Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1943, Side 4

Verkamaðurinn - 01.05.1943, Side 4
4 VERKAMAÐURINN Myndin sýnir Hertry G. Vallet, amerískan undirforingja af kínverskum ættum, að æfingu við notkun kafbátabyssu á stórskotaliðsskóla ameríska flughersins í Flo- rida. Vallet undirforingi hefir fulla ástæðu til að vilja hefna sín á Jöpununum. — Móðir hans var, síðast, þegar af henni fréttist, í hernumdu landi Japana, en er nú talin af. Sonur hans, Júlíus G. Vallet, er meðal þeirra, sem saknað er frá bardög- unum t Kína. Dóttir hans framdi sjálfsmorð, eftir að japanskir hermenn höfðu ráðist á hana og þrjú af barnabörnum hans voru stungin byssustingjum til dauða í innrás Japana t Kína. — Frásöénin er staðfest af yfirvöldum Bandaríkjanna. sína vegna slysa eða a^öðrum or- sökum vegna starfs síns, eru hon- um greidd full laun, ef hann heyr- ir undir fyrsta flokkinn sem nefnd- ur er hér á undan, en 75 og 50% ef hann heyrir undir hina síðari. 3. Sjúkratryggingar. Fram til ársloka 1938, nutu allir meðlimir verklýðsfélaga, sem unn- ið höfðu í 3 ár, fullra launa, þegar þeir voru veikir. Um engan bið- tíma var að ræða. Full laun voru greidd frá þeim degi að maðurinn varð veikur, gegn veikindavottorði frá lækni vinnustöðvarinnar. En í desember 1938 voru gerðar nokkrar breytingar á þessu fyrir- komulagi, í því augnamiði að koma í veg fyrir óþarfa fjarveru verkamanna og að þeir skiptu óþarflega oft um vinnustaði. Þau hlunnindi, sem menn nú njóta hjá slysatryggingunum, fara eftir starfstíma þeirra hjá sama fyr- irtæki samkvæmt eftirfarandi regl- um: Greiðslur mið- aðar við full laun. Verkamaður, eem unnið hefir hjá sama fyrirtæki meir en 6 ár............. 100% 3 til 6 ár .............. 80% 2 til 3 ár .............. 60% minna en 3 ár.............. 50% Verkam. yngri en 18 ára er unnið hafa hjá sama fyrirtæki meir en 2 ár ........ 80% minna en 2 ár.............. 60% Námaverkamenn og aðrir, sem vinna óholl störf: meir en 2 ár.............. 100% minna en 2 ár.............. 60% Menn, sem vikið er frá starfi vegna sviksemi voru sviptir rétti til sjúkratrygginga, þar til þeir höfðu unnið í 6 mánuði aftur, án þess að skipta um vinnustað. Stakkanoff-verkamenn1) og þeir, sem eru í sérstökum „áhugasveit- um“, fá greidd full laun frá þeim degi er þeir verða veikir (svo fram- arlega að þeir hafi verið iðnverka- menn í 1 ár). J) Brautryðjendur á sviði bættra vinnuaðferða og aukinna afkasta, kendir við Stakkanoff, manninn, sem skapaði þessa hreyfingu í Sov- étríkjunum. Þeir, sem ekki eru meðlimir verklýðssamtakanna, fá greidda helmingi lægri styrki en frá er sagt að framan. En menn skyldu ekki gleyma því, að 1940 voru 25,5 milljónir verkamanna í verklýðs- samtökunum, af þeim 30,4 milljón- um sem þessar tryggingar náðu til, svo þeir, sem njóta lægri styrkj- anna eru hverfandi minnihluti og mestur hluti þeirra manna stund- ar ekki verkamannavinnu nema- tíma úr árinu. („Þjóðviljinn"). Þýsk sprengjuflugvél skotin niður við Island Ameríska herstjórnin hér á landi gaf út eftirfarandi tilkynningu s. 1. laugardag: Þýsk sprengjuflugvél var á könnunarflugi yfir vesturströnd Is- lands í dag. Amerískar orustuflug- vélar skutu hana niður. í Reykjavík var gefið hættu- merki á laugardaginn. Engar fregn- ir hafa borist um að nasistaflugvél- in hafi varpað niður sprengjum eða valdið tjóni á annan hátt. Þessi atburður