Verkamaðurinn - 10.04.1943, Síða 4
4
VERKAMAÐURINN
AÐALFUNDUR
KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA
verður haldinn á Akureyri mánudaginn 19. og
| þriðjudaginn 20. apríl næstk. Fundurinn hefst |
| í Samkomuhúsi bæjarins kl. 10 f. h. mánudag- |
| inn 19. apríl. |
I DAGSKRÁ:
| 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfs-
| manna fundarins. |
| 2. Skýrsla stjórnarinnar. |
1 3. Skýrsla framkvæmdastjöra. Reikningar fé-
| lagsins. Umsögn endurskoðenda. i|
| 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna inn- ;;;
I lendra vörureikninga. iji
| 5. Erindi deilda. |
| 6. Framtíðarstarfsemi. iji
| 7. Önnur mál. !;!;
| 8. Kosningar.
Akureyri, 31. marz 1943.
1 • Félagsstjórnin. |
js$í$555í55555555555555555S5S5555555555555555555555á55555555555555555555555555555555:
þýðusambandsins bréf, þar sem
skýrt kom í ljós, að Erlingur og
klíka hans þverskallaðist enn (þrátt
fyrir úrslitakosti miðstjórnarinnar)
við því, að semja og breyta Verka-
lýðsfélaginu í lýðræðislegt félag.
í þessu síðasta svari Erlings og
Halldórs buðust þeir til að Verka-
lýðsfélagið skyldi opnað aðeins fyr-
ir þeim verkamönnum, er „að áliti
meirihluta trúnaðarráðs“ (þ. e.
bræðranna og Co.) teldust hæfir til
inngöngu í þessa ,,paradís“, en þó
ekki fyr en þeir hefðu fengið lög-
legt afsal fyrir eignum Verka-
mannafélags Akureyrar.
Þetta viturlega svar barst full-
trúum Alþýðusambandsins kl.
1E07 að kvöldi 3. apríl. Þar sem í
því var ekki annað en það, sem þeir
bræður höfðu undangengnar tvær
vikur boðist til að semja um, þ. e.
að Verkalýðsfélagið fengi allar
eignir Verkamannafélagsins, en
Verkalýðsfélagið yrði áfram lokað
fyrir þeim verkamönnum, .sem
Erlingi og fialldóri og Co. þóknað-
ist að útiloka, þá ákváðu fulltrúar
Alþýðusambandsins að senda þeim
eftirfarandi bréf 30 mín. áður en
frestur Alþýðusambandsins var út-
runninn, í þeirri veiku von, að
þeir bræður hefðu vit á að nota
þessa mínútur til að bæta ráð sitt.
Ak., 3. apr. kl. 11,30 1943
Með skírskotun til síðustu sam-
komulagstillagna okkar og bréfs
dags. 2. apr. s.l., lýsum við því hér
með yfir, að með bréfi yðar, mót-
teknu kl. 11.07, er lokið af okkar
hálfu samningaumleitunum við
yður.
Virðingarfyllst.
F. h. Alþsb. íslands.
Jón Sigurðsson.
Jón Rafnsson.
Til stjórnar
Verkalýðsfél. Akureyrar, Akureyri.
Eins og öllum er nú kunnugt
notuðu þeir bræður ekki þann frest
á skynsamlegan hátt, enda var þess
helst að vænta, að svo færi. Var
áhuginn fyrir því, að nota þennan
frest, til að breyta um stefnu, ekki
meiri en það, að formaður félagsins
var að eigin sögn genginn til hvílu,
er honum barst þetta bréf.
Nýtt félag stofnað.
Eftir brottrekstur Verkalýðsfélags-
ins úr Alþýðusambandinu lá ekki
annað fyrir en stofna nýtt félag í
staðinn, félag, sem væri grundvall-
að á lýðræði, skoðanafrelsi og jafn-
rétti eins og sambandið og félög
þess.
Boðuðu fulltrúar Alþýðusam-
bandsins til stofnfundar í Verklýðs-
húsinu s.l. þriðjudagskvöld. Sýndu
verkamenn á Akureyri þá enn einu
sinni, að þeir láta ekki sinn hlut eft-
ir liggja, þegar á reynir. Var húsið
troðfult af verkamönnum. Sam-
þykti fundurinn einróma að stofna
verkamannafélag og hlaut það
nafnið Verkamannafélag Akureyr-
arkaupstaðar. Voru stofnendur þeg-
ar á þeim fundi 210.
Samþykti þessi fundur lög fyrir
félagið, en auk þess fór fram kosn-
ing stjórnar og varastjórnar og var
stjórnin kosin í einu hljóði.
Þá fór fram kosning á 6 mönn-
um í trúnaðarráð og hlutu þessir
kosningu:
Haraldur Þorvaldsson.
Steingrímur Eggertsson.
Stefán Árnason.
# Áskell Snorrason.
Árni Þorgrímsson.
Loftur Meldal.
Varamenn:
Björn Jónsson.
Pálmi Jónsson.
Sigurjón Jóhannesson.
Kristinn Árnason.
Daníel Guðjónsson.
Tryggvi Emilsson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Áskell Snorrason.
