Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.04.1943, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 10.04.1943, Qupperneq 1
XXVI ARG. Laugardaginn 10. apríl 1943. 15. tbl. VERKAMANNAFÉLAG AKUREYRARKAUP- STAÐAR STOFNAÐ MED 250 MEÐLIMUM VERKLYÐSFÉLAG AKUREYRAR REKIÐ UR ALÞYÐUSAMBAND- INU OG ER NÚ IFULLKOMINNI UPPLAUSN 70 MEÐUMIR ÞESS HAFA SAGI SIG ÚR ÞVÍ OG GENGID í VERKA- MANNAFELAGID OG MUNU FLEIRIFETAIFÓTSPOR ÞEIRRA NÆSTU DAGA Stjórn hins nýja félags er þannig skipuð: Formaður: Mar- teinn Sigurðsson. Ritari: Jóhannes Jósefsson. Gjaldkeri: Björn Einarsson. Meðstjórnendur: Þórður Valdimarsson og Sigurður Baldvinsson. Varastjórn: Haraldur Þorvalds- . v ' son, formaður. Björn Jónsson, ritari. Loftur Meldal, gjald- keri. Meðstjórnendur: Stefán Árnason og Pálmi Jónsson. Félagið hefir samþykt að sækja um upp- töku í Alþýðusamband Islands Eins og skýrt var frá í síðasta blaði sendu fulltrúar Alþýðusam- bandsins stjórn Verkalýðsfélags Ak- ureyrar síðdegis s.l. föstudag síðustu samkomulagstillögur sínar og kröfðust svars í síðasta lagi fyrir kl. 11 árdegis laugardaginn 3. apríl. Fara hér á eftir þessar tillögur fulltrúa Alþýðusambandsins: Verkamenn í Reykja- vík, Hafnarfirði og Siglufirði senda verkamönnum á Akur- eyri árnaðaróskir Eftirfarandi skeyti frá verklýðs- samtökunum í Reykjavík, Hafnar- firði og Siglufirði bárust stofnfund- um Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar: Óskum ykkur allra heilla með sameiningu verkalýðsins á Akureyri undir merkjum hins nýja verka- lýðsfélags. Verkamannafélaéið „Dafeshrún oé Verkamannafélaéið „Hlíf“. Velkomnir í allsherjarbaráttu- samtök verkalýðsins. Hej'll fylgi störfum ykkar. F. h. verkamannafélaésins „Þróttur" á Siélufirði —Gunnar Jóhannsson. Síðustu samkomulagstillögur. Verkalýðsfélag Akureyrar, Verk:\- mannafélag Akureyrar og fulltrúar Alþýðusambands íslands, Jón Sig- urðsson og jón Rafnsson fyrir hönd Verkakvennafélagsins „Eining“ Ak- ureyri og fyrir hönd Alþýðusam- bands íslands, hafa orðið ásátt um eltirfarandi skuldbindandi sam- komulag: O 1. Verkalýðsfélag Akureyrar lofar því að þeir félagsmenn Verka- mannafélags Akureyrar og aðrir þeir, sem sækja um inngöngu í Verkalýðsfélag Akureyrar á næstu undum þess ög samkomulag verður um samkv. því sem ákveðið er í öðr- um lið þessa samkomulags, að inn- gönguskilyrði hafi, verði ^teknir í Verkalýðsfélag Akureyrar. Lögum Verkalýðsfélags Akureyr- ar verði breytt samkv. fylgiskjali nr. 2. Á meðan áðurnefndar tillögur um breytingar á lögum Verkalýðs- félags Akureyrar (á fylgiskj, nr. ) liafi ekki gengið formlega í gildi, komi ekki til framkvæmda ákvæði 3., 4. og 13. gr. laga Verkal.fél. Ak- ureyrar um inntökuskilyrði og brottvikningu, og um inntöku nýrra meðlima í félagið, verði fylgt eftirfarandi reglu: Fulltrúar Alþýðusambands ís- lands, Jón Sigurðsson og Jón Rafns- son ásamt tveim fulltrúum, sem til- nefndir eru af stjórnum Verkalýðs- félags Akureyrar og Verkamanna- félags Akureyrar, skulu athuga all- ar inntökubeiðnir, og hafi þeir sér til aðstoðar mann úr stjórn hvers sambandsfélags hér á staðnum, til að ganga