Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.03.1943, Síða 2

Verkamaðurinn - 20.03.1943, Síða 2
2 \ VERKAMAÐURINN ÞJOÐIR JUGOSLAVIU SAMEINAST UNDIR FÁNUM LÝÐRÆÐISINS Fjórði hluti landsins á valdi lýðstjórnar- innar og skæruliðanna MIHAILOVITSJ í ÞJÓNUSTU FASISTANNA. Mikil tíðindi hafa nú spurst frá Júgoslavíu. Áður en Þjóðverjar réðust á Júgo- slavíu var fasistastjóm þar við völd og vom allir aðrir flokkar en stjómarinnar bannaðir og andstæðingar stjórnarinnar grimmilega ofsóttir, t. d. var dauða- hegning lögð við því að eiga kommúnistaávarpið. Þegar innrás Þjóðverja hófst gengu fjöldamargir embættismenn stjómarinnar utan og innan hersins í þjónustu innrásarhersins en alþýðan gafst ekki upp heldur myndaði skæruhópa, sem hélt til fjalla og hélt þar frelsisstríðinu áfram með þeim árangri að fjórði hluti lands- ins er nú á valdi þeirra. Auðvaldsrollumar í Englandi og víðar hafa reynt að dylja fyrir heiminum hvað hefir verið að gerast í Júgoslavíu og hafa blöð þeirra og útvarp í því skyni flutt uppspunnar fregnir um frelsisbaráttu Mihailovitsch, sem nú er orðið opin- bert að er i því fólgin að berjast með ítölum og Þjóðverjum gegn skæmher lýð- stjómarinnar, gegn þjóðfrelsishreyfingu ibúa Júgoslava. „Þeir komu úr öllum áttum með hnífa milli tannanna og læddust eins og kettir. Þeir óttuðust ekki svifblysin. Þeir brutust inn í hægri fylkingararm okkar. Þá gerðust svo hræðilegir atburðir, að blóðið fraus í æðum okkar---------Karlar, kon- ur og börn geystust fram til bar- daga.“ Þannig skrifaði þýskur stríðs- fréttaritari. Hann var ekki að lýsa víkingasveitum Bandamanna eða rússneskum skæruliðum. Hann var að segja frá júgóslavnesku skæru- hermönnunum, og hann bætti við: „Þeir eru ekki skipulagslausir flokkar, heldur nákvæmlega skipu lagðar einingar. Þeir gefa út sín eigin blöð í skógunum og búa til sprengjur og skotfæri.“ í síðustu viku komst barátta skæruliðanna, sem eru höfuðand- staða Möndulveldanna í Balkan- löndunum, á nýtt stig, og olli það þáttaskiptum í hinu þríþætta borg- arastríði, sem geysað hefir í Júgó- slavíu, síðan Þjóðverjar réðust inn í landið fyrir tveim árum. Nú hafa skæruliðamir komið á fót föstum her og rfki. Þeir berjast á 100 mílna langri víglínu og hafa eitt einni vélaherdeild Nazista. Af þeim fregnum, sem borist höfðu undanfarið, var almennt lit- ið svo á, að Mihailovitsch hershöfð- ingi væri einn helsti foringi Ev- rópuþjóðanna í baráttu þeirra gegn innrásarherjum nazista. En í vikunni sem leið varð mönnum ljóst, að skæruliðarnir júgóslav- nesku höfðu hann ekki lengur að foringja, í hernaðartilkynningum Þjóðverja og ítala var einatt minst á mótþróa skæruliðanna, en Mihai- lovitsch sjaldan að nokkru getið. Eins og vænta mátti var skærulið- um þesum lýst sem morðingjum, kommúnistum og þorpurum. Og talsmenn hinnar útlægu júgóslav- nesku stjórnar viðhöfðu áþekk um- mæli um þá. í nóvember 1941 biðu hinar sundurleitu hersveitir Mihailo- vitsch alvarlegan ósigur fyrir véla- her Þjóðverja nálægt Valjevo. Chetnikunum (svo nefndust her- menn Mihailovitsch) var sundrað. Heilir herflokkar undir stjórn Gjayitsch og Drenovitsch, sem áð- ur höfðu verið undirmenn Mihai- lovitsch, gengu í lið með ítölum. Mihailovitsch dró sig í hlé, fór huldu höfði t Montenegro og forðaðist alla árekstra, nema hvað hann gerði í sl. júní snarpt áhlaup á skæruliðasveit, sem átti f höggi við ítali í Suður-Montenegro. — Skæruliðar í Montenegro halda því einnig fram, að Mihailovitsch hafi haft samvinnu við ítali á viss- um sviðum. Þeir Chetnikar, sem vildu halda vopnaðri