Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1943, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 01.05.1943, Qupperneq 1
VERKflfflflÐURitlll XXVI ÁRG. Laugardaginn 1. maí 1943. 17. tbl. ÁVARP TIL ALÞÝÐUNNAR Á AKUREYRI 1. maí hefir eftir langa baráttu hlotið fulla viður- kenningu sem hátíðis- og baráttudagur verklýðsstétt- arinnar og launþega almennt í landinu. Með hátíða- höldunum vilja launþegasamtökin tjá sem best vilja sinn og tilgang. En þó alveg sérstaklega tjá fjöldanum, og þá ekki síst andstæðingum alþýðusamtakanna, hvað líður að fylkja fjölmennustu stétt landsins, launþega- stéttinni, til samtaka um betri hag sinn og aðstöðu í þjóðfélagin u. í fyrra gekk verklýðsstéttin í Reykjavík og víðar í landinu í fyrsta sinn, eftir margra ára sundrung, sam- einuð til hátíðahaldanna 1. maí. En þá hvíldi enn þungi flokkadrátta og sundurlyndis yfir hátíð okkar hér á Akureyri. Á grundvelli sameiningarinnar hdfa alþýðusamtökin vaxið og eflst, og skilað launþegastéttunum betri og ríkulegri árangri en nokkurn tíma áður. Arið 1942 er mesta merkisár í sögu verklýðssamtakanna í landinu. Þá heimtu samtökin frelsi sitt aftur og átta stunda vinnudagur var viðurkendur, en „átta stunda vinna“ var kjörorð fyrstu hátíðahaldanna 1. maí í Bandaríkj- unum fyrir rúmum 50 árum síðan. Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri innan Al- þýðusambandsins, hefir að þessu sinni forustuna um hátíðahöldin 1. maí, en sambandsfélögin hér telja nú um níu hundruð félagsmenn. Fulltrúaráðið hefir fullan hug á að fá annan og léttari svip á hátíðahöldin en verið hefir, en til þess þarf umfram alt almennari þátttöku Við, sem undirritum þetta ávarp, heitum á félaga okkar og alla launþega í Akureyrarbæ að fjölmenna við hátíðahöldin 1. maí. Þá mun ský óeiningarinnar þoka fyrir heiðskírum hátíðisdegi, sem mun skila sameining stéttar okkar vel fram á veg. Akureyri, 29. apríl 1943. Marteinn Sigurðsson, formaður Verkamannafél Akureyrarkaupstaðar. Björn Einarsson, gjaldkeri Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar. Jóhannes Jósefsson, ritari Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar. Áslaug Guðmundsdóttir, í stjórn „Einingar". Hafsteinn Halldórsson, fulltrúi Alþýðusambandsstjórnarinnar. Magnús Stefánsson, varaformaður „Iðju . Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélags Akureyrar. Bemharð Helgason, varaformaður Sjómannafélags Akureyrar. Haraldur Þorvaldsson, varaform. Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar. Elísabet Eiríksdóttir, formaður „Einingar". Hermann Vilhjálmsson, formaður „Iðju“. Kristján Kristjánsson, formaður Vélstjórafélags Akureyrar. Júlíus Bogason, formaður Bílstjórafélags Akureyrar. Guðmundur Snorrason, varaformaður Bílstjórafélags Akureyrar. VERKAMANNAFÉLAG AKUREYRAR- KAUPSTAÐAR TEKIÐ INN í ALÞÝÐUSAMBANDIÐ Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar hélt fund á annan í páskum. Var hann fjölsóttur og fjörugar umræður um þau mál, er lágu fyrir fundinum og fullkomin eining. Formaður tilkynti, að stjórn Al- þýðusambandsins hefði samþykt að veita félaginu upptöku í Al- þýðusambandið. Miklar umræður urðu um kaup- gjaldsmálin og væntanlega samn- inga við atvinnurekendur. Þá urðu einnig miklar umræð- ur um 1. maí-hátíðahöldin og var mikill áhugi meðal fundarmanna að