Verkamaðurinn - 30.03.1943, Qupperneq 1
tfERKHtnMURIHn
XXVI ÁRG.
Þriðjudaginn 30. mars 1943.
12. tbl.
HVAD DVELUR FELAGSLEGA SAM-
EININGU VERKAMANNA HÉR í BÆ?
Alþýða bæjarins er reiðubúin til sameining-
ar á grundvelli lýðræðis, jafnréttis og
skoðanafrelsis
Viðtal við Loft Meldal, form. Verkamannafél. Akureyrar
Marethvirkjalínan í höndum 8. hersins breska
Her Rommels á hröðum flótta
Ritstjóri „Verkam." hitti Lofr
Meldal að máli í morgun og spurði
hann frétta um hvað liði samein-
ingu verkamanna hér í bænum á
stéttarlegum grundvelli. •
Eins og lesendum „Verkam."
mun kunnugt, segir' formaður
Verkamannafélagsins, hafa fulltrú-
ar Alþýðusambands íslands, þeir
Jón Sigurðsson og Jón Rafnsson,
unnið að því í rúma viku að korni
á algerðri einingu í stéttarsamtök-
um verkamanna hér í bænum. Hef-
ir mér virst að samstarf þeirra og
samstiltur vilji beggja í þessu mik-
ilvæga máli sé í besta lagi.
Á hvaða grundvelli er gert ráð
fyrir að sameiningin verði fram
kvæmd? Hafa ekki komið fram á-
kveðnar tillögur um það, spvrjum
vér Loft.
Jú, að vísu hafa fulltrúar Alþýðu-
sambandsins borið fram ýmsar
hyggilegar sameiningartillögur, en
með því að Verklýðsfélag Akureyr-
ar hefir enn ekki fengið tækifæri til
að taka afstöðu til þeirra, tel ég
ekki tímabært að skýra nánar fri
þeim.
Hafa þá ekki stéttarfélögin lagt
fram sínar tillögur til samkomu-
lags?
jú, Verkamannafélag Akurevrar
og verkakvennafélagið „Eining“
Iiafa.borið fram tillögur, sem eg tel
í alla staði sanngjarnar og aðgengi-
legar og mun blaðið geta átt kost á
því að birta þær síðar. Hinsvegar
er mér engin launung á skoðunum
mínum og minna félaga í þessum
sameiningarmálum, enda varða
þær allan verkalýð bæjarins.
Eg hefði t. d. getað hugsað mér-
skynsamlega sameiningu í ýmsum
formum. Við félagar hefðum t. d.
vel getað fallist á til samkomulags,
að Verkalýðsfélagi Akureyrar yrði
gefinn rétturinn, sem löglegu sam-
bandsfélagi og sjóðeignir Verka-
mannafélagsins og húseign gengi
til Verkalýðsfélagsins. Við hefðum
í öðru lagi getað sæst á það, að
Verkamannafélagið og verka-
Rakmaninoff látinn
Sergej Rakmaninoff, píanosnill-
ingurinn heimsfrægi, létst í fyrra-
dag. Hann var rússneskur og var
fæddur I. apríl 1873 og var því
nærri 70 ára.
kvennafélagið ,,Eining“ gengju inn
Verkalýðsfélagið og allar eignir
beggja félaganna rynnu til Verka-
lýðsfélagsins. Þá hefði okkur þótt
einkar æskilegt, með tilliti til skoð-
ana almennings, að öll þessi þrjú
félög, sem þetta mál snýst urn, yrðu
leyst upp og eitt nýtt verkalýðsfélag
myndað í staðinn í bænurn. Loks
hefðum við getað fallist á þá hug-
mynd, að verkakvennafélagið „Ein-
ing“ og Verkalýðsfélag Akureyrar
yrðu framvegis hin löglegu sam
bandsfélög verkakvenna og verka-
manna hér í bænum og Verkalýðs
félagi Akureyrar yrði veitt þau
fríðindi til samkomulags, að konur
(Framh. á 4. síðu).
í gær bárust fregnir um það að
8. herinn breski, undir forustu
Montgomerys, hefði brotist gegnum
Hlé á stórorustum á
Austurvígstöðvunum
Á Austurvígstöðvunum er nú að
verða hlé á stórorustum eri þó eru
víða snörp átök um mikilvægar
hæðir og þorp. Vinna nú báðir aðil-
ar að því að endurskipuleggja heri
sína fyrir átökin í vor og sumar.
Þjóðverjar hafa síðustu viku hald-
ið áfram tilraunum sínum til þess
að komast yfir Donetzfljót, en hefir
ekki tekist að ná fótfestu þar.
Á miðvígstöðvunum hafa Rússar
haldið áfram sókn sinni í áttina til
Vyazma en eiga við vaxandi erfið-
leika að stríða vegna vorleysing-
anna.
1 Vestur-Kákasus hefir Rauði her-
inn unnið.töluvert á í síðustu viku
og nálgast Novorossisk.
Marethvirkjalínuna og er hún nú
öll í höndum 8. hersins. Hefir 8.
herinn alls tekið yfir 6 þúsund
fanga síðan árásin hófst á Mareth-
virkjalínuna. Hersveitir Rommels
hörfa undan sem hraðast.
Marethvirkjalínan var mjög ram-
lega gerð og voru þar hvarvetna
steinsteypt virki.
