Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.03.1943, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 20.03.1943, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 Er drengskapur „Islendings“ líklegur til að stuðla að frelsun smáþjóðanna? VERK AMAÐURINN Útíetandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingrímur Aðalsteinsson, Jakob Ámason, v Jóhannes Jósefsson. í lausasölu 30 aura eintakið. ÁbyrgSarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Bláðið kemur út hvem laugardag. Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags ins, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Samstarfið er lífsnauðsynlegt. Sameining akureyrskra verka- manna stendur fyrir dyrum. Með henni verður stórt spor stigið í átt- ina til fullkomnara lýðræðis og al- mennrar hagsældar hins vinnandi fólks. En faglegt samstarf launa- stéttanna er Iífsnauðsyn, ef takast á að beina lífi alþýðunnar inn á bjartari brautir. Það mun þvf vissulega verða fagnaðarefni fyrir verkamenn, þegar sameiningin hefir komist á. Og það mun verða undrunarefni seinni kynslóða að ekki skyldi tak- ast fyr að sameina þá, sem eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Ekk- ert er eðlilegra og sjálfsagðara en að verkamenn vinni saman að hags- munamálum sínum. Ar eftir ár strita þeir saman fyrir brýnustu nauðsynjum sínum. Hversvegna skyldu þeir þá ekki einnig geta unnið saman í verklýðssamtökun- um, haft samstarf um að vernda sameiginlega hagsmuni sína, sam- eiginleg réttindi. Það liggur blátt áfram í augurn uppi að því ósam- stiltari sem verklýðsstéttin er um hagsmunamál sín, því minni líkur eru til að henni auðnist að vernda hagsmuni sína og fengin réttindi og því minni skilyrði til sigursæll- ar sóknar fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. Hugsum okk- ur tvístraðan her sem ætti í orustu við einhuga, samtaka her. Hvemig fór í Frakklandi? Og vér þurfum ekki svo langt. Dæmin úr sögu ís- lensku verklýðssamtakanna og ís- lensku þjóðarinnar eru sannarlega nógu mörg til að sýna okkur að sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þetta hefir líka ís- lenska verklýðsstéttin skilið svo nú er svo komið að fagleg sundrung er úr sögunni hvarvetna á landinu nema hér á Akureyri. Alstaðar ann- ars staðar hafa verkamenn samein- ast þar sem samtökin voru klofin. Hér á Akttreyri vantar nú aðeins herslumuninn svo alger eining verklýðsstéttarinnar komist á. Bíl- stjórar eru sameinaðir í einu fé- lkgi, sömuleiðis sjómenn, iðnverka- fólk, vélstjórar, trésmiðir, múrarar o. fl. Það eru aðeins verkamenn, og að nokkru leyti verkakonur, sem enn hafa ekki farið að dæmi stéttarbræðra sinna annars staðar og kveðið sundrunguna niður með öllu. Það verður gert nú næstu daga. Það verður gert vegna þess að það er hagsmunamál verka- mannanna sjálfra og um leið al- þýðusamtakanna í landinu. Það verður gert sokum þess að það er Blaðið „íslendingur" 26. f. m. kemst svo að orði í tuddalegri á- róðursgrein gegn söfnuninni fyrir Rauða Kross Ráðstjórnarríkjanna: „Það vekur nokkra furðu í sam- bandi við þessar safnanir, að tveir háttsettir kommúnistar, sem áttu kost á að rita undir ávarpið um Noregssöfnunina, neituðu því, og vildu þá láta hefja fjársöfnun handa Rússum. Það virðist því gæta meiri Rússaástarinnar í fari þessara manna en samúðar með kúguðum smáþjóðum." Ritstj. „ísl.“ hefir sýnt það fyr að hann er fús til þess að halla svo réttu máli að nálgast endaskifti á sannleikanum. Hann verður sjálf- sagt að gera þetta til þess að missa ekki atvinnuna. En hvorki ber það vott um karlmensku né drengskap. í þessu tilfelli, gengur „ísl.