrar
alþýðu eru sannarlega ekki svo
glæsileg að hún hafi ráð á að ala
andstæðinga sína á sundrungunni
og því sem siglir í kjölfar hennar.
Þeir tímar eru í nánd að alþýðunni
mun ekki veita af öllum samtaka-
mætti sínum. Þó atvinna hafi verið
óvenjulega mikil s. 1. tvö ár og al-
menningur hafi aldrei áður haft
jafnmikið fé milli handa, þá er
jafnvíst að vá er fyrir dyrum, ef al-
þýðusamtökin reynast ekki því
hlutverki sínu vaxin að mæta erf-
iðleikum eftirstríðsáranna og ryðja
úr vegi þeim hindrunum, er verða
á vegi hins vinnandi fólks í baráttu
þess fyrir fullkomnu atvinnulegu
og pólitísku frelsi. Afturhaldsöflin
munu sæta færi, hvenær og hvar
sem þau finna veikan hlekk í sam-
takakeðju alþýðunnar. Þessvegna
ríður nú á að smíða að nýju þá
hlekkina, sem eru veikastir, og þ£
fyrst og fremst hér á Akureyri,
næstfjölmgnnasta kaupstað lands-
ins.
Ákvörðun sambandsstjómar að
senda menn, sinn frá hvorum armi
verklýðshreyfingarinnar, sýnir
okkur glöggt að hún er staðráðin í
að hrinda sameiningunni hér í
framkvæmd, sameina alla verka-
menn hér í einu öflugu verka-
mannafélagi, hvað sem pólitískum
skoðunum þeirra líður.
Öllum verkamönnum og öðrum
verklýðssinnum munu því þykja
það góð tíðindi að Alþýðusam-
bandið, er telur um 18 þús. með-
limi innan sinna vébanda, skuli nú
vera búið að gera þessar ráðstafan-
ir, sem fyrr er getið, og sem hljóta
að hafa í för með sér sameiningu
verkamanna bæjarins innan fárra
daga.
Verkamenn á Akureyri munu
fyllilega kunna að meta þessa mik-
ilvægu aðstoð Alþýðusambandsins,
(Framh. á \. síðu).
11.400.00 krónur
í gærkvöldi var söfnunin hér í
bænum handa Rauða Krossi
Ráðstjórnarríkjanna orðin yfir
11.400.00 kr. og enn eru fjöl-
rrtargir söfnunarlistar í gangi.
Söfnunin hér á Akureyri hefir
gengið mjög vel og hefir í engum
kaupstað landsins safnast tiltölu-
lega jafnmikið og hér. En þrátt
fyrir það er engin ástæða til að
leggja árar í bát heldur halda
söfnuninni áfram og herða á
henni, því þótt þátttakan sé orð-
in mjög mikil og almenn, þá eru
þó enn fjölmargir einstaklingar,
sem munu vilja fram sinn skerf
til að sýna í verki, að þeir láti sig
„ekki einu gilda þá hluti, sem
eru að gerast í heiminum.“ Sýna
það í verki með því að láta nokk-
urt fé af hendi rakna „til kaupa
á nokkru af hjúkrunarvörum
handa þeirri þjóð, sem hefir tek-
ið við einna þyngstum höggum
í þessu stríði:“
Alþýðusambandið hefir nú eign-
ast sitt eigið málgagn. Er það mán-
aðarrit, er nefnist „Vinnan“, og er
1. tölublað þess nýkomið út.
í formálsorðum sambandsstjórn-
arinnar segir m. a. svo:
„Eftir að skipulagi Alþýðusam-
bands íslands var breytt á þingi
þess árið 1940, á þann hátt, að það
var aðskilið frá Alþýðuflokknum,
hefir það ekki haft umráð yfir
neinu sérstöku málgagni.
Á Alþýðusambandsþinginu síð-
astliðið haust sameinuðust svo að
segja öll verklýðsfélög landsins í
Alþýðusambartdinu, og þykir
stjórn þess því ekki vansalaust, að
svo fjölmennt félagasamband, sem
Alþýðusambandið, er nú orðið,
' hafi ekki málgagn, sem það ræður
yfir.
Sambandsstjórnin samþykti þvf
fyrir nokkru síðan að hefja útgáfu
á mánaðarriti.
Þetta mánaðarrit hefir nú göngu
„Frá draumum til dáða“
nefnist nýútkomið rit eftir hinn
vinsæla rithöfund Gunnar Bene-
diktsson. Útgefandi er Fræðslu-
nefnd Sósxalistaflokksins, og er
þetta fyista ritið í bókaflokki, sem
Fræðslunefnd Sósíalistaflokksxns
gefur út, en gert er ráð fyrir að
minsta kosti þrjú rit í þessum
flokki komi út á ári. Eiga ritin að
fjalla um íslensk þjóðfélagsmál,
sósíalisma og alþjóðastjórnmál, og
verða bæði þýdd og frumsamin.
Þetta fyrsta rit, „Frá draumum
til dáða“ fjallar um vandamál ís-
lensks landbúnaðar. — Eins og
vænta mátti er bókin prýðilega rit-
uð og allur frágangur að öðru leyti
hinn ákjósanlegasti.
sína, og það er von sambandsstjórn-
arinnar, að félögum innan sam-
bandsins sé ljós nauðsyn þess, að
íáðist hefir verið í útgáfu þess, og
sýni þann skilning sinn í verki,
með því að taka blaðinu vel og
stuðla að útbreiðslu þess eftir
(Framhald á 4. siðu).
Landsmóti skíðamanna er
nú lokið
Landsmóti skíðamanna lauk 15.
þ. m. Urðu úrslitin þau, í svigi, að
sveit Iþróttaráðs Akureyrar vann í
A-flokki. Varð þar fyrstur Ásgrím-
ur Stefánssoh frá Siglufirði, en ann-
ar Júlíus B. Magnússon, í. R. A.
í B-flokki sigraði sveit íþrótta-
félags Reykjavíkur. En fyrstur
varð Gunnar Karlsson í. R. A„ en
næstur Haraldur Árnason í. R.
í C-flokki urðu fyrstir Sigurður
Þórðarson og Hreinn Ölafsson frá
í. R. A.
I stökki urðu úrslitin þau í A-
flokki, að Jónas Ásgeirsson frá
Sigluf. bar sigur úr bítum, en í B-
flokki varð Erlendur Stefánsson
hlutskarpastur.
í stökki pilta frá 17—19 ára sigr-
uðu þeir Gunnar Karlsson og Sig.
Þórðarson frá í. R. A.
1 bruni varð hlutskarpastur Gísli
Ólafsson frá íþróttafél. Háskólans,
en næstur honum varð Júlíus B.
Magnússon frá í. R. A.
Var frammistaða Akureyringanna
hin prýðilegasta, eins og úrslitin
bera með sér og ætti að verða skíða-
mönnum bæjarins til uppörfunar
og skapa þeirn skilyrði til enn meiri
fullkomnunar og leikni í þessari
ágætu íþrótt.