Verkamaðurinn - 30.03.1943, Qupperneq 1
XJm sameininfl armélin
\
Nýtt verkalýðsfélag í stofnun
Verkalýðsfélag Akureyrar rekið úr
Alþýðusambandi Islands.
Verkamenn bæjarins streyma nú óðum úr því og skrá
sig á stofnendalista hins nýja félags, sem mun ganga
í Alþýðusambandið
Stoínfundup að verkamannadeild þessa fé-
lags verdur í Vepklýðsliúsinu kl. 8,30 í kvöld
Inngangsorð.
Eins og mörgum er kunnugt,
höfum við undirritaðir fulltrúar
Alþýðusambands íslands starfað
hér í bænum undanfarnar 2 vikur
að sameiningu verkamanna á Ak-
ureyri í eitt stéttarfélag, sem byggt
yrði á fullkomnu skoðanafrelsi,
jafnrétti og lýðræði verkamanna.
Þar sem vitað er að alþýða hér
í bænum, án tillits til mismunandi
stjómmála- og lífsskoðana, þráir
fátt heitar en frið og einingu innan
stéttarsamtaka sinna, og hún á
kröfu til þess að fá vitneskju um,
hvernig aðiljar halda á þessum
málum, þá teljum við rétt að skýra
henni frá málavöxtum og birtum
þá til að byrja með samþykt mið-
stjórnar Alþýðusambands íslands
frá 10. mars sl, en hún er grund-
völlurinn, sem við höfum byggt á
sameiningartilraunir okkar. Fer
þessi samþykkt hér á eftir:
Samþykt miðstjórnar.
„Með því að ekki hefir tekizt að
sameina verkalýð Akureyrar í eitt
verkalýðsfélag á grundvelli álykt-
ana 17. þings Alþýðusambandsins,
þrátt fyrir viðleitni miðstjórnar í
þessa átt, og fyrirsjáanlegt er að
verkalýðshreyfingu Akureyrar er
hætta búin af núverandi ástandi
þar í þessu efni, þá samþykkir mið-
stjórnin hér með að taka þessi mál
í eigin hendur og senda með fyrstu
ferð, í þessu skyni, einn eða fleiri
fulltrúa úr sínum hópi til að annast
framkvæmd þessarar sameiningar.
Fulltrúum sínum til leiðbeining-
ar í þessu starfi, samþykkir mið-
stjórnin eftirfarandi atriði, sem
grundvöll að samkomulagi milli
viðkomandi félagsaðila:
1. Verkalýðsfélag Akureyrar
verði opnað fyrir öllum verka-
mönnum, sem hafa samkvæmt lög-
um Alþýðusambandsins og hvers
löglegs sambandsfélags rétt til að
vera þar. ,
Verkamannafélag Akureyrar
verði lagt niður og eignir þess látn-
ar ganga til Verkalýðsfélags Akur-
eyrar.
Verkakvennafélagið „Eining“
verði félag allra verkakvenna á
Akureyri, á sama hátt og Verka-
lýðsfélag Akureyrar félag allra
verkamanna.
2. Verkalýðsfélag Akureyrar og
Verkakvennafélagið ,Eining‘ verði
eins og að framan er sagt, hin lög-
formlegu sambandsfélög, hvert í
sinni starfsgrein.
Konur, sem til þessa hafa verið
félagar í Verkalýðsfélagi Akureyr-
ar (og vilja ekki fara í Einingu)
hafi rétt til að vera þar áfram.
Konur þessar hlíti þó töxtum og
samningum „Einingar“ um kaup
og kjör.
3. Verkalýðsfélag Akureyrar,
Verkamannafélag Akureyrar og
Verkakvennafélagið ,Eining‘ verði
sameinuð í eitt félag, sem yfirtaki
eignir allra hinna sameinuðu fé-
laga, enda sé þetta félag opið öllum
verkalýð í samræmi við lög A. S. í.
og annara löglegra sambandsfé-
laga. Félagi þessu verði skift í
deildir.
Náist ekki samkomulag á grund
velli neinna ofangreindra atriða,
samþykkir miðstjórnin með skír-
skotun til ályktunar 17. þings Al-
þýðusambandsins um þessi mál,
að svifta sambandsréttindum þau
félög, sem hafna samkomulagi
þessu, og felur fulltrúum sínum að
gangast þegar í stað fyrir stofnun
verkalýðsfélags sem grundvallað
yrði á fullkomnu lýðræði, og yrði
það hið lögformlega sambandsfé-
lag í stað hinna gömlu og ósættan-
legu félaga.“
Samkomulagið strand-
ar á Erlingi og Halldóri.
Er þá frá því að segja, .hvemig
aðiljar hér á Akureyri hafa brugð-
ist við þessum samkomulagstillög-
um Alþýðusambandsstjórnarinnar.
Er það fljótsagt, að samkomu-
lag um þessi mál er þegar strandað
eftir hálfsmánaðar þóf, á einum
aðilja þessa máls, meiri hluta
stjómar Verkalýðsfélags Akureyr-
ar og skal það nú skýrt nánar:
1. Fulltrúar Verkamannafélags
Akureyrar og Verkakvennafélags-
ins „Eining” hafa samþykkt fyrir
sitt leyti að Verkamannafélag Ak-
ureyrar verði lagt niður og eignir
þess sjóðir og húseign, verði látnar
ganga til Verkalýðsfélags Akureyr-
ar, sem yrði þá hið löglega
sambandsfélag hér í bænum, gegn
því að þetta félag yrði opnað öll-
um, sem þar eiga rétt til að vera
samkv. lögum Alþýðusambandsins
og að „Eining“ verði hið löglega
sambandsfélag verkakve'ftna á Ak-
tureyri.