úr skugga um að innsækj- endur séu eigi í öðrunr stéttarfélög- um. Nú hefir orðið samkomulag milli þessara manna um lrlutgengi og rétt innsækjenda til að vera í verka- mannafélagi samkvæmt lögum Al- þýðusambands íslands og sambands- félaga yfirleitt, og skulu þeir þá öðlast óskoruð félagsréttindi í Verkalýðsfélagi Akureyrar, enda hafi þeir greitt lögákveðið gjald til félagsins og skrifað undir skuld- bindingu samkvæmt lögum þess. Inntökubeiðnir skulu berast upp í einu lagi á fundum sé um fleiri en eina að ræða. í fjarveru þeirra Jóns Sigurðsson- ar og Jóns Rafnssonar, geta þeir sett menn í sinn stað til að gegna þessu starfi. (Framhald á 3. síðu). Fölsun uppvís í stór- um stíl Fimm menn settir í varðhalí Skömtunarskrifstofa ríkisins varð þess vöf við síðustu mánaðamót. að mikið af fölsuðum skömmtunar- seðlum var í umferð. 'Var rannsókn hafin í málinu og voru í því sarhbandi 5 rrienn hand- teknir, en þeir eru: Jón Kjartans- son forstjóri hjá sælgætisgerðinni Víkingur, Adolph Bergsson, lög- fræðingur, Friðjón Bjarnason, | prentari, Einar Jónsson og Þor- steinn/Oddsson, starfsmenn í prent- myndaggrð Ólafs Hvanndals. Rannsókn málsins er ekki lokið. Skömtunarskrifstofan varð þess á- skynja, að fölsuðu seðlarnir, er voru sykurmiðar, komu aðallega frá einni verslun. Kvaðs verslunin lrafa fengið þá hjá Jóni Kjartanssyni, en hann sagðist hafa fengið þá hjá Adolph Bergssyni, er kvaðst hafa fengið þá hjá Friðjóni Bjarnasyni prentara, sem viðurkendi að hafa prentað þá eftir myndamóti, sem hann hafði fengið hjá starfsmanni í prentmyndagerð Ólafs Hvanndals. Þriggja ára hetjubar- áttu Norðmanna minst víða um heim í gær voru þrjú ár liðin frá því Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Var þessa harmleiks minst víða um heim í gær m. a. með guðsþjón- ustu í dómkirkjunni í Reykjavík. Johan Nygaardsvold, forsætisráð- herra Norðmanna, flutti ræðu í London í tilefni af þessum degi. Lauk hann máli sínu með því að þegar Noregur yrði aftur frjáls, myndi Verða endurreist þar ríki á grundvelli hins þrautreynda lýð- ræðisskipulags. Harmsaga norsku þjóðarinnar verður ekki rakin hér. Hun verður ekki sögð með orðum og því siður fáum orðum. Vér getum litla hjálp veitt þessari frændþjóð vorri en vér gætum þó sýnt henni meiri samúð en raun bar vitni í gær. ............ ............... ■ i Hinn ósigrandi ,, Noregur Bókaforlag Sovétríkjanna í MoSkva hefir nýlega gefið út bók um Noreg, sem heitir: „Hinn ó- sigrandi Noregur", eftir M. Afonin. í bókinni er lýst þróuninni í Noregi eftir 9. apríl 1940 og jafn- framt er þar lýsing á Noregi fyrir stríðið. Afonin telur að árásinni á Noreg hafi ekki síður verið stefnt gegn SoYétríkjunum en gegn Stóra- Bretlandi. í bókinni er ýtarleg æfisaga Quislings, sérstaklega hefir höf. rannsakað afstöðu hans til Fridtof Nansen. Eins og allir svikarar, segir Afoin, vill Quisling ekki minnast á fortíð sína, og það mun líka vissu- lega vera ástæðan fyrir því að Quisling hefir fangelsað Odd Nan- sen. Bókin var gefin út í 50.000 ein- tökum og. var uppseld eftir fáa daga.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.