Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Réttarhöldin í Krasnodar. Kvislingar dæmdir fyrir landráð (Niðurlag). Eftir stutt hlé hélt rétturinn áfram og voru nú vitni yfirheyrð. Kona að nafni Klimova var yfir- lieyrð fyrst. Hún hafði verið hand- tekin og varpað í Gestapo-fangelsi. „Pað var ómögulegt að þekkja aftur konurnar sem voru með mér í Gestapo-kjallaranum, eftir að komið hafði verið með frá yfir- heyrslunum', sagði hún. ,,Eitt hræðilegt atvik viðvíkjandi ungri stúlku, mun aldrei líða mér úr minni. Hún sagði okkur, að þýsku liðsforingjarnir hefðu skipað sér að afklæðast, og bundu hana síðan við borð. Síðan trektu þeir upp grammofóninn, og meðan platan var spiluð, börðu þeir hana misk- unarlaust. Að því búnu fóru þeir að spyrja hana, en hún sagði þeim ekkert, svo þeir trektu grammofón- inn upp aftur og börðu hana. Þeir héldu þessu áfram í tvær klukku- stundir". Vitnið, Golovaty, skýrði frá því, að sonur sinn, 17 ára og meðlimur Félags ungra kommúnista, hefði verið fangelsaður og að hann hefði ekki séð hann aftur fyr en lemstr- aður líkami hans fanst, í skrið- dreka-vamarskurði, eftir að Þjóð- verjar höfðu verið hraktir frá Krasnodar. Vitnið leitaði í skurðin- um. Þúsundir af líkum, sagði vitn- ið, var staflað í raðir hvert ofan á annað. Golovaty fór að skurðinum, ásamt félaga sínum verkamanni, sem fann þar limlesta líkami konu sinnar og ungbarns. Saksóknarinn: „Hvað var yður kunugt um hryðjuverk Þjóðverja áður en kona yðar var tekin?“ Kolomiitsev: „Strax eftir að þeir komu til Krasnodar byrjuðu þeir á að drepa okkar fólk og það var orðið um að ræða fjöldamorð í lok janúar. Gálgar voru reistir upp al- staðar í borginni. Þeir hengdu fólk j^fnvel á símastaurum. Ég man eft- ir líkama eins manns, sem hékk dögum saman með áletrað á brjóst- ið: „Hann stal þýskum eldivið“. Hann var hengdur fyrir að tína smágreinar í grafreitnum." Vitnisburður prests. Næsta vitnið, Petrenko, sem Þjóðverjar gáfu tveggja daga frest til að komast á snoðir um dvalar- stað skæruliðanna, slapp burtu frá borginni án þess að gera það, en varð að skilja þar eftir konu sína og tvö börn. Eftir komu Rauða hersins þangað leitaði hann árang- urslaust í brunarústum Gestapo- kjallarans. Að lokum fann hann konu sína og þriggja ára dóttur, í skriðdréka-varnarskurði. Líkama sonar síns, sjö ára, fann hann ekki fyr en eftir tveggja vikna leit í sama skurði. Ilyashev, aldraður prestur við St. Georgs-kirkjuna, bar vott um, að margar fjölskyldur hefðu verið sviftar fyrirvinnu sinni, rændar mæðrunum, eða blátt áfram verið tortímt. Daginn eftir að Þjóðverjar flýðu frá Krasnodar hafði hann verið kallaður til fjölskyldu, sem þungur harmur hafði verið kveð- inn að. Henni hafði verið færður heim líkami einkasonar sína. Næsta dag var hann kallaður til þess að framkvæma jarðarför gamals vinar, sem Þjóðverjar höfðu drepið. „Eg gat vart framkvæmt helgisiðina, því eg gat ekki varist gráti. Eg var yfirbugaður, og hugsaði um rúss- nesku þjóðina, sem fórst saklaus á ættjörð sinni fyrir aðgerðir hinna þýsku fjenda“, sagði vitnið. Dr. Kozelsky, læknir við herspít- alann í Krasnodar, skýrði frá því, að fáum dögum eftir heimsókn þýska Gestapo-læknisins Herz, kom þangað hópur þýskra liðsforingja. Og sfðar, 22. ágúst, heyrðist hávað- inn af járnuðum, þýskum stígvél- um í anddyri spítalans. Þýskir her- menn voru komnir. Herz skipaði öllum læknunum að fara inn í skrifstofuna, lagði skammbyssu sína á borðið og sagði á bjagaðri rúss- nesku: „Eru einhverjir kommúnistar hér, meðlimir Sambands ungra kommúnista eða Gyðingar-“ Honum var sagt, að það væri enginn, og síðan hélt hann áfram: „Eg er þýskur liðsforingi. Mér hefir verið skipað að flytja burtu sjúklingana úr þessum spítala. Þýska herstjórnin hefir fyrirskipáð að þar skuli engir sjúklingar vera meðan styrjöldin stendur yfir. Það verður að útrýma þeim. Hvernig það verður gert, kemur yður ekki við“. Dauðaþögn ríkti á eftir, sagði dr. Kozelsky. Öll andlit voru náhvít. Þá sagði einhver: „Hvað á að gera við þá, sem eru í afturbata?" „Eg skal skýra yður frá því síð- ar", sagði Herz. „Nú verð eg að hafa hraðan á“. Var síðan byrjað að flytja sjúkrarúmin burtu í diesel- vagninum. Kotov, næsta vitnið, lýsti því, hvernig honum hafði verið troðið inn í vagninn. í nokkrar mínútur fann eg til kynlegra óþæginda og fór síðan að missa meðvitund. Eg hafði verið á A.R.P.