mótspyrnu áfram, létir engar hindranir eða erBðleika á sig fá, heldur mynduðu skæruliða- sveitir undir stjórn Kosta Nagy. Nagy, sem er 32 ára að aldri, er enginn viðvaningur. Hann var for- ingi króatiskrar vélbyssuhersveit- ar, sem barðist í liði lýðveldis- stjórnarinnar á Spáni. Nagy gat sér frægð hjá Ebró, þar sem hann varð- ist vikum saman árásum fasista, sem að öllu voru miklum mun betur búnir. Samsteypuher Nagys nefndist Skæruliðarnir frá Bosanska Krajina og varð brátt fjölmennastur og lét mest til sín taka af þeim sex skæru- herjum, sem börðust að staðaldri við Þjóðverja og ítali af hinni mestu grimd, það sem eftir var ársins. Her Nagys kom á fót litlu ríki á fleygmynduðu svæði í Króatíu, sem takmarkast af bæjunum Glam- och, Drvar, Petrovatsch, Kljuch og Donji Vakuf. Unnið var skipulega að því að geta hafið hemaðarað- gerðir í stórum stíl. Hernum óx stöðugt fiskur um hrygg, og hann var nú ekki lengur þjálfaður til skæruhernaðar og skemdarverka fyrst og fremst, heldur með þá als- herjarsókn fyrir augum, er hrund- ið gæti Möndulveldunum út úr Júgóslaviu. í stjórnarfari hins litla rikis voru teknar upp ýmsar lýðræðisvenjur sem heita máttu óþektar áður á Balkanskaga. Bæjarstjórnir voru kosnar leynilegum kosningum. hjúkrunarsveitum var komið á fót undfr stjórn hins fræga professors Sima Milosevitsch frá Belgrad. Leikhús tóku til starfa, og höfðu góðkunnum leikurum á að skipa, ásamt allri hljómsveit Þjóðleik- hússins í Zagrab, er gengið hafði í lið með skæruhernum. Nýja ríkið setti á stofn utanríkisráðuneyti, þótt raunar væri aðeins einn full- trúi erlends ríkis í landinu. Ivan Lebedyev, er eitt sinn var sendifulltrúi Rússa f Belgrad, en flýði til Montenegró í fyrra og er nú fulltrúi Sovétstjórnarinnar hjá stjóm skæruliðanna. Sérstök mynt hefir verið gefin út, og svo mikil eru áhrif hins nýja ríkis meðal kró- atisku bændanna, að í sumum héTuðum austur af Ljúbljana fær setulið ítala engar nauðsynjar keyptar fyrir Lí'rtir sínar, heldur verður það að nota bons, sem stjóm andstæðinganna gefur út. Stjórnin hefir útvarpsstöð til um- ráða, auðheyranlega í Sviss. Þar les þulur fréttir á ensku með greinilega amerískum framburði. Einkunnarorð hins nýja ríkis eru: „Frelsi öllum þjóðum. Niður með fasismann.“ Það vill berjast fyrir að mynda bandalag ríkja á jafnréttisgrundvelli, eftir sviss- neskri fyrirmynd. Hinir fátæku og þrautpíndu bændur Júgóslavíu, — éerbar, Króatar, Slóvenar, Make- doníumenn, Svartfellingar og Ungverjar — kristnir og Múham- eðstrúar — láta einlægt skýrar og skýrar t ljós samúð sína með frels ishreyfingunni. Þeir hafa yfirgef- ið Mihailovitsch, sem dreymir um serbneskt stórveldi, yfirgefið fas- istann Ustachi, sem vill gera Kró- atíu að stórveldi, og snúið baki við serbneska kvislingnum Milan Neditsch. Daginn sem áttundi breski her- i’nn undir forustu Montgomery’s hóf sókn sína á hendur Afríkuher Rommels við E1 Alamein, stefndu skæruliðarnir frá Bosanska Krajina her sínum norður eftir dölum Dínarísku Alpanna í áttina til Za- greb héraðsins í Króatíu. Frá Vale- bitfjöllum í Dalmatíu kom annar her, er nefndist Skœruliðarnir frá Lika, til móts við hina. Að norð- austan kom þriðji herinn, Króat- ar, er voru lftt skipulagðir. Um líkt leyti og víglínur Rommels voru rofnar, höfðu hin- ir þrír skæruherir sameinast undir einni stjórn og nefndufft nú ,þjóð- frelsisherinn". Sá her myndaði nú fyrstu samfeldu víglínuna f þess- um skæruhernaði, 100 mílna lang- án boga, er „næði frá Slunj til Sit- nica. Herinn sótti austur á bóginn og tók hvert þorpið á fætur öðru