Árni Þorgrímsson.
Til vara:
Sigurður Róbertsson.
Jón Rafnsson flutti snjalla ræðu
um tildrög og tilgang þessarar fé-
lagsstofnunar og var ræðu hans
fagnað með dynjandi lófataki. Auk
hans töluðu formaður félagsins,
Hafsteinn Halldórsson, Haraldur
Þorvaldsson og Loftur Meldal, er
lýsti því yfir í nafni stjórnar Verka-
mannafélags Akureyrar, að það
væri lagt niður með stofnun þessa
nýja félags og myndu allar eigur
þess renna til hins nýstofnaða
verkamannafélags. i
Ríkti einróma stemning og áhugi
meðal fundarmanna og var fundin-
um slitið með þeirri ákvörðun, að
hafa framhaldsstofnfund fimtudag-
inn 8. þ. m.
F ramhaldsstof nfundurinn.
Hann hófst með inntöku nýrra
meðlima og gengu 40 inn á fundin-
um og voru stofnendur félagsins þá
orðnir alls 250. Er það glæsileg
byrjun.
Fundurinn kaus 3 menn í Full-
trúaráð verkalýðsfélaganna og
hlutu þessir kosningu:
Marteinn Sigurðsson.
Jóhannes Jósefsson.
Björn Einarsson.
Til vara:
Haraldur Þorvaldsson.
Jón Hallgrímsson.
Áskell Snorrason.
í húsnefnd voru kosnir:
Steingrímur Eggertsson.
Loftur Meldal.
Svavar Jóhannesson.
Þá fór einnig fram kosning dóm-
nefndar, og er hún þannig skipuð:
Haraldur Þorvaldsson.
Áskell Snorrason.
Árni Þorgrímsson.
Tryggvi Emilsson.
Stefán Árnason.
Til vara:
Jón Þórðarson.
Axel Ásgeirsson.
Steindór Jóhannsson.
1. maí.
Jón Rafnsson skýrði frá þvx, að
Alþýðusambandið mundi að þessu
sinni hafa forgöngu með undirbún-
ing og framkvæmd hátíðahald-
anna 1. maí n. k. Kvaðst hann vilja
minna fundarmenn á að 1. maí væri
ekki dagur neins sérstaks stjórn-
málaflokks heldur verkalýðsstéttar-
innar, og hvatti verkamenn til að
taka virkan þátt í hátíðahöldunum
hér þennan dag.
Var eftirfarandi tillaga frá for-
manni samþykt einróma.
„Fundurinn samþýkkir að leita
samstarfs annara stéttarfélaga hér
á Akureyri um hátíðahöld 1. maí,
í samráði við fulltrúaráð og skorar
á það að hafa forgöngu um undir-
'búning hátíðahalda."
Þá samþykti fundurinn einróma
að fela stjórninni að sækja um inn-
göngu félagsins í Alþýðusambandið
og hefir félagsstjórn þegar sent
sambandsstjórn upptökubeiðni.
í lok fundarins fluttu þeir Jón
Rafnsson og Jón Sigurðsson hvatn-
ingaræður til fundarmanna og
þökkuðu fyrir ágæta samvinnu við
verkamenn. Áskell Snorrason þakk-
aði Alþýðusambandinu og fulltrú-
um þess fyrir ágætan stuðning og
samstarf og lauk síðan fundinum
ineð því að fundarmenn hrópuðu
ferfalt ln'xrra fyrir Alþýðusambandi
íslands og fulltrúum þess.
Fundurinn var mjög fjölmenn-
ur og ríkti þar sami áhuginn og
einingarviljinn og á fyrri fundin-
um.
Til marks um áhuga verka-
manna fyrir þessum málum má
geta þess, að 1900 kr. komu inn í
félagsgjöldum á framhaldsstofn-
fundinum.
Mun félagið halda fund aftur
von bráðar og taka þar til meðferð-
ar kaupgjaldsmál og önnur þau
mál, er bíða úrlausnar á næstunni.
Fer stofnun þessa félags mjög
giftusamlega af stað og ber þess öll
merki, að verkamenn eru staðráðn-
ir í að uppræta gjörsamlega þann
klofning, sem um tíu ára skeið hef-
ir staðið samtökum þeirra fyrir
þrifum. Mun þess því skamt að bíða
að allir landverkamenn bæjarins
verði orðnir meðlimir Verkamanna-
félags Akureyrarkaupstaðar.
Kveníélagið „Hlíf“ heldur fund mið-
vikudaginn 14. apríl kl. 8V2 e. h. í Skjald-
borg.
Frumsýniné á Fjalla-Eyvindi var í
fyrrakvöld í Samkomuhúsi bæjarins. —
Verður leiksýningarinnar nánar ‘getið í
næsta blaði.
Sjötuéur varð í fyrradag Ingimar Ey-
dal, ritstjóri. Var gestkvæmt á heimili
hans í því tilefni.
§élgler
í 15 metra rúilum á kr 8,50
metrinn.
VÖRUHÚS AKUREYRAR
KJÓLABLÓM
Pöntunarfélagið
Karlmannanáttföt
Æðardúnn
Sirs
Pöntunarfélagið