Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.07.1943, Side 1

Verkamaðurinn - 24.07.1943, Side 1
AVARP FRA ALÞYÐUSAMBANDS- STJÓRNINNITIL ÍSLENSKRAR ALÞÝÐU I haust verður haldin ráðstefna með full- trúum þeirra félaga og samtaka, sem eru fylgjandi stefnu Bandalags vinnandi stétta í nýjasta hefti tímarits Alþýðusambandsins, „Vinnunni“, sem er ný komið út, er birt ávarp frá stjórn Alþýðusambands íslands og stefnuskrá fyrir bandalag vinnandi stéttanna. Með ávarpi þessu og stefnuskrá er mörkuð braut þeirri fjöldahrevf- ingu, sem Alþýðusambandið er að skipuleggja, — hreyfingu, sem meiri- hluti íslensku þjóðarinnar þegar hefir skipað sér um. Nú, þegar fasisminn á íslandi opinberlega hvetur til atlögu og eggjar lil borgarastyrjaldar, þarf hver einasti maður og kona að kynna sér, hvað það er í einstökum atriðum, sem vinnandi stéttirnar krefjast. Stefnuskráin er birt hér í blaðinu í dag, en ávarpið frá stjórn Alþýðu- sambandsins fer hér á eftir: ÁVARP FRÁ STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDSINS. SUMARSÖKN ÞJÖÐVERJA ORÐIN AÐ UNDANHALDI Rauði herinn í þann veginn að taka Orel Alþýðusamband íslands er heild- arsamtök íslenskrar alþýðu, óháð stjórnmálaflokkum og starfar sem tæki í hagsmunabaráttu hennar á „Verkamaðurinn44 25 ára í haust Það verður að stækka blaðið 14. nóvember n.k. eru 25 ár lið- in frá því að „Verkamaðurinn“ hóf göngu sína. Á þessum árum hafa orðið stórfeldar breytingar í at- vinnulífi og pólitísku lífi þjóðar- innar. Verklýðshreyfingunni og samtökum alþýðunnar hefir vaxið fiskur um hrygg og hefir „Verka- maðurinn“ átt drjúgan þátt í þeirri Jjróun og þá fyrst og fremst Iiér í bænum. Ný verkefni bíða nú úrlausnar, stórfeldari og örlagaríkari en nokkur Jjau verkefni, sem íslensk aljjýða hefir staðið andspænis. Hlutverk „Verkam.“ er að sama skapi vandasamara og margþættara en áður. Til þess að hann geti int af höndum þau verkefni er híða hans, er brýn Jjörf á að stækka blað- ið allverulega á næstunni. Færi vel á því að sú stækkun kæmist í fram- kvæmd um það bil er blaðið verð- ur 25 ára. Mun útgefandi jjess, Sósíalistafélag Akureyrar, háfa full- an hug á því. Það kostar allmikið átak, en vér erum vissir um, að það er kleift, en Jjó því aðeins að hinir mörgu velunnar leggi fram krafta sína. Þeir hafa hingað til ekki látið á sér standa að stuðla að velgengni blaðsins, vér erum vissir um, að svo mun einnig reynast framvegis. Verkamenn og aðrir velunnar blaðsins! SAMEINUMST UM AÐ STÆKKA „VERKAM.“ SVO UM MUNAR STRAX í HAUST. HEFJUM SÓKN EINNIG Á ÞEIM VÍGSTÖÐVUM GEGN AFTURHALDINU. hreinum stéttargrundvelli. Alþýðu- sambandinu hefir vaxið mjög fisk- ur um hrygg, og nú telur það innan vébanda sinna um 20 þús. vinnandi fólks og er tvímælalaust sterkasta samtakaaflið með þjóð vorri. Enda þótt Alþýðusambandið sé framar öllu hagsmunasamtök vinn- andi fólks í bæjum og þorpum, læt- ur það sér eigi sjást yfir þá stað- reynd, að við sjó og í sveit eru einn- ig ýmsar greinar vinnandi alþýðu, sem eiga með því samleið á sviði hagsmunabaráttunnar. í þessu Sambandi breytir það engu þótt ein grein alþýðunnar taki verkalaun sín í andvirði sjófangs, önnur í gangverði landafurða, þriðja með sölu andlegra eða menn- ingarlegra verðmæta o. s. frv. Mestu máli skiftir Jjað, að til þess- ara vinnandi stétta telst meginþorri landsmanna og að sameiginlegur hagur þeirra er þjóðarhagur. Alþýðusambandið ætlast til þess, að smáframleiðendur í sveit gerist Tilraun sú, sem þýski herinn á austurvígstöðvunum gerði 5. þ. m. til þess að hefja sumarsókn gegn bandamenn alþýðunnar við sjóinn til verndar og eflingar þeim rétt- indum, efnahags- og menningarleg- um, sem stéttasamtökin hafa aflað henni og vill í nafni stéttarsam- taka launþeganna og við sjóinn, rétta hinum stritandi bónda hönd til samstarfs, sem miði að bættum kjörum hans og