Þjóðverjar hafa játað að hreyfing
sé komin á her Rommels norður á
bóginn, en reyna að gera sem minst
úr þessum mikla ósigri sírtum.
Hersveitir Bandaríkjamanna og
Frakka hafa einnig unnið nokkuð
á undanfarna daga.
KOSNINGARNAR í DANMÖRKU
Nazistar eiga litlu fylgi að fagna
S.l. þriðjudag fóru^ fram þing-
kosningar í Danmörku. Kosning-
arnar voru mikill ósigur fyrir naz-
ismann. En rirslitin urðu þessi: —
Sósíaldemokratar 894777 atkv. 6G
þingmenn. Viðbót 22% og 2 þing-
menn. Radikali flokkurinn 175025
atkv., 13 þingmenn. Viðbót 8%, en
tapaði þó einu þingsæti. íhalds-
Verkafólk í Hrísey
fær verulegar kjarabætur
Nýlega voru undirritaðir samn-
ingar milli Verkalýðsfélags Hríseyj-
ar og Útgerðarmannafélags Hrís-
eyjar um kaup og kjör verkafólks.
Samkvæmt þessum samningi liækk-
ar tímakaup karlmanna í almennri
dagvinnu úr kr. 1.56 upp í kr. 1.90
(grunnkaup) og annað kaup hækk-
ar nokkurnveginn hlutfallslega. En
s.l. sumar hækkaði tímákaupið úr
kr. 1.30 upp í kr. 1.56.
Samkvæmt samningnum fær
verkafólkið greitt fýrir kaffitíma
tvisvar á dag og auk þessa felur
samningurinn í sér ýmsar aðrar
kjarabætur.
Tímakaup í Hrísey í dagvinnu
er nú orðið hið sama og á Dalvík,
Ólafsfirði, Húsavík og Austfjörð-
um. Hefir því verið stigið eitt skref
enn í þá átt að samræma kaupið
um alt land.
flokkurinn 421069 atkv., 31 þing-
maður. Viðbót 40% og 5 þing-
menn. Vinstri flokkurinn 376413
atkv., 28 þingmenn. Viðbót 30%,
en tapaði þó 2 þingsætum. Rets-
forbundet 31085 atkv., 2 þing-
menn, en hafði áður 3. Bænda
flokkurinn 24701 atkv., 2 þing-
menn, en hafði áður 4. Nazistar
43263 atkv., 2 þingmenn, hófðu
'áður 3. Dansk Sanding 42252 atkv.,
3 þingtnenn, hafði engan áður.
Kommúnistaflokkurinn hafði
hvergi mann í kjöri, sökum þess að
ríkisstjórnin hafði, eins og kunn-
ugt er, bannað hánn, samkvæmt
skipun þýsku nazistastjórnarinnar,
og þverbrotið með því stjórnar-
skrána.
Þátttakan í kosningunum var
mjög nrikil og mun meiri en við
næstu kosningar á undan. Kusu nú
91%, en 1939 var kosningaþátttak-
an 79.5%.
SOVÉTSÖFNUNIN.
S.l. laugardag var söfnunin
alls orðin rúmlega 80 þús. kr.
í gærkvöldi var söfnunin hér
Akureyri orðin yfir 12.000.00
kr. og er þátttakan óvíða eða
jafnvel hvergi eins mikil og hér,
þrátt fyrir níðgreinar sjálfboða-
liða Göbbels í Alþýðumanninum
og íslendingi.
í nefnd þeirri, sem annast yf-
irstjóm söfnunarinnar, eiga þess-
ir menn sæti:
Eiríkur Finnbogasón, frá Stú*
dentafélagi Háskólans, Agnar
Þórðarson, frá Félagi róttækra
stúdenta, Einar Andrésson, frá
Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Þor
finnur Guðbrandsson, frá Múr-
arafélagi Reykjavíkur, Magnús
Ásgeirsson, frá Bandalagi ís-
lenskra listamanna, S. A. Friid,
frá Normannslaget í Reykjavík,
Eggert Þorbjamarson, frá Full-
trúaráði verkalýðsfél. í Reykja-
vík. Ennfremur eiga sæti í nefnd-
inni þeir Jakob Kristinsson,
fræðslumálastjóri, Kristinn An-
drésson alþingismaður, Axel
Thorsteinsson, rithöfundur og
Sigurður Thorlacius, skólastjóri,
og er hann formaður nefndarinn-
ar, en Magnús Ásgeirsson ritari.
Tvær nýjar bækur
Nýkomin er á bókamarkaðinn
skáldsaga eftir Jóhannes úr Kötl-
um. Heitir hún „Verndarenglarnir"
og fjallar um hernámið.
„Að elska og lifa“, heitir nýút-
komið leikrit í fjórum þáttum, eftir
Gunnar Benediktsson.
Bátur ferst með 2 mönnum
Talið er víst, að báturinn „Vin-
ur“, frá Stöðvarfirði hafi farist s. í.
föstudag ásamt tveimur mönnum,
er á honum voru. Hétu þeir Guðni
Eyjólfsson og Þórhallur Erlendsson,
báðir frá Stöðvarfirði.
Var leitað að bátnum á laugar-
daginn og í gær var leitinni haldið
áfram og leitaði þá bæði varðbát-
urinn „Óðinn“ og flugvél og varð
árangur ekki annar en sá, að ár
fanst úr bátnum.
Báturinn var opinn vélbátur,
2Vi smálest að stærð.