af Þjóðverjum og fasistanum Us- tachi, er voru síst við þessu búnir. í vikunni sem leið, þegar stjórn þýska setuliðsins varð fullkomn- lega ljóst, hvernig komið var, hafði hinn nýi her hrifsað úr höndum þeirra tólf bæi og 50 þorp, hafði sótt fram 50 mílur inn í Zagreb- héraðið án verulegrar mótspymu og hreinsað til á landsvæði, sem er heldur stærra en Connecticut- fylkið. , í vikunni sem leið komu saman í Bihatsch, höfuðborg hins endur- heimta landsvæðis, 53 fulltrúar víðsvegar úr Júgóslavíu. Þeir kusu fyrir forseta ráðstefnunnar Ivan Ribar, sem er kaþólskur lögfræð- ingur frá Króatíu, meðlimur Serb- nesk-króatiíska lýðveldisflokksins. Hann er sonur fyrsta forseta þjóð- lega löggjafarþingsins, sem kom saman 1918 til að leggja grundvöll- inn að stofnun ríkisins Júgóslavíu. Að baki þessari bráðabirgða- stjórn standa andnasistisk öfl uni alt landið, og hún hefir á að skipa her, |em er áætlaður tvö til þrjú hundruð þúsund manna. Hvorki herinn né stjórnin er „kommún- istiskt” né heldur „glæpamenn”, þótt nokkrir af leiðtogunum, eink- um í hernum, séu kommúnistar. Þjóðfrelsishreyfingin er að mestu leyti bændahreyfing, í henni er margt af meðlimum Serbisk-Kró^- tiska lýðveldisflokksins og annara króatiskra, serbneskra og slóven- skra bændaflokka. Fyrsta verk bráðabirgðastjórnar- innar var að senda þeim skeyti: Roosevelt forseta og forsætisráð- herrunum Churchill og Stalin. * Reynslan hefir sýnt að skærulið- arnir eru hættulegir „nýskipan” Hitlers. í sóknaraðgerðum, fyrir skömmu síðan, hertók skæruliða- herinn, undir forustu hins djarf^, svarthærða, Kosta Nagy, borgina Karlovac, 48 km. frá Zagreb, höf- uðborg Króatíu, og komust í ná munda við Banja Luka, aðra stærstu borg í Bosníu, og ógnuðu leppstjórninni. Aðferð öxulríkjanna í Jugó- slavíu hefir verið sú, eins og alstað- ar annars staðar, að skapa sundr- ungu, sem hefði í för með sér gjör- eyðingu „óæðri“ þjóðflokkanna. Erindrekar Þjóðverja birgja að vopnum slovenska landvarnaliðið, „Hvíta vörðinn", sem berst gegn skæruliðunum. Þeir styðja Kvis- ingastjórnirnar. Samtímis því settl Serbar, Slovenar, Króatar, Mú- hameðstrúarmenn, kennimenn og kommúnistar þyrpast inn í fylk- ingar skæruliðanna, hafa öxulrík- in stutt hvern þann, sem hefir vílj- að berjast gegn skæruliðunutn. Draja Mihailovitsch herforingi, sem hefir lent í hvirfilvindinum, herjar aðallega í suðausturhluta þess landsvæðis, sem skæruliðarnir hafa á valdi sínu. Hann hefir feng- ið vopn frá ítölum. Nýlega hófust samningatilraun- ir milli ríkisstjórnarinnar í Moskva og Júgóslavnesku flóttamanna- stjórnarinnar í London í því skyni að koma á einingu í Júgóslavíiu og hindra blóðuga borgarastyrjöld. En flóttamannastjórnin gerði ekki heyrumkunna orðsendingu frá ráðstjórninni. Og hin langdregnu svör flóttamannastjórnarinnar við tillögum ráðstjórnarinnar voru að líkindum fólgin í því að reyna að færa sönnur á aðMihailovitsch væri hinn raunverulegi leiðtogi alls þess herafla í Júgóslavíu sem ætti í bar- áttu við Öxulinn, og ennfremur voru þau fólgin í ásökunum í garð Rússa um að þeir veittu skærulið- unum stuðning af útþensluástæð- um. Vegna þrýstings frá blaða- mönnunum játuðu embættismenn flóttamannastjórnarinnar að þeir hefðu ekki hugmynd um hvar Mihailovitsch væri niður kominn, og að hann hefði verið óvirkur mánuðum saman meðan skærulið- arnir hefðu næstum einir háð alla baráttuna. Þetta ástand ásamt heillaóska- skeyti í nafni Bandamanna frá Éi- senhower, herforingja, til Mihailo- (Framhald á 3. síðu)‘. i

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.