efnalegu öryggi, — ekki aðeins með því að sporna gegn oki milligróðans í sölu afurða og kaupum nauðsynja, heldur einnig styðja kröfur hans til auk- innar tækni í samræmi við kröfur tímans, bættra búskaparhátta og betri skilyrða yfirleitt til að tryggja þessum nauðsynlega atvinnuvegi farsæla framtíð. Á grundvelli samskonar banda- lags og gagnkvæmrar aðstoðar vill Alþýðusambandið styrkja, svo sem tök eru á, smáframleiðandann og fiskimanninn við sjóinn, í baráttu þeirra gegn ofríki hringa bæði í kaupurn útgerðarnauðsynja og sölu sjávarafurða og styðja kröfur þeirra til fullkomnari framleiðsluskilyrða og meira öryggis fyrir atvinnuveg sinn. Með því að Alþýðusambandið er eigi aðeins, framar flestum öðrum félagssamtökum, óháð stjórnmála- flokkum, heldur einnig hreinrækt- aðasta og sterkasta stéttarsamband launþega í þessu landi, telur það Rússum, er nú gersamlega farin út um þufur, og eru hersveitir þeirra víðast á undanhaldi, og hafa beðið gífurlegt tjón bæði á mönnum og hergögnum. Undanfarið hafa staðið harðastar orustur á Orelvígstöðvunum, og sækja Rússar að borginni úr þrem- ur áttum: Að norðvestan eru þeir komnir næstum að járnbrautinni Orel-Bríansk, en það er aðal að- flutningsleið þýska hersins í Orel. Jafnframt þrengja þeir að borg- inni sjálfri bæði að austan og sunn- an, og lítur út fyrir, að höfuðorust- an um hana sé að hefjast. Þjóðverjar tala rnikið um áhlaup Rauða hersins á allri víglínunni frá Asovshafi til Orel og ennfremur á Leningradvígstöðvunum. Lítur út fyrir að nú sé fyrir alvöru að skifta um vígsgengí á austurvíg- stöðvunum, og að þessu sinni verði það Rauði herinn, en ekki Þjóð- verjar, sem heldur uppi sumarsókn- inni. Ársrit sjúklinga í Kristneshæli „Sjálfsvörn", félag sjúklinga í Kristneshæli, hefir hafist handa urn stofnun lítils ársrits er nefnist „Helsingjar". Er þessi fyrsti árg. væntanlegur á markaðinn í næstu viku. Rit þetta er fyrst og fremst gefið út til styrktar bókasafni sjúkl- inganna, sem fram að þessu hefir ekki haft yfir öðru fé að ráða til bókakaupa, en því, sem einstakir menn og hjálpsamir bókaútgefnd- ur hafa látið af hendi rakita. Safnið á því við mjög þröngan kost að búa í Jjeirri dýrtíð, sem nú verkar á. bókamarðinum, aðeins getað afl- að sér lítils hluta af árlegri bóka- útgáfu og á engan hátt getað staðið straum gf viðhaldi safnsins. Menn ættu því alment að hlynna að Jjessu nauðsynjamáli sjúklinganna og kaupa þetta litla rit, þegar það kemur á markaðinn. Unglingar og blaðasöludrengir, sem vildu taka að sér að selja ritið, geta snuið sér í fornsölu Páíma H. Jónssonar um miðja næstu viku. „V'erkafhaðurinn" hefir frétt, að auk hins góða málefnis, sem ritið á að styðja, sé það skemtilegt aflestr- ar og allur ytri frágangur hinn prýðilegasti. (Framhald á 4. síðu). HERIR BANDAMANNA HALDA ÁFRAM SÓKNINNI Á SIKILEY Hafa tekið höfuðborgnia* Palermo HARÐASTaR ORUSTUR VIÐ CATANIA Innrásarherir Bandamanna á Sikitey halda áfram sókn sinni, jafnt og þétt. Hafa þeir nú mest alla suður- og vesturströndina á valdi sínu, og hafa meðal annars tekið höfuðborgina: Palermo, á vesturströnd eyjarinnar. F.r hún talin ein þýðingarmesta hafnarborg allrar ítalfu. Það af liði ítala, sem enn er á suð-vesturhorni Sikileyjar, er algerlega innilokað og á sér ekki undankomu auðið. Annars flytjav Möndulveldin leyf- ar liðs síns til norð-austurhluta eyj- arinnar, og munu annað tveggja verjast þar til þrautar, eða freista að flytja liðið yfir Messinasund til meginlands Ítalíú. Hörðustu orusturnar hafa staðið og standa við Catania, á austur- ströndinni miðri, þar sem 8. bretski herinn á í höggi við þýskar úrvalssveitir, ■ sem verjast eftir fremsta megni. 8. herinn er þó í sókn, þó hún sé hægari en víðast annarstaðar á eyjunni, þar sem mótstaðan hefir verið miklu minni.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.