gefur tilefni til þess að loftvarnasveitir og almenn- ingur séu vel á verði. Ef til vill er hættan fyrir okkur aldrei meiri en undir stríðslokin. Stjómmálasambandi slitið.......... (Framhald af 1. síðu). liðsforingja í Smólensk-héraðinu, einhverntíma áður en Þjóðverjar náðu því á vald sitt um haustið 1941. Sambúð Sovétríkjanna og pólsku stjórnarinnar í London hef- ir verið stirð um langt skeið, eins og við var að búast, þar sem pólska stjórnin er samansett af gömlum og nýjum fasistavinum. Andlát. A páskadag létust að Krist- neshæli tveir synir þeirra hjóna Elínar Einarsdóttur og Tryggva Jónassonar, Hafnarstræti 29. Er þungur harmur kveðinn að foreldrum og systkinum hinna látnu. Þá er nýlátinn að heimili sínu hér í bænum Þórarinn B. Ólafsson (Ágústs- sonar, húsgagnameistara), rösklega tví- tugur að aldri. ÞVOTTAHOSIÐ „MJÖLL" er flutt í hið nýja húsnæði við Kaupvagnsstræti, bak við verksmiðjuna „Sjöfn“. Móttaka og afgreiðsla á þvotti fer fram alla virka daga, frá kl. 9—6 Þvottahúsið „Mjöll“. MUNIÐ EFTIR AÐALFUNDI PÖNTUNARFÉLAGSINS í VERKLÝÐSHÚSINU sunnudaginn 2. maí kl. 2 eftir hádegi. STJÓRNIN. Verkfall í opinberri vinnu hefst 3. maí, ef ríkisstjórnin verður þá ekki búin að semja Alþýðusambandið hefir um langt skeið reynt að ná samkomu- lagi við ríkisstjórnina um kjör verkamanna í opinberri vinnu, svo sem í vegavinnu og við brúagerð. Hefir stjórn Alþýðusambandsins a. m. k. tvívegis skrifað ríkisstjórn- inni um þessi mál, en loddararnir er sitja í ráðherrastólunum hafa ekki svarað, og virðist hafa meiri á- huga á að auglýsa ekki í Akureyrar- blöðunum. Alþýðusambandsstjórnin hefir nú samþykt að hefja verkfall 3. þ. m. ef ríkisstjórnin verður þá ekki búin að semja við Alþýðusamband- ið. Hefir stjórn Alþýðusambandsins þegar gert víðtækar ráðstafanir til undirbúnings verkfallsins. „Réttur“ NÝR RITSTJÓRI. 1. hefti þessa árgangs af „Rétti“ er nýkomið út. í því er, m. a., grein eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing, er hann nefnir „Heimsstríð og heimshorf- ur“. Rekur hanri þar gang styrjald- arinnar í stórum dráttum og ræðir um framtíðarhorfurnar. Hinn nýi ritstjóri skrifar grein er hann nefnir „Sigurhorfur". Þá ritar Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður, ýtarlega grein um gang dýrtíðarmálanna á Alþingi og um þær tilraunir, sem gerðar voru til að koma á samstarfi vinstri flokkanna. í heftinu er auk þess þetta efni, m. a.: „Listin að komast áfram í heim- inum“, skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Upphaf skáldsögu, eft- ir André Malraux. Greiri eftir Ein- ar Olgeirsson um rit Sig. Nordals, „íslensk menning". Greinar eftir F ermingarskyrturnar eru komnar. Gudmannsverzlun Otto Schiöth. FLATNIN GSHNÍFAR VASAHNÍFAR BÚRHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI ÞJALIR RASPAR MEITTLAR VÖRUHÚS AKUREYRAR ^jorgunsloppar plonel mislitt Pöntunarfélagið Ásgeir Blöndal Magnússon og Sig- uurð Guðmundsson, um nýjar er- lendar bækur um sósíalisma og þjóðfélagsmál. Sú breyting hefir orðið á rit- stjórn „Réttar", að Sigurður Guð- mundsson, blaðamaður við „Þjóð- viljann“, hefir tekið við henni af Gunnari Benediktssyni. Gert er ráð fyrir, að 4. hefti, alls 320 bls. komi út á þessu, og kostar árgangurinn aðeins 10 kr. Afgreiðslumaður „Réttar“ hér í bænum er Steingr. Eggertsson, Ránargötu 1.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.