“ algjör- lega fram hjá þeirri staðreynd að tveir af aðalleiðtogum Finnagald- ursins, Stefán Jóhann Stefánsson og Guðlaugur Rósinkranz, forustu- menn Norræna félagsins gengu vit- andi vits fram hjá ritstjórum Þjóð- viljans, þegar söfnunin handa Norðmönnum var hafin. Þeir gerðu það á þann hátt að boða ritstjóra Þjóðviljans ekki á fyrsta fundinn, sem Norræna félagið hélt með blaðamönnunum þetta ágæta mál. Þegar svo forustumenn Norræna félagsins, voru síðar, vegna almenn- ingsálitsins, og af öðrum ástæðum, neyddir til að óska eftir sam- starfi við ritstjóra Þjóðviljans, þá var ofurskiljanlegt að ritstjórar Þjóðviljans kærðu sig ekki um að taka upp samstarf við Guðl. Rós- inkranz og St. Jóhann, og þá fyrst og fremst af þeirri ástæðu að for- göngumenn Noregssöfnunarinnar börðust gegn því að söfnunarféð yrði afhent Norðmönnum fyr en að stríðinu loknu. I nafni „hjut- leysisins“ tók stjórn Noregssþfn-i unarinnar þessa ákvörðun. Nú var hlutleysið í hættu, þvert á móti því sem var á Finnagaldurstímunum! Noregssöfnun Norræna félagsins hefir á allan hátt lítt aukið hróður lífsspursmál fyrir verklýðssamtök- in nú á þessum tímum þegar geig- vænlegt atvinnuleysi er yfirvofandi ef hið vinnandi fólk þjappar sér ekki saman í baráttunni gegn því. Hvarvetna meðal frjálsra þjóða er nú mikið rætt og ritað um stór- felldar breytingar á kjörum al- mennings. Með því er viðurkent að hið vinnandi fólk verði að öðl- ast stórum aukin réttindi og fé- lagslegt öryggi. Það er viðurkent að bætt lífsskilyrði og víðtækara lýðræði sé blátt áfram lífsnauðsyn fyrir lýðræðisskipulagið. En þó nú séu uppi háværar raddir um að bæta verði stórum kjör hins vinn- andi fólks þá er jafnvíst að það verður ekki gert nema því aðeins að verklýðsstéttin í hverju landi reynist nægilega sterk til að knýja fram þær réttar- og kjarabætur sem hún á vissulega fullar kröfur til og nú er alment viðurkent í orði af valdhöfunum víða um heim. íslendinga, sökuni þess að strax í upphafi tók stjórn Norræna félags- ins þá óskynsamlegu stefnu að gera þetta mál að -pólitísku deilúmáli, jafnframt því sem hún ákvað að halda söfnunarfénu í sínum vösum einmitt yfir þann tíma sem Norð- mönnum reið mest á að nota það í baráttu sinni fyrir frelsi þjóðarinn- ar af kúgunarklafanum. Vissa er þegar fengin fyrir því að Norðmenn sjálfir eru ekkert á- nægðir yfir því hvernig stjórn Nor- ræna félagsins hefir haldið á þess- um málum. Og svo einkennilega vill til, að þegar blaðafulltrúi norsku stjómarinnar í Reykjavík velur efni úr íslenskum blöðum um söfnunina handa Norðmönn- um, til að lesa upp í norska útvarp- ið frá London, þá velur hann kafla úr ritstjórnargrein Þjóðviljans, af þeirri einföldu ástæðu að þar fann hann mesta alvöru og mesta samúð með málstað og baráttu Norð- manna. „ísl.“ getur að sjálfsögðu þjónað lund sinni með því að reyna að nota eitt hörmulegasta sjóslys sem orðið hefir hér við land til þess að stilla því á móti söfnun handa Rauða Krossi Ráðstjórnarríkjanna. Það er að sjálfsögðu í fullu sam- ræmi við drengskap hans og heið- arleik. Hann getur líka reynt að telja sér og öðrum trú um það, gegn betri vitund, að söfnun til Ra.uða Kross Ráðstjórnarríkjanna geti á engan hátt stuðlað að því að sigra þann her, sem heldur Norð- mönnum og öðrum þjóðum í blóð- ugum járngreipum sínum. En staðreyndirnar munu þrátt fyrir það leiða í ljós, að Norðmenn, Pólverjar, Tékkar, Hollendingar, Belgix! og aðrar kúgaðar þjóðir, verða ekki losaðar