stuðla að því, að þau yrðu sem glæsilegust á alla lund. Fundurinn samþykti tillögu, um að fela félagsstjórninni að beita sér fyrir því innan Fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna, að verkalýðsfélögin færu að undirbúa byggingu sam- komulrúss fyrir öll félögin í sam- einingu með það fyrir augum að byggingunni verði lokið eigi síðar en 6. apríl 1948. Nokkrir nýir félagar gengu inn á fundinum. Stjórn fulltrúaráðs verklýðsfélaganna Á fundi Fulltrúaráðs verklýðs- félaganna nú í vikunni var kosin stjórn og er hún þannig skipuð: Hafsteinn Halldórsson, formaður. Marteinn Sigurðsson, ritari. Tryggvi Helgason, gjaldkeri. Varastjórn: Jóhannes Jósefsson, formaður. Guðmundur Snorrason, ritari. Áslaug Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Sovétstjórnin slítur stjórnmálasambandi við pólsku stjórnina í London Fyrir nokkrum dögum var til- kynt í Moskva að Sovétríkin hefðu slitið stjórnmálasambandi við pólsku stjórnina í London. Tók Sovétstjórnin þessa ákvörðun, sök um þess að pólska stjórnin hafði tekið sömu afstöðu og nazistastjórn- in í Berlín í sambandi við þá áróð- ursfregn dr. Göbbels að Rftssar hefðu myrt fjölda marga pólska (Framhald á 4. síðu). EFTIR FÁA DAGA HEFST ORUSTAN, SEM MUN LJÚKA MEÐ BROTTREKSTRI NAZ- ISTA ÚR SOVÉTRÍKJUNUM 1. maí verður minst í Sovétríkj- unum í dag eins og undanfarin ár. í rússneskum blöðum er rætt um, að eftir fáa daga muni hefjast or- ustan, sem bindi enda á hernám aeirra Lrluta Sovétríkjanna, sem nú eru á valdi Þjóðverja. í rússneskum blöðum er enn- 'remur talað um að hléið, sem hef- ir verið nú um skeið á bardögum á austurvígstöðvunum, sé nú brátt Þinginu frestað till .september Þingmenn Sjálfstæðisfl. og Fram- sóknar og sumir þingmenn Al- þýðufl. samþyktu 21. f. m. að fresta Alþingi til 1. sept. næstk. Gegn til- lögunni greiddu atkv. þingmenn sósíalista og sumir Alþýðuflokks- mennirnir. Breytingartillaga Har. Guð-m., um að þinginu skyldi frestað frá 15. þ. m., var • feld með atkvæðum Framsóknar og Sjálfstæðisins. Með tillögu sósíalista, um að heimila stjórninni, að gefa ekki út bráðabirgðalög meðan þingi er frestað, nema með samþykki þing- flokkanna eða fulltrúa þeirra, greiddu aðeins sósíalistar atkvæði. á enda, það sé aðeins undanfari fár- viðrisins. Stórskotalið Rauða hersins hefir haft sig mjög í frammi síðustu sól- arhringa á Kúban-vígstöðvunum og einnig við Ilmenvatn og nórð- vestur af Moskva. í þýskúm fréttum hefir oft und- anfarið verið getið um stórfellda herflutninga Rússa til vígstöðv- anna. Rauði flugherinn hefir haft sig mjög í frammi síðustu daga, ennfremur skæruliðar að baki víg- línu Þjóðverja. í fregnum Þjóðverja vekur það sérstaka athygli, að þeim verður nú tíðræddast um varnarvirki sín, er nú af sem áður var, er þeir voru með sífelt tal um leiftursóknir og sóknaráform hins „ósigrandi“ þýska hers. Til fyrirmyndar Verkamannafélagið „Dagsbrún" samþykti nýlega eftirfarandi til- lögu: „Fundur haldinn í Vérkamanna- félaginu „Dagsbrún", 20. apríl 1943, beinir þeim tilmælum til verkamanna, að þeir minnist 1. maí, sem alþjóðahátíðisdags verka- lýðsins, með því sérstaklega, að gefa sem svari hálfum daglaunum til Rauða Kross Sovétríkjanna". FJÖLMENNID í 1. MAÍ KRÖFUGÖNGU ALÞÝÐUSAMBANDSFELAGANNA í DAG!

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.