-námskeiðum og skildi að gas hafði verið sett á okkur. Eg reif af mér skyrtuna og bleytti hana með þvagi og þrýsti henni síðan að nefinu og munnin- um. Mér varð nú léttara um andar- drátt, en misti meðvitund. Eg var látinn í skurðinn ásamt tugum af líkömum. Einhvernveginn auðnað- ist mér að skríða upp úr honum og komst heim með mestu erfiðis- munum. Gestapo-morðingjarnir. Vitnið Rozhkova sagði: „Þegar síðustu leyfarnar af Þjóðverjum voru að fiýja frá Krasnodar kom ókunnugur maður skríðandi inn í húsið okkar. Hann leit út fyrir að vera fangi úr Rauða hernum, Uzbeki. Hann hafði skriðið út úr Gestapo-kjallaranum eftir að Þjóð- verjar höfðu kveikt í byggingunni. Við gáfum honum að drekka og 1000 mílna víglína Fyrsta ár. 500 mílna víglína 500 milna víglína Armað ár. í fyrstu sókn sinni á austurvígstöðvunum (stóra svarta súlan) sóttu Þjóðverjar fram að meðaltali 600 mílur á 1000 mílna langri víglínu og hertóku 600.000 fermílna landsvæði. í fyrstu gagnsókn Rauða hersins (fyrri ljósa súlan) sóttu Rússar fram að meðaltali 250 mílur á 400 mílna víglínu og tóku aftur 100.000 fer- mílna landvæði. í annari sókn Þjóðverja (litla svarta súlan) sóttu þeir fram að meðal- tali 340 mílur á 500 mílna víglínu og hertóku 170.000 fermílna land- svæði. í annari gagnsókn Rauða hersins (seinni ljósa súlan) sóttu Rússar Iram að meðaltali 370 mílur á 500 mílna víglínu og tóku aftur 185.000 fermílna landsvæði. * Umfang þýsku sóknarinnar minkaði því næstum því fjórum sinnum meðan umfang sovétsóknarinnar næstum því tvöfaldaðist á síðasta ári. Hámark þess landsvæðis er Þjóðverjar höfðu hertekið var 670.000 fermílur í nóvember 1942. Þegar hin mishépnaða sumarsókn Þjóð- verja hófst 5. júlí s.l. höfðu Þjóðverjar ekki nema 485.000 fermílur af þessu landsvæði eftir á valdi sínu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að það gangi alt úr greipum þeirra. háttuðum hann, en hann dó skömmu síðar“. Saksóknarinn: „Hvernig var liann á sig kominn?" Rozhkova: „Hann var allur þak- inn sárum og brunasárum, kjálki hans hafði verið settur úr lið“. Saksóknarinn: „Var hann fær um að segja yður eitthvað?" Rezhkova: „Aðeins það, að hann hafði verið í kjallara ásamt 40 mönnum, og að hann var sá eini sem komst út. Hinir voru brendir lifandi inni. Dr. Prozorovsky, yfirmaður hinn- ar lagalegu læknisfræðistofnunar er ríkið rekur undir yfirumsjón þjóð- fulltrúaráðs heilbrigðismálanna í Sovétríkjunum, aðstaðarprófessor Smolyaninov, sem er aðalsérfræð- ingur jr jóðfulltrúaráðs heilbrigðis- málanna í Sovét-Rússlandi í laga- legri læknisfræði, og nokkrir aðrir háttsettir læknar önnuðust skoðun á hinum myrtu. Gerði Dr. Prozor- ovsky grein fyrir niðurstöðum skoðunarinnar. Yfirleitt voru líkamir karlmanna, kvenna og barna, þar á meðal brjóstbarna, hvorki f fötum né skóm. Þar sem föt fundust, voru það útslitin nærföt eða ræfisleg ytriföt. í sumum gröfunum, fund- ust ásamt líkunum viðarhækjur, búsáhöld, körfur, flöskur o. fl. Frá 1. mars til 26. júní 1943 voru alls grafin upp 623 lík og skoðuð. Ýtarlegar og vísindalegar athug- anir leiddu ótvírætt í ljós að dánar- orsökin í 523 tilfellum var eitrun frá carbo-monoxid (gastegund), og í 100 tilfellum skotsár á höfði eða brjósti. í lokaræðu sinni krafðist sak- sóknari ríkisins þess að hinum á- kærðu Pushkarev, Missan, Napt- sok, Kotomtsev, Kladov, Rechka- lov, Tishchenko og Lastovinu yrði refsað með danðahegningu. Við- víkjandi hinum ákærðu Paramo- nov, Tuchkov og Pavlov, var sak- sóknarinn þeirrar skoðunar, að möguleikar væru á því að sleppa þeim við þyngstu réfsingu, þar sem þeir hefðu verið minna virkir að- stoðarmenn aðal-ákærðu. Lauk saksóknarinn ræðu sinni með eftir- farandi orðum: „í dag fellur refsandi hönd sovétlaganna á höfuð landráða- manna, leiguþýja fasista og undir- lægjur. Á morgun mun dómur sögunnar, dómur frelsis-elskandi þjóða kveða upp miskunnarlausan dóm yfir blóðjáyrstum stjórnend- um Hitlers-Þýskalands og öllum bandamönnum þess — óvinum mannúðarinnar, sem þröngvuðu heiminum út í blóðuga hyldýpis- gjá núverandi styrjaldar. „Enginn þeirra mun sleppa við iniskunnarlausa refsingu. Blóð fyr- ir blóð, dauða fyrir dauða!" Herrétturinn lýsti því yfir, að allir hinir ákærðu væru sekir um drottinsvik gegn Sovétríkjunum og um samsekt í hryðjuverkum, sem framin voru af hinum þýsku fas- (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.