úr járnklóm nasismans með aðstoð Svafars Guðmundss., Árna frá Múfa, rit- stjóra „ísl“, Moygunblaðsins o»g Vísis, Brynleifs og sálufélagá álíka foi'vígismanna í baráttunni fyrir frelsi smáþjóðanna undan oki nas- ismans. Söfnunin hér á íslandi og annars staðar handa Rauða Krossi Ráð- stjórnarríkjanna mun verða þar þyngri á metunum ásamt öðru á- líka starfi í þá átt. Júgóslavar sameinast. (Framh. af 2. síðu)., vtsch vakti sára gremju meðal skæruliðanna. Hinn þéttvaxni Ivan Ribar, foi*seti hins frjálsa júgóslav- neska rikis skæruliðánna, útvarp- aði með reíðiþrunginni rödd: „Vér höfum ekki aðeins valdið öxuló- vininum miklu tjóni.... heldur hafa þjóðir Júgóslavíu nú í fyrsta sinn verið sárheinaðár . . . Látið ekki leiguþý MihailovitSch evði- leggja einingu okkar.“ í síðustu viku kvaddi Ribar for- seti hið 68 fulltrúa þjóðþing sitt saútan til aukafundar, sendi álykt- ufts tril Washington, London og Moskva, þar sem helstu ríkjum hinna sameinuðu þjóða var einarð- lega gerð grein fyrir skæruliða- Mihailovitsch deilunni. „Vér höfum margar sannanir fyr- ir því,“ segir í ályktuninni, „að Mihailovitsch vinnur opinskátt með ítölum, og leynilega með Þjóðverjum. Mihailovitsch hefir engan her sem heitið getur; en nokkur hluti liðsforingjanna úr íinum gamla her Júgóslavíu skipu- lögðu, undir vernd Öxulsins, her skipaðan serbneskum bændum og senda hann gegn hersveitum vor- um. Vér vonum að vér höfum verð- skuldað að Bandamenn sýni meiri áhuga fyrir landi vo'ru og vér ítrek- um boð vort til þéirra að senda nefnd, íkipaða fulltrúum frá stjórnum allra Bandamanna til að sannfæra sig sjálfar þegar í stað um rið sanna i þessum málum.“ í síðustu viku var Anna Furlan, dökkhærð stúlka, að hjúkra um 20 særðum skæruliðum í helli í hæð- unum í Bosníu. Hersveitir Öxul- ríkjanna nálguðust í skjóli Stuka- steypiflugvéla. Skæruliðarnir hörf- uðu hægt og bítandi undan, og gintu fasistahersveitirnar inn á milli tveggja fjalla, þar sem hægt var að umkringja þær og uppræta. Bragðið var ofur einfalt, en hellir- inn, hinir særðu skæruliðar og Anna mundu falla i hendur fasist- anna. Þegar Þjóðverjarnir voru komnir fast að hellismunnanum, tók Anna hand-vélbyssu, skaut alla særðu mennina, og síðan sjálfa sig. Anna var komin af góðri Kró- ata-fjölskyldu. Hún var hvorki þorpari né kommúnisti. En hún átti hugsjónir, sem hún taldi þess verðar að láta lífið fyrir — hug- sjónina um frjálst bandalag allra suður-slavneskra þjóða. Það var ekki ný hugsjón. Fyrir mörgum öldum — á dögum Tyrkjaveldis og í Habsborgartímabilinu — höfðu menn barist fyrir henni. En í síð- ustu viku hafa margir menn og konur komist að þeirri niðurstöðu að í þetta sinn hafi ekki verið nóg að heyja aðeins baráttu. Þeir verða að sigra til fulls eða deyja. (Lauslega þýtt úr ameríska vikuritinu TIME, 14. des. 1942 og 8. febr, 1943) „RÉTTUR" 2. hefti 1942 er nýlega komið út. Efni þess er: Björn Franzson: Er lend vðsjá. Brynjólfur Bjarnason: Innlend víðsjá. Sverrir Kristjáns- son: Baráttan um Miðjarðarhafið. William Rust: Gabriel Peri. Jón Óskar: Gyðingahatur (smásaga). Ólafur Jóh. Sigurðsson: Draumur á Hellisheiði (kvæði). Björn Sig- fússon: Gissur ísleifsson, biskup. Eins og að vanda er ,,Réttur“ prýðilegt rit, og getur enginn, sem á annað borð vill fylgjast með hin- um örlagaríku atburðum, hérlend- is og erlendis, látið hjá líða að lesa „Rétt“. og það gaumgæfilega. Við ritstjórn „Réttar" hefir nú tekið Sigurður Guðmundsson og mun nýtt hefti koma út mjög bráð- lega.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.