2. Fulltrúar Verkamannafélags
Akureyrar og Verkakvennafélags-
ins „Eining“ hafa boðið samþykki
sitt við því að bæði þessi félög
gengju inn í Verkalýðsfélag Akur-
eyrar, sem erfði svo eignir beggja
fyrrnefndra félaga að því einu til-
skyldu, að Verkalýðsfélagið yrði
opnað öllum verkamönnum og
verkakonum á Akureyri og lögum
! þess breytt til samræmis við lög
vAlþýðusamb. íslands.
3. Fulltrúar Verkamannafélags
íAkureyrar og Verkakvennafélags-
ins „Eining“ hafa ennfremur boðið
Isamkomulag á þeim grundvelli, að
öll þessi þrjú umræddu félög yrðu
leyst upp og stofnað yrði svo upp
úr þeim nýtt verkalýðsfélag, sem
eignir fyrrnefndra félaga rynnu til,
og að það félag yrði hið viður-
kenda sambandsfélag á Akureyri.
4. Loks hafa fulltrúar Verka-
mannafélags Akureyrar og Verka-
kvennafélagsins „Einingar" fallizt
á, fyrir sitt leyti, eftirfarandi sam-
einingartillögu frá okkur undirrit-
uðum. Þessi tillaga er byggð á
grundvelli 2. liðs framanritaðrar á-
lyktunar miðstjórnar Alþýðusam-
bandsins, og höfum við sent hana
viðkomandi aðiljum í samnings-
formi sem úrslitakosti 2. aprll s.k:
Síðustu samkomulags-
tillögur.
Verkalýðsfélag Akureyrar, Verka-
mannafélag Akureyrar og fulltrúar
Alþýðusambands íslands, Jón Sig-
urðsson og Jón Rafnsson fyrir hönd
Verkakvennafélagsins ,,Eining“ Ak-
ureyri og fyrir hönd Alþýðusam-
bands íslands, hafa orðið ásátt um
eftirfarandi skuldbindandi sam-
komulag:
1. Verkalýðsfélag Akureyrar lofar
því að þeir félagsmenn Verka-
mannafélags Akureyrar og aðrir
þeir, sem sækja um inngöngu í
Verkalýðsfélag Akureyrar á næstu
fundum þess og samkomulag verður
um samkv. því sem ákveðið er í öðr-
um lið þessa samkomulags, að inn-
gönguskilyrði hafi, verði teknir í
Verkalýðsfélag Akureyrar.
Lögum Verkalýðsfélags Akureyr-
ar verði breytt samkv. fylgiskjali
nr.
2. Á meðan áðurnefndar tillögur
um breytingar á lögum Verkalýðs-
félags Akureyrar (á fylgiskj. nr. )
hafi ekki gengið formlega í gildi,
komi ekki til framkvæmda ákvæði
3., 4. og 13. gr. laga Verkal.fél. Ak-
ureyrar um inntökuskilyrði og
brottvikningu, og um inntöku
nýrra meðlima í félagið, verði fylgt
eftirfarandi reglu:
Fulltrúar Alþýðusambands ís-
lands, Jón Sigurðsson og Jón Rafns-
son ásamt tveim fulltrúum, sem til-
nefndir eru af stjórnum Verkalýðs-
félags Akureyrar og Verkamanna-
félags Akureyrar, skulu athuga all-
ar inntökubeiðnir, og hafi þeir sér
til aðstoðar mann úr stjórn hvers
sambandsfélags hér á staðnum, til
að ganga úr skugga um að innsækj-
endur séu eigi í öðrum stéttarfélög-
um.
Nú hefir orðið samkomulag milli
þessara manna um hlutgengi og rétt
innsækjenda til að vera í verka-
mannafélagi samkvæmt lögum Al-
þýðusambands Islands og sambands-
félaga yfirleitt, og skulu þeir þá
öðlast óskoruð félagsréttindi í
Verkalýðsfélagi Akureyrar, enda
hafi þeir greitt lögákveðið gjald til
félagsins og skrifað undir skuld-
bindingu samkvæmt lögum þess.
Inntökubeiðnir skulu berast upp
í einu lagi á fundum sé um fleiri
en eina að ræða.
í f jarveru þeirra Jóns Sigurðsson-
ar og Jóns Rafnssonar, geta þeir
sett menn í sinn stað til að gegna
þessu starfi.
3. Eftir að inn hafa verið teknir
í Verkalýðsfélag Akureyrar á næsta
fundi þess, þeir innsækjendur, sem
að framan greinir, skal stjórn
Verkamannafélags Akureyrar gefa
skriflega yfirlýsingu um, samkv.
framlögðu umboði að Verkamanna-
félag Akureyrar sé lagt niður og
eignir þess, sjóðir og húseign, skuli
ganga til Verkalýðsfélags Akureyr-
ar. Þá skulu afhentir sjóðir Verka-
mannafélags Akureyrar og gangi
þeir til hliðstæðra sjóða Verkalýðs-
félags Akureyrar.
4. Þrír menn úr Verkalýðsfélagi
Akureyrar verði með samkomulagi
milli aðilja tilnefndir í húsnefnd
Verkalýðshússins. Hafi þeir með
höndum, ásamt húsnefndarfulltrú-
um Verkakvennafélagsins „Eining"
rekstur hússins, þar til þessi tvö fé-
lög hafa komið sér saman um að
gera aðrar ráðstafanir í því efni.
Jafnframt skal þessi húsnefnd gegna
hlutverki venjulegrar skilanefndar.
Þegar miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands hefir staðfest lög
Verkalýðsfélags Akureyrar með
áorðnum breytingum á fylgiskj. no.
og staðfest samkomulagið milli
Verkalýðsfélags Akureýrar og